Barnablaðið

Hovedpublikation:

Barnablaðið - 08.02.2014, Side 7

Barnablaðið - 08.02.2014, Side 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn Hjálpaðu Eddu að finna leiðina til Hafsteins og Þrastar, svo að þau geti rennt sér saman. Fuglar í eggi Hér eru nokkrir ungar. Hverjir þeirra haldið þið að kæmust fyrir í egginu til hliðar, án þess að skaga einhvers staðar út fyrir línur þess? Lausn aftast. Væru öll dagblöð, sem koma út á einum degi á jörðinni, lögð saman í einn bunka væri sá himinhár. Hann væri meira að segja hærri en fjallið Mont Blanc, hið hæsta í Evrópu, sem er 4.810 metra hátt!! Blaðafjall Í hvaða fjalli? Steinar er mjög klár á snjóbretti. Sérð þú í hvaða fjalli hann hefur gaman af því að renna sér hér? S K Á LA F E L L Völundarhús Origami Ólympíuhringir Ólympíuhringirnir fimm, á hvítum fleti, eru eitt þekktasta merki í heimi. Litirnir sex, að þeim hvíta meðtöldum, eiga m.a. að tákna fána allra landa á jörðinni - enda eiga leikarnir að vera samkoma og keppni bestu íþróttamanna heims, hvaðan svo sem þeir koma og hvernig svo sem bakgrunnur þeirra er. Þú getur auðveldlega föndrað þitt Ólympíumerki. Það sem þarf er: 6 x ferköntuð blöð (jöfn á allar hliðar), eitt í hverjum ólympíulitanna (þ.e. gult, rautt, grænt, blátt, svart og hvítt. Líka má lita hvít blöð, þá báðum megin) Skæri Límstifti eða límband Aðferð: 1. Byrjið á að brjóta bláa blaðið saman í fernt og takið aftur í sundur. Klippið eftir miðjulínunni í tvo helminga. 2. Brjótið næst hvorn helming saman í þrennt - þannig að liturinn snúi út báðum megin og þeir myndi tvær langar, mjóar, holar ræmur. 3. Brjótið varlega báða enda inn á við, þan- nig að þeir snúi niður, eins og myndin sýnir. Gerið eins við hinn renninginn. 4. Sameinið helmingana tvo núna, með því að renna endum annars þeirra inn í opnu endana á hinum. Setjið smá-lím inn í samskeytin svo að „hringurinn“ haldist vel saman. 5. Endurtakið með næsta lit. Áður en þið tengið helmingana tvo saman, látið annan þeirra fara í gegnum fyrsta hringinn. Þannig „lykkjast“ hringirnir saman. 6. Þegar allir hringirnir eru tilbúnir og lyk- kjaðir saman má líma þá á hvítan pappír - þá er merki leikanna komið!

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.