Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ÍÞRÓTTIR Handbolti Haukar voru ekki í vandræðum með Akureyri og eru áfram með fimm stiga forystu. Sturla tryggði ÍR sigur á FH úr vítakasti í lokin. Eyjamenn í öðru sæti eftir sigur í Safamýri. 2-3 Íþróttir mbl.is KR-ingar leika til úrslita á Reykja- víkurmóti karla í knattspyrnu sjötta árið í röð næsta mánudags- kvöld. Þeir sigruðu Fylki, 3:1, í undanúrslitum í Egilshöllinni í gær- kvöld en fyrr um kvöldið hafði Fram sigrað Val, líka 3:1, og verður því mótherji Íslandsmeistaranna í úrslitaleiknum. KR-ingar hafa samt ekki riðið feitum hesti frá þessum úrslita- leikjum þrjú undanfarin ár. Eftir að hafa unnið mótið bæði 2009 og 2010 hafa þeir tapað þremur úr- slitaleikjum í röð og fengu mikinn skell gegn Frömurum, 5:0, fyrir tveimur árum. Þá skoraði Steven Lennon öll fimm mörk Framara. Ári áður hafði KR tapað 0:1 fyrir Val og í fyrra töpuðu KR-ingar óvænt, 2:3, fyrir Leikni í úrslita- leiknum. Davíð Einarsson kom Fylki yfir gegn KR með glæsilegu skoti eftir hálftíma leik. Þorsteinn Már Ragn- arsson jafnaði um miðjan síðari hálfleik, Almarr Ormarsson kom KR í 2:1 þegar hann átti hörkuskot upp í markvinkilinn og Þorsteinn innsiglaði sigurinn með skallamarki í uppbótartíma. Framarar voru líka lengi 0:1 undir gegn Val eftir að Bjarni Ólaf- ur Eiríksson skoraði snemma leiks. Með þremur mörkum á síðustu átta mínútunum tryggðu Framarar sér hinsvegar réttinn til að spila úr- slitaleikinn. Alexander Már Þor- láksson, Aron Þórður Albertsson og Aron Bjarnason skoruðu mörk- in. vs@mbl.is Enn kemst KR í úrslit  KR-ingar leika til úrslita á Reykjavíkurmótinu sjötta árið í röð  Hafa tapað þrisvar í röð  Mæta Fram sem lagði Val Morgunblaðið/Golli Tvenna Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði tvívegis fyrir KR í gær. 7. febrúar 1964 Árni Sigurðsson kemst áfram í svigkeppni vetrarólympíuleik- anna í Innsbruck í Austurríki, einn þriggja íslenskra keppenda í alpa- greinum á leik- unum. Hann hafnar síðan í 39. sæti í úr- slitunum en 96 kepptu í greininni. Auk Árna kepptu Kristinn Benediktsson og Jóhann Vilbergsson í alpagrein- um og þeir Þórhallur Sveinsson og Birgir Guðlaugsson í skíða- göngu í Innsbruck. 7. febrúar 1976 Íslenska karlalandsliðið í körfu- bolta veitir ólympíulandsliði Bretlands harða keppni og tapar naumlega, 76:82, í vináttulands- leik í Laugardalshöllinni. Gunn- ar Þorvarðarson skorar 18 stig og þeir Jón Sigurðsson og Jónas Jóhannesson 12 stig hvor. Á ÞESSUM DEGI Íslenski hópurinn var í gær boðinn velkominn á vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi með sérstakri móttökuhátíð í ólympíuþorpinu en leik- arnir verða formlega settir í dag. Sævar Birgis- son keppir fyrstur Íslendinganna á þriðjudaginn kemur, í skíðagöngu. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru við- stödd, sem og forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og eiginkona hans, Soffía Ófeigsdóttir. Andri Stef- ánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins, færði Svetlönu Zhurovu, borgarstjóra ólympíu- þorpsins og gullverðlaunahafa á Ólympíuleikum, að gjöf stein úr íslenskri náttúru, í glerramma. Hópurinn stillti sér upp ásamt Zhurovu fyrir framan ólympíuhringina í þorpinu. Ljósmynd/ÍSÍ Boðin velkomin í ólympíuþorpið í Sotsjí HK verður á komandi keppn- istímabili fyrsta íslenska knatt- spyrnuliðið í efri deildum sem leik- ur heimaleiki sína að staðaldri innanhúss. Kópavogsfélagið, sem leikur í 1. deildinni í sumar eftir að hafa unnið 2. deildina á síðasta ári, mun leika heimaleikina í knatt- spyrnuhúsinu Kórnum en til þessa hafa heimaleikir félagsins yfirleitt verið leiknir á Kópavogsvelli, eða á grasvöllunum í Fagralundi. „Við lítum ekki á Kópavogsvöll sem okkar heimavöll lengur, enda hættum við að spila þar um mitt síð- asta tímabil. Grasvellirnir okkar í Fagralundi og við Kórinn duga ekki í 1. deildinni þannig að við höf- um sótt formlega um það til KSÍ að Kórinn verði okkar heimavöllur,“ sagði Sigurjón Sigurðsson, formað- ur HK, við Morgunblaðið í gær. vs@mbl.is HK spilar innanhúss Jón Arnór Stef- ánsson og sam- herjar í Zara- goza mæta stórveldinu Real Madríd í undan- úrslitum spænsku bik- arkeppninnar í körfuknattleik á morgun. Jón Arnór skoraði 3 stig þegar Zaragoza sigraði heima- menn í Unicaja Málaga, 79:74, í átta liða úrslitum í gærkvöld en átta lið spila um bikarinn á fjórum dögum í Málaga. vs@mbl.is Jón Arnór í undanúrslitin Jón Arnór Stefánsson Kolbeinn Sig- þórsson tryggði Ajax sigur á Groningen, 2:1, í hollensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær- kvöld. Kolbeinn kom inná sem varamaður á 66. mínútu og skor- aði sigurmarkið þegar sjö mínútur voru til leiksloka með góðum skalla. Þetta var áttunda mark Kolbeins í 18 leikjum í deildinni í vetur og hann er markahæsti leikmaður Ajax. Með sigrinum náðu meistararnir fjögurra stiga forystu á Vitesse á toppi deild- arinnar en Vitesse á þó leik til góða. vs@mbl.is Kolbeinn með sigur- mark Ajax Kolbeinn Sigþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Íþróttir (07.02.2014)
https://timarit.is/issue/372985

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Íþróttir (07.02.2014)

Aðgerðir: