Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
ÍÞRÓTTIR
Barcelona Verður Guðjón Valur Sigurðsson síðasta púslið í eitthvert magnaðasta stjörnulið sem
sett hefur verið saman í handboltanum? Útispilararnir eru Karabatic, Rutenka og Lazarov 4
Íþróttir
mbl.is
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í
meistaraliði Ajax eru komnir í und-
anúrslit hollensku bikarkeppninnar
í knattspyrnu eftir 3:1 sigur á
Feyenoord í gærkvöld. Kolbeinn
kom inná á 84. mínútu fyrir Bojan
Krkic sem skoraði sigurmark Ajax í
leiknum.
NEC Nijmegen, lið Guðlaugs Vic-
tors Pálssonar, komst líka í undan-
úrslit með 1:0 sigri á Utrecht en
Victor missti af leiknum vegna
meiðsla. vs@mbl.is
Íslendingaliðin
í undanúrslit
EM 2014
Ívar Benediktsson
Herning
„Við vorum teknir í bakaríið í síðari
hálfleik. Þetta var verðskuldaður
danskur sigur hjá liði sem sennilega
verðandi Evrópumeistari,“ sagði
Snorri Steinn Guðjónsson við Morg-
unblaðið eftir 32:23, tap fyrir Dan-
mörku í lokaleik milliriðlakeppni
Evrópumeistaramótsins í hand-
knattleik Jyske Bank Boxen í Hern-
ing í gærkvöldi.
„Við brenndum af alltof mörgum
opnum færum í leiknum til þess að
geta verið með í þessum leik. Oft
sköpuðu við okkur fín færi en nýttum
þau yfirleitt illa. Fyrir þessháttar
spilamennsku refsa Danirnir um
leið. Síðan ganga þeir á lagið og hafa
þess utan gríðarlegan stuðning. Þeg-
ar leikir þróast með þessum hætt þá
eru endalokin oft með þessum
hætti,“ sagði Snorri Steinn sem var
afar vonsvikinn eins og allir leik-
menn íslenska landsliðsins eftir
þessa útreið þar sem markvörðurinn
Jannick Green, samherji Kára Krist-
jáns Kristjánssonark lék leikmenn
íslenska landsliðsins afar grátt.
„Við reyndum að gera breytingar
og skipta leikmönnum inn á en ekk-
ert gekk. Svona fór þetta, því mið-
ur.“
Snorri Steinn sagði að slæm nýt-
ing á opnum færum hafi orðið ís-
lenska liðinu að falli í fyrri hálfleik.
Betri nýting á færum hefði þýtt jafn-
ari staða í hálfleik en þá stóðu leikar
17:13. „Síðan byrjuðum við síðari
hálfleikinn á sama hátt og þá var
þessu lokið.
Við erum svekktir með að tapa og
tapa svo stórt. Nú er næst á dag-
skránni að rífa sig í gang fyrir síð-
asta leikinn í mótinu. Fimmta sætið
gefur ekkert annað en heiðurinn en
ég hef trú á því að þegar menn hafa
gengið í gengum þetta svona lengi þá
vilji allir klára mótið eins og menn,“
sagði Snorri Steinn Guðjónsson um
viðureignina um fimmta sætið við
Pólverja á föstudaginn klukkan 15.
Fjaraði fljótt undan þessu
„Munurinn á liðunum var sá að við
nýttum illa okkar færi á meðan Dan-
irnir nýttu sín færi. Það skildi liðin
að. Í síðari hálfleik fjaraði undan
þessu hjá okkur,“ sagði Sverre
Andreas Jakobsson, eftir tapleikinn í
Boxinu í gærkvöldi. „Þess utan þá
hittum við ekki á góðan dag og þeir
gengu á lagið. Ég ekki þeirrar skoð-
unar að munurinn sé í raun svona
mikill á liðunum,“ sagði Sverre enn-
fremur.
„Við lögðum upp með allt annað
plan fyrir leikinn en raun varð á. Því
miður þá voru hlutirnir fljótir að
breytast sem varð raunin,“ sagði
Sverre sem taldi að sú staðreynd að
úrslit leiksins breyttu ekki miklu um
örlög íslenska landsliðsins í keppn-
inni lágu fyrir áður en flautað var til
leiks. „Okkur langaði til að skemma
fyrir Dönunum fyrir framan fulla
höll af stuðningsmönnum þeirra.
Okkur tókst það svo sannarlega ekki,
þetta varð þvingaður leikur um tíma.
Nú förum við í leikinn um fimmta
sætið staðráðnir í að vinna og ljúka
mótinu með sæmd,“ sagði Sverre
Andreas Jakobsson, landsliðsmaður
í handknattleik við Morgunblaðið
eftir tapleikinn í gærkvöldi.
Vorum teknir í bakaríið
Snorri Steinn Guðjónsson og Sverre Andreas Jakbosson voru vonsviknir eftir
skell gegn Dönum í Boxinu Staðráðnir í að ljúka móti með sæmd á föstudaginn
Morgunblaðið/Eva Björk
Flýgur Ólafur Andrés Guðmundsson stekkur hátt upp fyrir framan dönsku vörnina í leik þjóðanna í Herning í gærkvöld.
23. janúar 1987
Ísland sigrar Pólland í mögn-
uðum leik, 29:28, á Eystrasalts-
mótinu í handbolta
í Wismar í Austur-
Þýskalandi þar
sem stórskyttur
beggja liða fara á
kostum. Sigurður
Gunnarsson skorar
sigurmark Íslands í
lokin en hann og Þorgils Óttar
Mathiesen skora 6 mörk, Alfreð
Gíslason og Kristján Arason 5
hvor.
23. janúar 1992
Ísland vinnur óvæntan sigur á
öflugu liði Litháen, 111:104, eftir
framlengingu í vináttulandsleik
karla í körfubolta í Laugardals-
höll. Magnús Matthíasson og
Teitur Örlygsson skora 24 stig
hvor og Guðmundur Bragason
23. „Ég held að þetta sé með
bestu sigrum Íslands í körfu-
knattleik,“ segir leikstjórnand-
inn Jón Kr. Gíslason við Morg-
unblaðið.
23. janúar 2010
Ísland sigrar Danmörku, 27:22, í
þriðja leik sínum á EM karla í
handbolta í Linz í Austurríki, og
möguleikar liðsins opnast upp á
gátt eftir tvö jafntefli í byrjun
móts. Guðjón Valur Sigurðsson
skorar 6 mörk og Aron Pálm-
arsson 5. Björgvin Páll Gúst-
avsson ver 20 skot og segir við
Morgunblaðið: „Það er stórkost-
legt að standa fyrir aftan svona
múr.“
Á ÞESSUM DEGI
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í
gærkvöld að Chelsea hafi samþykkt
37 milljón punda tilboð frá Man-
chester United í spænska miðju-
manninn Juan Mata. Sjálfur er leik-
maðurinn búinn að ná samkomulagi
við United um persónulegan samn-
ing og er reiknað með því að Spán-
verjinn snjalli gangist undir lækn-
isskoðun í dag og skrifi svo undir
samninginn að henni lokinni.
Juan Mata fer
til United