Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 1

Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  71. tölublað  102. árgangur  HJÁLPAR STIRÐUM ÍSLENDINGUM VANN FYRSTU KEPPNI FÓTBROTINN HÁVAÐI ÝTIR UNDIR VAN- LÍÐAN BARNA BÍLAR VILL MÆLINGAR 12DONG QING GUAN 10 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Einstaklingum sem leituðu til bráðamóttöku geð- sviðs Landspítalans fjölgaði um 13,5% fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Fimmtán manns leita þangað á dag að meðaltali. Bráðamóttakan er hins vegar aðeins opin virka daga frá 12-19 og 13-17 um helgar og aðra frídaga. Þegar hún er lokuð þarf fólk að leita til almennu bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem kalla þarf til geðlækni á bakvakt. Þangað leita að meðaltali einn til fjórir einstaklingar á dag. „Það er ekki við- unandi að það sé læknir á bakvakt sem sinni fár- veikum einstaklingum. Öðru máli gegnir ef fólk t.d. handleggsbrýtur sig, þá fær það læknisaðstoð samstundis. Þeir sem glíma við geðsjúkdóma eiga rétt á sambærilegri þjónustu,“ segir Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir geðlækninga, segist lengi hafa viljað hafa geðteymi á almennri bráðaþjónustu og best væri að hafa eina bráða- þjónustu fyrir allan spítalann. Sjúklingum sem leiti í Fossvoginn sé þó vel sinnt. »6 Aukið álag á bráðageðdeild  Kalla þarf út geðlækni á bakvakt utan afgreiðslutíma á bráðamóttöku geðsviðs Geðdeild Bráðamóttaka geðsviðs var opin tölu- vert lengur fyrir hrun, eða til kl. 23 virka daga. Morgunblaðið/Kristinn Ómar Friðriksson Kjartan Kjartansson Stéttarfélög kennara á öllum skóla- stigum hafa sett fram kröfur um mikla leiðréttingu launa en viðsemj- endur þeirra hafa ekki viljað fallast á þær kröfur. Fyrir vikið ríkir óvissa um nám og störf þriðjungs allrar þjóðarinnar, nemenda og kennara. Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í rúma viku og ekki bólar enn á samningi. Félag háskóla- kennara við Háskóla Íslands hefur boðað til verkfalls á prófatíma sem myndi raska högum háskólanema verulega. Þá er útlitið dökkt í deilu grunn- skólakennara og ríkisins en henni hefur verið vísað til ríkissáttasemj- ara. Kröfur þeirra þýða að laun þeirra þyrftu að hækka um 25-30% á samningstímanum. Kjarasamningur leikskólakennara rennur út 30. apríl. Haraldur F. Gíslason, formaður félags þeirra, segir þörf á „stórum leiðréttingum“. „Það er alveg ljóst að leikskólakenn- arar munu ekkert sætta sig við minna en aðrar kennarastéttir.“ Þó að viðræðum framhaldsskóla- kennara og stjórnenda við sveitar- félögin hafi miðað eitthvað í gær þá sést enn ekki til lands með kjara- samning, að sögn Aðalheiðar Stein- grímsdóttur, formanns samninga- nefndar Félags framhaldsskóla- kennara. Líkur eru á að reynt verði að gera samning til tveggja og hálfs árs. Deiluaðilar funduðu fram eftir kvöldi í gær og ætla þeir að funda áfram í dag. Mikil röskun og óvissa  Flóknar kjaraviðræður á öllum skólastigum þar sem mikið ber í milli  Snertir yfir 100 þúsund nemendur  Nokkuð miðaði hjá framhaldsskólakennurum og ríkinu Sáttatilraunir » Verkfall í HÍ myndi setja sumarvinnu, námslán og fram- haldsnám stúdenta í uppnám. » Samninganefndir fram- haldsskólakennara og ríkisins ræða nú möguleika á samningi til tveggja og hálfs árs. » Fulltrúar leikskólakennara hitta viðsemjendur í dag. MÖll skólastig í skugga... »4  Líklegt er að ríkið verði af hundruðum milljóna ár hvert í sköttum vegna húsnæðis sem ólög- lega er leigt tímabundið erlendum ferðamönnum, að sögn heimildar- manna. Margir leigja ferðamönnum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi og sumir gefa ekkert upp. Starfsmenn ríkisskattstjóra hafa gert vettvangsrannsóknir til að hindra skattsvik í gistiþjónustu. Þeir hafa þó lítið í höndunum fyrr en skattaskýrslur berast. En bent er á að þeir geti kannað kreditkortafærslur og séð hvort húsnæði er í reynd leigt út með reglubundnum og skipulögðum hætti án leyfis. »18 Morgunblaðið/Eggert Laugavegur „Hvar ætli við getum gist?“ Sumir gefa ekkert upp til skatts  Tekjutap Landsvirkjunar vegna skerðinga í vetur hleypur á hundr- uðum milljóna króna. Vatnsbúskap- urinn hefur verið með verra móti síðustu vikur og segir Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, að tapið geti aukist frekar. Þetta ár geti þó orðið viðunandi vatnsár fyr- ir Landsvirkjun. Forsendur geti breyst hratt, fari veður hlýnandi næstu vikur þannig að snjór bráðni. Þórisvatn gæti tæmst í apríl og hefur það áhrif á sex virkjanir. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra segir orkuskort hamla uppbyggingu. »2 Tap Landsvirkjunar gæti orðið meira Morgunblaðið/Golli  Embætti rík- isskattstjóra (RSK) hefur krafið fjölmiðla- samsteypuna 365 um að greiða endurálagningu skatts vegna öf- ugs samruna 2008 að fjárhæð 229 milljónir króna. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að gert sé ráð fyrir því að kæra úr- skurð ríkisskattstjóra til yfir- skattanefndar. „Við erum ósam- mála þessari niðurstöðu og teljum okkur eiga góða möguleika á að fá þetta leiðrétt.“ hordur@mbl.is »16 RSK krefur 365 um 229 milljónir króna Ari Edwald Þeir höfðu í nógu að snúast starfsmenn Köfunar- þjónustunnar þar sem þeir sinntu viðhaldi við flotbryggjuna í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Guð- bjartur Andrésson leit upp frá störfum en Eyjólf- ur Kristinn Jónsson sveiflaði hamri. Alexander Guðmundsson sneri baki í þá félaga. Morgunblaðið/Kristinn Brosað í bleytu á bryggjunni Unnið að viðhaldi flotbryggjunnar við Hafnarfjarðarhöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.