Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 3

Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 3
EM 2014 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Danska hraðlestin er hreint óstöðv- andi og ef fram heldur sem horfir hampa Danir Evrópumeistaratitl- inum á heimavelli á sunnudaginn. Danir áttu ekki í vandræðum með að innbyrða sjötta sigur sinn í jafn- mörgum leikjum þegar þeir lögðu Ís- lendinga, 32:23, í Boxinu svokallaða í Herning að viðstöddum rúmlega 14.000 áhorfendum sem troðfylltu þetta glæsilega mannvirki. Leikurinn var marklaus fyrir þær sakir að fyrir hann var ljóst að íslenska liðið spilaði um 5. sætið. Það varð ljóst eftir sigur lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska liðinu á Ungverjum og líklegt er að þau úrslit hafi dregið úr kraftinum og baráttunni í íslenska liðinu. Vörn og markvarsla gerði útslagið Minni spámenn, ef svo skyldi kalla í danska liðinu, fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína og þeir gáfu ís- lenska liðinu engin grið. Danir tóku leikinn strax í sínar hendur og fljót- lega í síðari hálfleik var ljóst í hvað stefndi. Það var einkum og sér í lagi öflug vörn Dana sem gerði íslensku leikmönnunum lífið leitt og vara- markvörðurinn Jannick Gree. Á með- an hann varði hvert skotið á fætur öðru var markvarslan lítil sem engin hjá íslenska liðinu en vörnin var líka mjög götótt og það gerði markvörð- unum enn erfiðara fyrir. Árangur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu er sá þriðji besti frá upphafi og það er ekki annað hægt en að hrósa því fyrir vasklega fram- göngu í keppninni þó svo að það hafi í gær hitt fyrir offjarla sína. Það breytti engu þó svo að Danir hvíldu heimsklassa leikmenn á borð við Mikkel Hansen og markvörðinn Nicklas Landin og varnar- og línu- jaxlinn Rene Toft Hansen. Enginn þeirra kom við sögu í leiknum og það sýnir þá gríðarlega miklu breidd sem er í danska liðinu en meiðsli hafa sett töluvert strik í reikninginn hjá mörg- um leikmönnum Íslands eins og margoft hefur komið fram. Fyrirfram voru ekki margir sem spáðu því að Ís- land ætti möguleika á að ná þetta langt í þessu sterka móti miðað við undirbúninginn og meiðslavandræðin sem landsliðsþjálfarinn Aron Krist- jánsson hefur þurft að glíma við. Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðs- son stóð uppúr í íslenska liðinu og þessi magnaði leikmaður er nú orðinn markahæstur á Evrópumótinu og flest bendir til þess að hann verði markakóngur keppninnar. Ásgeir Örn og Aron Pálmarsson byrjuðu vel en það fjaraði fljótlega undan þeim eins og öllu íslensku liðinu sem tapaði fyrir Evrópumeisturunum og líklega besta landsliði heims í dag. Mæta Póllandi í leiknum um 5. sætið Pólverjar verða andstæðingar Ís- lendinga í leiknum um 5. sætið í Herning á morgun og þar mega ís- lensku leikmennirnir búa sig undir hörkurimmu. Pólverjarnir hafa sýnt flott tilþrif á mótinu en vonandi leika strákarnir sama leik og í Austurríki hér um árið en þá lögðu Íslendingar lið Pólverja í leiknum um bronsið. Danska hraðlestin of stór biti  9 marka tap gegn Evrópumeisturum  Ísland spilar um 5. sætið ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Njarðvíkurkonur komu heldur betur á óvart í gærkvöld þegar þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu granna sína í Keflavík, 66:57, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Leikið var í TM- höllinni í Keflavík, þar sem heimaliðið vann þægilegan 19 stiga bikarsigur í leik sömu liða á mánudagskvöldið. Njarðvíkurliðið, sem situr á botni deildarinnar, náði heldur betur að svara fyrir það, vann sinn þriðja sigur í síðustu fimm leikjunum og er nú allt í einu búið að hleypa spennu í botnbar- áttu deildarinnar. Nikitta Gartrell hef- ur komið sterk til leiks með liðinu eftir áramót en hún skoraði 16 stig og tók 12 fráköst í gærkvöld. Snæfell nýtti tækifærið og náði sex stiga forystu í deildinni með því að vinna nauman sigur á KR, 67:65, í Stykkishólmi en Snæfell hefur þá unn- ið sjö leiki í röð. KR var yfir 18 sek- úndum fyrir leikslok en Hildur Sig- urðardóttir gerði síðustu þrjú stig leiksins úr vítaskotum, tvö þau síð- ustu þegar ein sekúnda var eftir. Haukar, sem eru jafnir Keflvík- ingum í öðru til þriðja sæti, töpuðu líka á heimavelli, 69:91 gegn Vals- konum. Með þessum sigri styrktu Valsarar verulega stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og eru þar nú fjór- um stigum á undan Hamri og KR. Anna Martin fór á kostum með Val og skoraði 36 stig en Lele Hardy gerði 21 fyrir Hauka. Hamar gerði góða ferð til Grinda- víkur og vann þar öruggan sigur, 92:79. Þar með er Grindavíkurliðið nú aðeins tveimur stigum á undan Njarð- vík við botn deildarinnar og útlit fyrir harðan fallslag. vs@mbl.is Óvæntur sigur Njarðvíkinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Sækir Lele Hardy úr Haukum með boltann en Hallveig Jónsdóttir úr Val fylgist með henni. Valskonur gerðu góða ferð á Ásvelli og unnu þar stóran sigur.  Unnu í Keflavík  Snæfell jók forskotið Keppendur frá 21 landi taka þátt í alþjóðlega badmintonmótinu Iceland International sem hefst í TBR-húsunum í dag og stendur yfir til sunnudags. Af 110 keppendum á mótinu eru 72 erlendir og koma frá Evrópu, Norður- Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Mótið er nú haldið í 17. skipti og það er hluti af mótaröð Badmintonsambands Evrópu þannig að það gefur stig á heimslista. Fremst í flokki á mótinu eru Maxime Mo- reels frá Belgíu sem er númer 107 á heimslista karla og Zuzana Pavelkova frá Tékklandi sem er númer 98 á heimslista kvenna. Af Íslendingunum er Kári Gunnarsson fremstur, raðað sem sjöunda sterkasta keppand- anum í einliðaleik karla, en hann er sá eini af Íslendingunum sem ekki þarf að fara í forkeppnina. vs@mbl.is Koma frá 5 heimsálfum Kári Gunnarsson Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti í Tyrklandi í gær en það er hluti af þýskri at- vinnumótaröð. Hann lék annan hringinn í gær á 74 högg- um eða fimm höggum yfir pari vallarins. Þórður Rafn lék hringinn í gær á 72 högg- um og var samtals á átta höggum yfir pari eftir tvo hringi. Hann var fjórum höggum frá því að kom- ast í gegnum niðurskurðinn en lokahring- urinn verður spilaður á morgun. GR-ingurinn fékk tvo fugla í dag, á 16. og 2. holu, en hann hóf leik á 10. braut. Hann fékk fimm skolla og einn skramba. Fjögur högg vantaði upp á að hann myndi spila lokahringinn. sport@mbl.is Þórður komst ekki áfram Þórður Rafn Gissurarson Svisslendingurinn Roger Federer vann Skot- ann Andy Murray örugglega, 6:3, 6:4, 6:7 og 6:3, í átta manna úrslitum opna ástralska mótsins í tennis í gær og mætir Rafael Nadal í undanúrslitum. Murray, sem vann mótið í fyrra, hafði ekki roð við Svisslendingnum í dag en Federer sýndi allar sínar bestu hliðar og vann til- tölulega auðveldan sigur. Hann hefur unnið mótið fjórum sinnum, síðast árið 2010. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Stan- islas Wawrinka Tékkanum Tomas Berdych en Wawrinka gerði sér lítið fyrir og lagði Novak Djokovic í gær í átta manna úrslitum. Í kvennaflokki mætast Agnieszka Radw- anska og Dominiku Cibulkova annars vegar og Li Na og Genie Bouchard hinsvegar. sport@mbl.is Federer mætir Nadal Roger Federer Keflavík – Njarðvík 57:66 TM-höllin, Dominos-deild kvenna: Gangur leiksins: 3:0, 6:4, 11:12, 12:16, 15:18, 15:23, 22:23, 26:27, 28:34, 32:38, 37:38, 41:42, 46:50, 50:51, 52:57, 57:66. Keflavík: Porsche Landry 19/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/9 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5/7 fráköst, Telma Ásgeirsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 5/9 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/4 fráköst. Njarðvík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 21, Nikitta Gartrell 16/12 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6/5 frá- köst, Ína María Einarsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 2/5 fráköst. Grindavík – Hamar 79:92 Grindavík, Dominos-deild kvenna: Gangur leiksins: 7:3, 11:11, 16:16, 20:25, 20:29, 23:29, 30:32, 36:38, 44:46, 44:57, 50:60, 59:66, 66:71, 66:78, 68:85, 79:92. Grindavík: Blanca Lutley 25/9 fráköst, Pál- ína Gunnlaugsdóttir 17, María Ben Er- lingsdóttir 16/6 fráköst, Helga Rut Hall- grímsdóttir 10/10 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4/9 fráköst, Ingibjörg Jak- obsdóttir 3/9 stoðsendingar, Katrín Ösp Eyberg 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2. Hamar: Di’Amber Johnson 31/11 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmunds- dóttir 22/7 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 19, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/13 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 4, Sóley Guð- geirsdóttir 4/4 fráköst, Katrín Eik Össurar- dóttir 3/8 fráköst. Snæfell – KR 67:65 Stykkishólmur, Dominos-deild kvenna: Gangur leiksins: 3:0, 8:2, 10:7, 16:11, 22:11, 25:13, 34:20, 37:25, 43:29, 45:36, 49:40, 49:40, 56:44, 58:52, 62:56, 67:65. Snæfell: Chynna Unique Brown 24/9 frá- köst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 9/12 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/7 fráköst, Hug- rún Eva Valdimarsdóttir 2. KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/11 frá- köst/7 stolnir, Ebone Henry 17/13 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Björg Guðrún Ein- arsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 5, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2/5 fráköst. Haukar – Valur 69:91 Schenkerhöllin, Dominos-deild kvenna: Gangur leiksins: 7:4, 11:9, 16:21, 21:26, 30:30, 35:35, 42:43, 44:45, 48:51, 52:53, 56:59, 60:68, 62:76, 62:82, 64:87, 69:91. Haukar: Lele Hardy 21/16 fráköst/5 stoð- sendingar/5 stolnir, Lovísa Björt Henn- ingsdóttir 14/6 fráköst/5 varin skot, Gunn- hildur Gunnarsdóttir 10/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/4 frák., Dagbjört Sam- úelsdóttir 5, Jóhanna Sveinsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2. Valur: Anna Alys Martin 36/6 fráköst, Guð- björg Sverrisdóttir 13/5 fráköst/7 stoðsend- ingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/9 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 9, Hallveig Jónsdóttir 9/4 fráköst/5 stolnir, Rut Her- ner Konráðsdóttir 5/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 3, María Björnsdóttir 2/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 1. Staðan: Snæfell 19 16 3 1507:1239 32 Haukar 19 13 6 1493:1327 26 Keflavík 19 13 6 1399:1372 26 Valur 19 9 10 1369:1326 18 KR 19 7 12 1295:1341 14 Hamar 19 7 12 1327:1389 14 Grindavík 19 6 13 1314:1483 12 Njarðvík 19 5 14 1233:1460 10 NBA-deildin Brooklyn – Orlando............................ 101:90 Miami – Boston..................................... 93:86 New Orleans – Sacramento............... 97:114 Oklahoma City – Portland................. 105:97 Utah – Minnesota ............................... 97:112 KÖRFUBOLTI Spánverjar gulltryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í fyrsta leiknum í Herning í gær þeg- ar þeir unnu auðveldan sigur á Makedóníu, 33:22. Vonir Íslands um að skáka Spánverjum og fara í fjög- urra liða úrslit voru bundnar við að Makedóníu tækist að vinna en það var aldrei í spilunum, þó staðan væri reyndar jöfn langt frameftir fyrri hálfleik. Spánverjar stungu af í seinni hálfleik og ekki bætti úr skák að stórskyttan Kiril Lazarov lék ekki með Makedóníu vegna nárameiðsla. Joan Canellas skoraði 6 mörk fyr- ir Spánverja og Víctor Tomás 5 en þeir mæta Frökk- um á morgun. Patrekur Jó- hannesson og austurrískir læri- sveinar hans fögn- uðu sætum sigri á Ungverjum, 25:24, og þar með var ljóst að ungverska liðið gæti ekki ógnað því íslenska í þriðja sæti riðilsins. Austurríki komst þó ekki úr neðsta sæti milli- riðilsins en hafnaði í 11. sæti keppn- innar. vs@mbl.is Auðvelt hjá Spánverjum Joan Canellas

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.