Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Morgunblaðið/Kristinn
Erfitt Vignir Svavarsson og félagar hans í íslenska landsliðinu hittu fyrir ofjarla sína. Hér er Vignir með boltann í leiknum gegn Dönum.
Króatar mæta Dönum í undan-
úrslitum Evrópukeppninnar annað
kvöld en það kemur í hlut Pólverja
að mæta Íslendingum í leiknum um
5. sætið í Herning á morgun. Króatar
lögðu Pólverja í hreinum úrslitaleik
um annað sætið í milliriðli tvö í Árós-
um í gærkvöld, 31:28, og með því
tryggðu þeir sér jafnframt sæti í
lokakeppni heimsmeistaramótsins í
Katar á næsta ári.
Domagoj Duvnjak, Zlatko Horvat
og Manuel Strlek skoruðu 6 mörk
hver fyrir Króatana en Michal Ju-
recki var atkvæðamestur Pólverja
með 6 mörk og Krzysztof Lijewski
skoraði 5 mörk.
Frakkar töpuðu
sínum fyrstu stig-
um á mótinu þegar
þeir lágu fyrir Sví-
um, 28:30. Það
breytti þó engu,
Frakkar höfðu
þegar tryggt sér
sigur í riðlinum og
Svíar gátu ekki
komist ofar en í
fjórða sæti hans. Lukas Karlsson og
Johan Jakobsson gerðu 6 mörk hvor
fyrir Svía en Guillaume Joli 4 mörk
fyrir Frakka. vs@mbl.is
Króatarnir mæta Dönum
Domagoj
Duvnjak
Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður Evr-
ópukeppninnar í Danmörku eftir að hann skoraði 10 mörk í
leiknum gegn Dönum í Herning í gærkvöld.
Guðjón hefur nú skorað 44 mörk í sex leikjum Íslands á
mótinu og fór framúr Kiril Lazarov sem kom ekkert við sögu hjá
Makedóníu gegn Spáni í gær vegna meiðsla og lauk þar með
keppni með 38 mörk. Guðjón Valur á mjög góða möguleika á að
enda sem markakóngur keppninnar en hann á eftir leikinn gegn
Pólverjum á morgun.
Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi er þriðji á markalistan-
um með 34 mörk en Hvít-Rússar hafa lokið keppni. Það er því
aðeins Joen Canellas frá Spáni sem á raunhæfa möguleika á að
halda í við Guðjón Val. Hann er með 32 mörk og á eftir að spila bæði í undan-
úrslitum á morgun og um verðlaunasæti á sunnudaginn. Víctor Tomás er með 29
mörk fyrir Spán, Mikkel Hansen er með 28 mörk fyrir Dani og Ásgeir Örn Hall-
grímsson kemur svo næstur með 27 mörk fyrir Ísland. vs@mbl.is
Guðjón markahæstur á EM
Guðjón Valur
Sigurðsson
Tiger Woods, efsti kylfingur heimslistans, þykir langsig-
urstranglegastur á Farmers Insurance-mótinu sem hefst
í dag en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Þetta er fyrsta
PGA-mót ársins hjá Tiger sem vann fimm slík í fyrra.
Farmers Insurance-mótið fer fram á Torrey Pines-
vellinum í Kaliforníu en þar líður Tiger afskaplega vel.
Hann hefur unnið þetta mót sjö sinnum og einu sinni
opna bandaríska þegar það fór fram á sama velli. Þess
vegna þykir hann sigurstranglegastur en eins og vana-
lega er mikið fjölmiðlafár í kringum mótið fyrst Tiger er
mættur. „Tiger-sirkusinn“ kalla þetta sumir bandarískir
golfpennar.
Phil Mickelson er einnig á meðal keppenda en hann hefur unnið mótið
þrívegis og er líklegur til að veita Tiger harða samkeppni. Það sama má
segja um Jordan Spieth, Nick Watney, Ricky Fowler and Bill Haas sem allir
eru mættir til leiks á Torrey Pines. tomas@mbl.is
Tiger líklegur á Torrey Pines
Tiger
Woods
Reykjavíkurmót karla
Víkingur R. – Valur................................. 2:1
Eiríkur Stefánsson 30. Sveinbjörn Jónas-
son 76. – Gunnar Gunnarsson 15.
Holland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
NEC Nijmegen – Utrecht ....................... 1:0
Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með
NEC vegna meiðsla.
Spánn
Bikarkeppnin, 8-liða, fyrri leikur:
Real Sociedad – Racing Santander ........ 3:1
Morgunblaðið fór í prentun kl. 21.30 í
gærkvöld. Úrslit leikja sem ekki var lokið
þá má sjá á mbl.is.
KNATTSPYRNA
Danmörk
SönderjyskE – Köbenhavn................. 25:29
Ramúne Pekarskyte skoraði 7 mörk fyr-
ir SönderjyskE en Karen Knútsdóttir og
Stella Sigurðardóttir eru frá vegna
meiðsla. Ágúst Jóhannsson þjálfar liðið.
Noregur
Oppsal – Tertnes ................................. 23:30
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
fyrir Tertnes sem er í 3. sætinu.
Storhamar – Fredrikstad................... 31:20
Alfreð Örn Finnsson þjálfar Storhamar
sem er í 2. sæti deildarinnar.
Svíþjóð
Höör – Heid .......................................... 31:22
Sunna Jónsdóttir skoraði 2 mörk fyrir
Heid.
HANDBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Schenker-höllin: Haukar – ÍR............. 19.15
DHL-höllin: KR – Snæfell................... 19.15
Borgarnes: Skallagr. – Stjarnan......... 19.15
Vodafone-höllin: Valur – Grindavík.... 19.15
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Vængir Júpít. .. 19.15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla:
Egilshöll: Fram – KR................................ 19
Egilshöll: Fjölnir – ÍR............................... 21
Fótbolta.net mót karla:
Reykjaneshöll: Njarðvík – Selfoss...... 18.40
BADMINTON
Alþjóðlega mótið Iceland International
hefst í TBR-húsunum í dag og keppt er frá
kl. 13 til 16.30.
Í KVÖLD!
Jyske Bank Boxen, Herning, milliriðill
HM karla, miðvikudag 22. janúar
2014.
Gangur leiksins: 0:1, 4:3, 5:5, 9:6,
10:9, 11:10, 15:10, 16:13, 17:13, 17:14,
20:14, 21:17, 26:17, 28:20, 30:20,
32:23.
Mörk Danmerkur: Mads Mensah Lar-
sen 8, Jesper Nöddesbo 4, Thomas M.
Mogensen 3, Bo Spellerberg 3, Henrik
Möllgaard 3, Kasper Söndergaard 3,
Lasse Svan Hansen 3, Anders Eggert
3/1, Klaus Thomsen 1, Michael V.
Knudsen 1.
Varin skot: Jannick Green 22/1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðs-
son 10/4, Aron Pálmarsson 3, Ásgeir
Örn Hallgrímsson 3, Snorri Steinn
Guðjónsson 3, Vignir Svavarsson 1,
Rúnar Kárason 1, Ólafur A. Guð-
mundsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
8, Aron Rafn Eðvarðsson 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Thierry Dentz og Denis Rei-
bel, Frakklandi.
Áhorfendur: 14.000.
Danmörk – Ísland 32:23
Milliriðill 1
Makedónía – Spánn.............................. 22:33
Austurríki – Ungverjaland.................. 25:24
Danmörk – Ísland................................. 32:23
Lokastaðan:
Danmörk 5 5 0 0 153:125 10
Spánn 5 4 0 1 156:135 8
Ísland 5 2 1 2 140:146 5
Ungverjaland 5 1 1 3 133:139 3
Makedónía 5 1 0 4 117:143 2
Austurríki 5 1 0 4 129:140 2
Milliriðill 2
Rússland – Hvíta-Rússland................. 39:33
Frakkland – Svíþjóð............................. 28:30
Pólland – Króatía.................................. 28:31
Lokastaðan:
Frakkland 5 4 0 1 157:140 8
Króatía 5 4 0 1 147:126 8
Pólland 5 3 0 2 145:136 6
Svíþjóð 5 3 0 2 138:137 6
Rússland 5 1 0 4 141:154 2
Hv. Rússland 5 0 0 5 137:172 0
Undanúrslit á morgun:
17.30 Frakkland – Spánn
20.00 Danmörk – Króatía
Leikur um 5. sætið á morgun:
15.00 Ísland – Pólland
Röð liðanna þar fyrir neðan:
7. Svíþjóð
8. Ungverjaland
9. Rússland
10. Makedónía
11. Austurríki
12. Hvíta-Rússland
13. Serbía
14. Noregur
15. Tékkland
16. Svartfjallaland
Liðin sem eru komin í undanúrslit hafa
tryggt sér sæti á HM í Katar 2015.
Liðin í sætum 5-13 verða í efri styrk-
leikaflokki þegar dregið verður um hvaða
þjóðir mætast í júní í umspili um sæti á HM
í Katar. Hin verða í neðri flokki ásamt
Þýskalandi, Bosníu, Grikklandi, Litháen,
Rúmeníu og Slóveníu.
EM 2014