Morgunblaðið - 22.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei er undir stöðugu eftirliti kínverskra stjórnvalda og hefur sætt ofsóknum fyrir að gagnrýna þau fyrir skort á lýðræði og mannréttindabrot. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld í Peking lyft Ai upp á stall. 2011 lýsti tímaritið ArtReview yfir því að hann væri valdamesti listamaður heims. Í nýlegu viðtali við Der Spiegel sagðist blaðamaður hafa séð rúman tug myndavéla fyrir utan hús lista- mannsins og spurði hvers vegna væri fylgst svona vel með honum. Ai svaraði því að hann væri greini- lega í hópi þeirra, sem gerst væri fylgst með. „Þeir hlera ekki aðeins símann minn, skoða tölvuna og eru með myndavélar úti um allt – þeir eru meira að segja á hælunum á mér þegar ég fer með syni mínum út í al- menningsgarð,“ sagði hann. Ai lýsir því í viðtalinu að eitt sinn hafi hann reiðst og rifið myndavélina af einum eftirlitsmannanna og tekið úr henni minniskortið. Ai sagði að hann hefði verið þrumu lostinn þegar hann hefði skoðað minniskortið: „Hann hafði myndað veitingastaðinn, sem ég sat á frá öllum sjónarhornum, hvert herbergi, kassann, ganginn, inn- ganginn úr öllum áttum, hvert borð – og ég spurði mig: Hvað á þetta að þýða, hvers vegna leggja þeir þetta á sig? Svo komu myndir af bílstjór- anum mínum, fyrst af honum á bekk í garði, hann var myndaður að fram- an og aftan, skórnir hans frá vinstri og hægri, síðan ég á nýjan leik, síðan barnavagninn minn.“ Bein útsending stöðvuð Eftirlitsmaðurinn bað Ai um að koma ekki upp um sig og hann varð við því. Síðar sagðist hann hafa farið í gegnum gamlar myndir og ítrekað séð manninum bregða fyrir á þeim. Þegar Ai sá hvað mikið var af myndavélum allt í kringum heimili hans ákvað hann að setja upp fjórar til viðbótar á heimili sínu: „Ég hugs- aði með mér: ef þið viljið vita allt um mig mun ég sýna ykkur allt.“ Svo kveikti hann á myndavélunum og hóf útsendingu á netinu. Ekki leið á löngu áður en síminn hringdi og hann var beðinn um að slökkva á vél- unum: „Ég svaraði: „En þið viljið vita hvað ég er að gera. Mörg hundr- uð þúsund til viðbótar vilja það líka og hafa fylgst með mér dögum sam- an.“ Það hitnaði í kolunum. Þeir sögðu: „Vinsamlegast slökktu á myndavélunum.“ Ég spurði hvort þetta væri tillaga eða skipun. Þetta var skipun. Þá slökkti ég.“ Sektin aldrei innheimt Ai hefur árum saman átt í útistöð- um við kínversk stjórnvöld. Í þrjú ár hefur hann ekki mátt ferðast til út- landa. Hann lýsir samskiptum sínum við stjórnina sem köldu stríði. Á félagsvefjunum Twitter og In- stagram fær hann þó að fara sínu fram. „Áður komu nokkur hundruð, kannski nokkur þúsund manns á sýningarnar mínar,“ sagði hann. „Ný hleð ég inn myndskeiði og hálf milljón horfir á það.“ Ai reynir ítrekað að hafa samband við yfirvöld, hringir og sendir sím- boð. „En ég fæ ekkert svar,“ sagði hann. „Ekki einu sinni peninga- yfirvöld, sem hafa lagt á mig him- inháa skattasekt, láta í sér heyra. Einkum þó er aldrei talað um mig opinberlega. Áróðursdeildin hefur sent út skýr skilaboð til allra fjöl- miðla: Ekki orð um Ai Weiwei.“ Ai var handtekinn vegna hinna meintu skattasvika og dæmdur til að greiða 160 milljónir króna. Þegar honum var sleppt hófu yfirvöld áróð- ursherferð gegn honum. „En þegar 30 þúsund manns lögðu fram peninga [fyrir sektinni] til að ég gæti hreyft andmælum gerðu þau sér grein fyrir að þeim yrði ekki ágengt,“ sagði hann. „Þeir efndu til þessa mikla máls á hendur mér, gerðu mikið veður út af því og til- kynntu heiminum að ég væri í skattavandræðum. Síðan hreyfðum við andmælum, sem dómstólar vísa á bug, en engu að síður hefur enginn komið til að innheimta skuldina.“ kbl@mbl.is Undir smásjá kín- verskra stjórnvalda  Listamaðurinn Ai Weiwei í farbanni en má nota Twitter AFP Auður stóll Ai Weiwei var boðið að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Stokkhólmi í nóvember. Honum var bannað að fara og var ákveðið að hafa auðan stól á sviðinu. Þegar listamaðurinn frétti það smíðaði hann stól í stíl Ming-veldisins, en hafði hann þannig að ógerlegt væri að sitja í honum. Ýlir, tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, hefur aug- lýst eftir umsóknum og rennur umsóknarfresturinn út 5. febrúar næstkomandi. Snýst umsóknarferlið um verkefni og tónleika á árinu sem er hafið. Tónlistarmenn, hljómsveitir, hópar og félagasamtök geta sótt um. Stjórn sjóðsins hvetur tónlistarmenn, sem og aðra sem hyggja á tónleikahald og skipulagn- ingu tónlistarverkefna í Hörpu, til að kynna sér um- sóknarferlið og þá möguleika sem stuðningur sjóðsins getur boðið upp á. Uplýsingar má sjá á heimasíðunni www.ylir.is. Ýlir hefur m.a. stutt við Músíktilraunir, Nótuna, hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle of the Bands, tónleikahald Emmsjé Gauta, raf- tónleika ungra tónskálda og lokatónleika Stelpur rokka. Styrkþegi Emmsjé Gauti hlaut styrk. Sjóðurinn Ýlir leitar umsækjenda HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Fim 30/1 kl. 19:30 65.sýn Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 28.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fös 24/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 13.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Pollock? (Kassinn) Fös 31/1 kl. 19:30 32.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 34.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 33.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 35.sýn Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Karíus og Baktus bregða á leik. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 23/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 25/1 kl. 22:30 Aukas. Fim 6/2 kl. 20:00 12.sýn Fös 24/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 30/1 kl. 20:00 9.sýn Fös 7/2 kl. 20:00 13.sýn Fös 24/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 31/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 7/2 kl. 22:30 14.sýn Lau 25/1 kl. 20:00 8.sýn Fös 31/1 kl. 22:30 11.sýn Lau 8/2 kl. 20:00 15.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Óraunveruleikir (Kassinn) Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 To the bone - Inn að beini (Kassinn) Fös 24/1 kl. 19:30 Aukasýning Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Fim 30/1 kl. 19:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Fös 24/1 kl. 19:00 Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Lau 25/1 kl. 13:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Sun 26/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar) Lau 25/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi Sun 26/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar. Hamlet (Stóra sviðið) Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00 Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 3.k Fim 20/2 kl. 20:00 5.k Mið 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 4.k Sun 23/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í Jeppi á Fjalli – lýkur í janúar Jeppi á Fjalli – lýkur í janúar Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.