Morgunblaðið - 07.02.2014, Page 4

Morgunblaðið - 07.02.2014, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað, föstudaginn 21. febrúar, tileinkað ÍMARK deginum. Í blaðinu verður fjallað um íslenska markaðsdaginn sem verður haldinn þann sama dag. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍMARK íslenski markaðsdagurinn SKÍÐI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mér er farið að líða betur. Ég er með mun minni verki núna. En ég get ekkert sagt um það ennþá hvort ég mun keppa aftur eða hvort ferlinum er lokið, þetta er svo nýskeð,“ sagði skíðakonan María Guðmundsdóttir. Allt útlit er fyrir að hún hafi slitið krossband í hné öðru sinni á ferlinum þegar hún meiddist í stórsvigskeppni í Þýskalandi á mánudaginn. Meiðslin þýða að þessi tvítuga skíðakona, sú besta hérlendis á síð- asta ári, missir af tækifærinu til að keppa í fyrsta sinn á Vetrarólymp- íuleikum en þeir verða settir í Sotsjí í dag. Áfallið er ekki minna í ljósi þess að María hafði náð sér gríðarlega vel á strik á skömmum tíma síðan hún sleit krossband á landsmóti vorið 2012. „Þetta var mjög leiðinlegt, svona rétt fyrir Ólympíuleika sem eru auðvitað stærsti draumur allra. Ég var í raun á leiðinni til Sotsjí en svo gerðist þetta tveimur dögum fyrir flugið þangað. Það er áfall út af fyrir sig að meiðast svona alvar- lega, og hvað þá á þessum tíma. Ég held að það sé alveg eðlilegt að vera núna svekktur í smátíma,“ sagði María sem hefur lítinn áhuga á að vita nákvæmlega hvernig hún meiddist. Vill ekki horfa á slysið „Ég man ekki sjálf hvað gerðist, það er eins og ég hafi dottið út. Þjálfarinn hefur útskýrt þetta eitt- hvað fyrir mér og á atvikið á myndbandi en mig langar ekkert til að sjá það. Ég skaust einhvern veginn aftur á skíðin og upp í loft- ið, en veit ekki meira,“ sagði María. „Ég fann strax að eitthvað var ekki eins og það átti að vera enda fann ég mjög mikið til í hnénu. Ég hugsaði ekkert um Ólympíuleikana fyrr en ég var á leiðinni niður brekkuna í börunum – þá fór mað- ur að velta aðeins fyrir sér hvað þetta er líka óheppilegur tími og ekki alveg það sem maður á skilið. Ég er ekki búin að leggja neitt smáræði á mig síðan ég meiddist síðast þannig að þetta er frekar ósanngjarnt,“ sagði María. Ef um krossbandsslit er að ræða, eins og allt bendir til, þarf hún að hvíla sig í mánuð áður en hún fer í aðgerð, og eftir sjö mánuði ætti hún í fyrsta lagi að geta skíðað aftur. Eins og fyrr segir gæti þó allt eins verið að ferlinum sé lokið. „Það gekk vel síðast að koma til- baka, sérstaklega því það eru ekki allir sem ná sér aftur á strik eftir svona meiðsli. En það er spurning hvernig þetta verður þegar svona gerist aftur,“ sagði María. Systirin hætti 21 árs Systir hennar, Íris, keppti á Vetrarólympíuleikunum í Vancou- ver en varð svo að leggja skíðin á hilluna vegna meiðsla, aðeins 21 árs gömul. Hún hefur reynst systur sinni vel eftir áfallið á mánudaginn. „Hún var svolítið mikið í meiðslum líka en sleit þó aldrei krossband. Hún bakbrotnaði einu sinni og sleit liðband einu sinni, og eitthvað fleira. Hún er búin að vera mjög hjálpleg. Ég talaði við hana í gær og hún er auðvitað rosalega leið yfir þessu eins og ég og allir aðrir. En þetta er bara búið að gerast og maður getur ekki spólað tilbaka, þannig að maður verður bara að reyna að vera smájákvæð- ur, þó það sé erfitt. Það kemur kannski með tímanum,“ sagði María sem þarf að gera sér að góðu að fylgjast með ÓL í Sotsjí í sjónvarpinu heima hjá sér í bænum Kongsberg í Noregi. Ligg og horfi á leikana „Núna ligg ég bara í sófanum og er einmitt að horfa á leikana. Mað- ur getur lítið annað gert þegar maður er svona á hækjum,“ sagði María. Hún mun fylgjast með ís- lensku keppendunum, þar á meðal vinkonu sinni Erlu Ásgeirsdóttur sem tók hennar stað í hópnum, þrátt fyrir að það eflaust ekki verið auðvelt. „Ég held það nú. Ég vil nátt- úrlega bara hvetja þau áfram og reyna að vera ánægð fyrir þeirra hönd þó að það sé skrýtið og erfitt að vita til þess að maður átti að vera þarna sjálfur.“ Fær hjálp frá Írisi systur eftir áfallið í Þýskalandi  María segir það verða skrýtið og erfitt að horfa á landa sína keppa á Vetraról- ympíuleikunum sem hún „átti“ að keppa á  Tvítug en ferlinum gæti verið lokið Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Slasaðist María Guðmundsdóttir varð fyrir slæmum meiðslum í annað sinn á tæplega tveimur árum og missti af því að fara á vetrarólympíuleikana. Morgunblaðið/Eggert Hætti Íris Guðmundsdóttir barðist við meiðsli og hætti snemma. Um þetta leyti fyrir 66 árum voru fyrstu keppendur Íslands á vetrarólympíuleikum staddir í svissneska bænum St. Moritz en þar voru fyrstu leikar eftir síðari heimsstyrjöldina haldnir árið 1948. Það var ekkert smáræðis fyrirtæki að senda þangað fjóra keppendur, einn fararstjóra og einn þjálfara, auk þess að sér- stakur kvikmyndatökumaður fylgdi hópnum. Myndir sem sá tökumaður, Árni Stefánsson, tók voru ein- mitt sýndar í upphitunarþætti á RÚV fyrr í þessari viku. Þar sáum við m.a. Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði í skíðastökki, grein sem Íslendingar hafa því miður lítið lagt fyrir sig á síðari árum. Hinir voru Magnús Brynjólfsson, Guðmundur Guðmundsson og Þórir Jónsson sem kepptu í svigi og bruni. Upphaflega áttu tíu manns að fara til St. Moritz en eins og rifjað er upp í bók Gísla Halldórs- sonar, Íslendingar á Ólympíu- leikum, var afar erfitt að fá gjald- eyri á þessum árum, sökum innflutningshafta. Ólympíu- nefndin þurfti að standa í miklu stappi við Viðskiptanefnd til að fá gjaldeyrisleyfi fyrir hópinn. Hún fékk fyrst synjun en fékk sitt fram að lokum og í lok nóvember var loksins hægt að tilkynna þátttöku fjögurra íslenskra kepp- enda í leikunum. Tafir á flugi urðu til þess að Íslendingarnir komu ellefu dög- um síðar til Sviss en áætlað var og fengu því aðeins 10 daga til undirbúnings í stað þriggja vikna eins og áætlað var. Þetta er að vonum allt ein- faldara í sniðum í dag. Kepp- endafjöldi Íslands er þó svipaður en fylgdarlið öllu fjölmennara en árið 1948. Vonandi tekst þeim að sýna sínar bestu hliðar í Sotsjí. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.