Morgunblaðið - 21.02.2014, Page 11

Morgunblaðið - 21.02.2014, Page 11
Morgunblaðið/Heiddi verður hægt að setja þennan nýja tengil inn í rafrænu námsbókina sem til er,“ segir Heiðar og bætir við að danskur útgefandi rafræns námsefnis segi að gagnlegum ábendingum hafi fjölgað mjög mikið, því nú geti nemendur og kennarar haft bein gagnvirk sam- skipti í gegnum rafrænu veit- urnar. Bæði rafrænt og prentað Hann segir að til að byrja með verði þetta væntanlega sam- hliða, kennslubækur í rafrænu formi en einnig í prentuðu formi. „Mín trú er sú að útgáfa á pappír leggist ekki alfarið af í námsefni fyrir framhaldsskólana, ég sé fyrir mér að handbækur og grunn- uppflettirit í iðnnámi verði áfram gefin út á pappír. Formúlur fyrir rafiðnað eru til dæmis biblía sem fólk vill hafa við hendina í vinnunni og fletta upp í. En við þurfum að hefja rafbókaútgáfuna til að finna út hvað hentar best að gefa út rafrænt og hvað stendur eftir sem við þurfum að prenta.“ Hefur runnið sitt skeið á enda Iðnú og Iðnmennt er stærsti einstaki útgefandi kennsluefnis í iðnnámi og tækninámi en Heiðar segir að hún borgi sig engan veg- inn lengur, útgáfa á prentuðum námsbókum fyrir framhalds- skólana. „Við störfum á frjálsum markaði og þessi markaður hefur runnið sitt skeið á enda. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að nem- endur hafi skipti á bókum, það er hið besta mál, en áherslan á skiptibækur á skólabókamörk- uðum á haustin er of mikil. Þeir sem selja skólabækur hafa meiri hagnað af því að selja notaðar bækur en nýjar bækur. Ég eyði kannski tveimur árum í að skrifa og þróa námsbók, hún selst vel fyrsta árið en allt of lítið árin eftir það.“ Nemendur þurfa að vera sítengdir og þeir geta sótt námsefnið í símann sinn, i-padinn eða tölvuna. Skólarnir þurfa að veita aðgang að þráðlausu neti. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Í dag verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í Hug- myndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Listakonan Berglind Jóna Hlynsdóttir býður krökkum að taka þátt í fjörlegri heimspekismiðju í tengslum við yfir- standandi sýningu á verkum eftir finnska listamanninn Harro, en hann hefur tekið vörumerki þekktra fyrir- tækja og snúið út úr þeim á skopleg- an hátt. Farið verður í stutta leiðsögn um sýningu Harros og sjónum beint að völdum verkum og að lokum verð- ur smiðja þar sem þátttakendur fá að gera sínar eigin tilraunir. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 8-12 ára en foreldrum er velkomið að taka þátt. Tilvalið í vetr- arfríi barnanna að fara saman. Nám- skeiðið stendur frá kl. 13-16, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Vefsíða listasafnreykjavikur.is List Verk eftir listamanninn Harro. Leikið að „lógóum“ Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ég ólst upp í norrænu vel-ferðinni með öllu semhenni tilheyrir. Ekki þóttinægja í uppeldi mínu að ég fengi aðeins að kynnast íslenskri útgáfu hennar heldur flutti fjöl- skyldan til Noregs þar sem ég drakk í mig öll grunngildi norræna realism- ans. Í Noregi hefur hógværð alltaf verið dyggð, það skiptir engu máli hvort þú skarar fram úr í einhverju, þú skalt aldrei dirfast að halda því fram að þú sért betri en aðrar mann- eskjur. Þetta sjónarmið endurspegl- aðist einstaklega vel í fyrirmyndum norskra barna og unglinga hér á ár- um áður. Þegar ég var að alast upp voru Bjørn Dæhlie og Bente Skari þjóðarhetjur miklar. Dæhlie var rauðhærður gönguskíðagarpur sem ólst upp djúpt inni í norsku skóg- unum líkt og Skari. Þau voru al- gjörlega laus við allan hroka bæði tvö. Þau höfðu komist á þann stall sem þau voru á með gríðarlegri vinnu var manni alltaf sagt. Eitt sinn þegar Dæhlie, eftir að hafa gengið gjörsamlega frá öllum keppinautum sínum, gekk afturábak yfir marklínuna varð öll norska þjóðin vitlaus! Þvílíkur hroki! Enda gerði hann slíkt aldr- ei framar. Já, Bjørn Dæhl- ie var hetjan mín, þótt hann hafi aldrei lifað neinu stórstjörnu- líferni. Það er því gam- an að fylgjast með þeirri breytingu sem á sér stað í norrænum íþróttum. Skær- asta göngu- skíðastjarna Norð- manna, Petter Nor- thug, er kvenna- gull sem elskar sviðsljósið og nýtir hvert tækifæri til að niður- lægja andstæðingana á milli þess sem hann spilar póker af miklum móð. Ég fékk góða staðfest- ingu á ímynd hans um árið þegar norskur félagi minn sendi mér snap- chatvídeó af honum að reyna við stelpu á ónefndu öldurhúsi í Þránd- heimi. En það skemmtilega er að það elska allir að hata hann, því hann kann þá list að stíga upp á ögur- stundu og landa gullmedalíu fyrir skíða-óða Norðmenn. Svíar gengu í gegnum svipaða reynslu þegar knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic steig fyrst fram á sjónarsviðið. Hrokafullur með ein- dæmum heillaði hann sænsku þjóðina á annan hátt en gömlu leiðinlegu skíðagarp- arnir Sixten Jernberg og Gunde Svan og hefur hann margoft reynst þeim mikill bjargvættur. Ég fagna þess- um fjölbreytileika sem lífgar upp á íþróttir. Sjálfur reyni ég alltaf að líkjast Petter Northug. Það er hins vegar ansi erfitt að vera hrokafullur á gönguskíðum á Íslandi þegar maður berst við veðurguðina í Blá- fjöllum í kolniða- myrkri og 20 vind- stigum. Þá væri kannski betra að vera bara hógvær eins og Bjørn Dæhlie. »Það er ansi erfitt aðvera hrokafullur á gönguskíðum á Íslandi þeg- ar maður berst við veður- guðina í Bláfjöllum. Heimur Björns Más Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Á morgun, laugar- dag, ætla Mús- pellsynir og Postartica að spila á Fjórum fjórðu-tónleikaröð Hins hússins. Tón- leikarnir byrja kl. 15 og er frítt inn. Múspellsynir spila drungapopp og tóku þátt í Músíktilraunum 2013 en Postartica tók þátt í Músíktilraunum 2011. Einnig opnar Rannveig Lind Bjargardóttir sína fyrstu myndlistar- sýningu í Gallerí Tukt, Hinu húsinu, á morgun kl. 16. Sýningin ber nafnið „Kátína“ og er henni ætlað að gleðja augu sýningargesta með litadýrð og fígúrum. Tónleikar og fígúrur Drungapopp í Hinu húsinu 2011 Postartica. Friðrik Árnason, íslenskur zumba- kennari búsettur í Svíþjóð, og sam- starfskona hans, Amina El Mallah, eru á Íslandi þessa dagana og þau ætla að bjóða Íslendingum upp á frumsýningu á nýja „conceptinu“ sínu sem heitir ARABIAN NIGTHS. Það hefst á morgun, laugardag, kl. 13 í World Class í Laugum. Tíminn þeirra er öllum opinn og stendur í 90 mín- útur. Friðrik er Íslendingum vel kunn- ur úr samkvæmisdansinum en eftir að hann hætti á þeim vettvangi fór hann í háskólanám til Mílanó á Ítalíu og lauk þaðan prófi og starfaði lengi vel sem listrænn stjórnandi og stíl- isti. Haustið 2012 tók hann zumba- kennararéttindi og byrjaði að kenna zumba hér á Íslandi og síðan í Stokk- hólmi. Nú starfar Friðrik við zumba- kennslu út um allan heim. Arabian Nigths Opinn zumba- tími á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.