Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 08.02.2014, Síða 4

Barnablaðið - 08.02.2014, Síða 4
BARNABLAÐIÐ4 2 3 2 2 1 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 3 Vissir þú ...að ... ... fyrir vetrarólympíuleikana, sem fara núna fram í Sochi í Rússlandi, er búið að steypa um 1.300 verðlaunapeninga? ... fyrstu vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Frakklandi árið 1924? ... sextán þjóðir tóku þar þátt? Alls kepptu 285 keppendur, þar af 11 konur. ... fram til 1992 voru vetrar- og sumarólympíuleikar alltaf sama ár, á fjög- urra ára fresti? Í dag eru hins vegar alltaf sumar- eða vetrarólympíuleikar til skiptis, annað hvert ár. ... staðsetning Ólympíuleika er alltaf ákveðin langt fram í tímann? Næstu sumarleikar fara t.d. fram í Ríó árið 2016 og vetrarleikar í Suður-Kóreu árið 2018 (þar á eftir er búið að velja Tókýó fyrir sumarleikana árið 2020). ... Noregur hefur unnið allra þjóða flest verðlaun á vetrarólympíuleikunum - 313 verðlaun? ... aðeinu sinni hefur íþróttamaður unnið til verðlauna bæði á sumar- og vetrarólympíuleikum sama árið? Það var hin austur-þýska Christa Luding-Rothen- burger, sem vann medalíur fyrir skautahlaup og hjólreiðar árið 1988. ... árið 1988 keppti lið frá eyjunni Jamaíku í fyrsta sinn í sleðakeppni á vetrarlympíuleikun- um? Þrátt fyrir að þurfa að fá lánaðan keppn- issleða og enda á því að lenda í árekstri, þóttu liðsmennirnir fjórir sýna mikinn dug og áræði með því að taka þátt - enda heimkynni þeirra betur þekkt fyrir sól, sand og pálmatré! Lausn aftast Brandarar Steig 5 ára snjóbr xxx Benedikt Friðbjör loftinu þegar han var farinn að fara hann ver nánast setur markið hát brettaaðila fyrir fi dögunum en han ferð í Laax í Aust Benni í bretta- gallanum. Vinirnir Ásgeir og Hallur voru að tala saman. Ásgeir: Það var verið að segja mér að þegar maður fer í flugvél sé gott að nota tyggjó, þá fær maður síður hellu í eyrun. Hallur: Já, maður ætti kannski að prófa það næst. Eftir næstu flugferð Halls hittust vinirnir aftur. Ásgeir: Hvernig virkaði þetta? Hallur: Það virkaði vel - nema hvað þegar tyggjóið var komið í eyrun þá náði ég því ekki út aftur...!! Í dýrabúðinni: Viðskiptavinur: „Mér líst vel á þennan hund, en eru lappirnar ekki heldur stuttar?“ Afgreiðslumaðurinn: „Stuttar! Hvað meinarðu, maður - þær ná alveg niður á gólf!!“ Hún: Ertu ánægður með nýja hundinn þinn? Hann: Já mjög, hann sækir til dæmis alltaf blaðið fyrir mig. Hún: En eru ekki margir hundar sem gera það? Hann: Jú, jú, en ég er ekki áskrifandi!! Það lá vel á Tryggva tómati eitt sinn og hann söng hástöfum; „Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér...“ Allt í einu kom bíll sem ók rakleiðis yfir Tryggva - og skildi vélina eftir. Þá heyrðist frá Tryggva; „Nú liggur vél á mér, nú liggur vél á mér...!! “ Lj ós m yn d: Sk ap ti H al lg rím ss on

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.