Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 12

Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Ágústi Sigurðssyni, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, barst til- kynning frá mennta- og menningar- málaráðuneytinu fyrir helgi um að ekki yrði af fyrirhuguðum breyt- ingum á starfsemi skólans. „Undanfarna mánuði hefur verið unnið að sameiningu Landbúnaðar- háskóla Íslands og Háskóla Íslands. Með þeim breytingum hefði fylgt mikil fagleg uppbygging og auknir fjármunir inn í rekstur starfsem- innar,“ segir Ágúst en hann segir skýringar sem hann hefur fengið á stefnubreytingunni vera andstöðu hagsmunaaðila. „Þingmenn Norðvesturkjördæmis með stuðningi sveitarstjórnar Borg- arbyggðar og forystu Bænda- samtaka Íslands leggjast alfarið gegn áætlunum um sameiningu skólanna.“ Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, segir það vera skýra stefnu Bænda- samtakanna, sem mörkuð hefur ver- ið á búnaðarþingi, að sjálfstæði skól- ans skuli tryggt. „Við teljum mikilvægt fyrir landbúnaðinn að hér séu öflugir sjálfstæðir skólar sem sinni menntun bænda og viljum að sjálfsögðu efla þá.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sameining Hætt var við sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnaðarhá- skóla Íslands en unnið hefur verið að sameiningunni í nokkra mánuði. Hagsmunasamtök stöðva hagræðingu Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það kom mér á óvart hversu lítið hávaði í um- hverfi barna hefur verið rannsakaður hér á landi,“ segir Harpa Hjartardóttir en hún skrifaði um há- vaða í umhverfi barna í BA-ritgerð sinni í uppeld- is- og menntunarfræði. Hún segir brýnt að rannsaka hávaða í umhverfi þeirra frekar til að auka skilning, því hávaði hefur ekki eingöngu áhrif á heyrn heldur einnig á líðan og þroska barnanna. Harpa vinnur sjálf í leikskóla. Hún segir að hægt sé að flokka hávaða gróflega niður í tvennt. Annars vegar séu það hljóð sem skapast þegar börnin eru að leik, eins og t.d. í kubbum, og hins vegar í börnunum sjálfum. „Það er ekki alltaf hægt að lækka í börnunum en við reynum að kenna þeim að nota ýmist innirödd og útirödd.“ Hún segir allan gang vera á því hvernig takist til hjá börnunum að tileinka sér þetta. Þá eru börn líkt og fullorðnir mishávær. Harpa segir þó mikla vitundarvakningu um há- vaða í umhverfi barna hafa orðið síðustu ár. Hægt sé að grípa til fjölmargra og tiltölulegra einfaldra aðgerða til þess að draga úr hávaða eins og að setja hljóðeinangrandi efni á veggi, tappa undir stóla og fleira í þeim dúr. Þá bendir hún einnig á að mikilvægt sé að vera með reglulegar hávaða- mælingar í leikskólum. Vinnueftirlitið sér um hávaðamælingar en ein- göngu til að meta hávaðaálag á starfsmenn. Há- vaðamælingar hafa verið gerðar í mörgum leik- skólum vítt og breitt um landið en alls ekki öllum. Því þurfa stjórnendur í leikskólum að vera með- vitaðir um hvaða áhrif hávaði hefur á leik- skólabörn. Á mörgum stöðum í leik- og grunn- skólum er tæki, svokallað eyra, sem nemur hljóð og verður rautt ef styrkur þess fer yfir ákveðin mörk. Ingibjörg Hinriksdóttir, læknir hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni, segir það vitað að mikill há- vaði hefur ýmis áhrif á bæði börn og fullorðna, t.d. á einbeitingu og getur valdið streitu og ýtt undir vanlíðan. Hún segir að hávaði geti haft áhrif á heyrnina en það fer eftir hversu mikill hávaðinn er og einn- ig í hversu langan tíma. Hún segir það þó sjald- gæft að hávaði í leikskólum sé það mikill að hann hafi varanleg áhrif á heyrn barna. Hún segir börn í verri stöðu en fullorðna þar sem þau eiga bæði erfiðara með að meta um- hverfi sitt og koma sér úr aðstæðum þar sem mikill hávaði er. Einnig eru börn minni og því hlustir þeirra styttri þannig að hljóðið dempast ekki eins mikið á leið sinni inn til innra eyrans og hjá fullorðnum. „Það er hlutverk okkar fullorðinna að verja börnin og kenna þeim að forðast heyrnar- skemmandi hávaða.“ Hún bendir á mikilvægi þess að draga úr hávaða ef þess er kostur. Hávaði í umhverfi barna lítið skoðaður  Börn þola hávaða verr en fullorðnir  Börn eiga erfiðara með að koma sér úr aðstæðum  Vill reglulegar hávaðamælingar í leikskólum  Ókyrrast í hávaða Morgunblaðið/Kristinn Eyra Þetta tæki nemur hljóð og verður rautt að lit þegar styrkur þess fer yfir tiltekin mörk. Það er notað til þess að bæta hljóðvist í umhverfi barna. „Eyrað hefur reynst mjög vel og börnin fylgjast vel með því. Þeg- ar það verður rautt þá benda þau hvert öðru á að tala lægra og lækka sjálf róminn um leið og við minnum þau á. Þá þykir þeim ekki leiðinlegt að standa við það og öskra þar til það verður rautt,“ segir Sólveig Ein- arsdóttir, leikskólastjóri í Vina- minni. Eyrað sem um ræðir verður rautt þegar hljóðið fer yfir ákveðinn styrk. Það hefur verið í skólanum síðustu 12 ár og gefið góða raun. Sól- veig segir að þau hafi verið meðvituð um að passa upp á hávaðann með því að lækka sjálf róminn. Um leið og það verða læti, ókyrr- ast börnin og tolla síður við verkefnin. Benda á rauða eyrað LEIKSKÓLASTJÓRI Sólveig Einarsdóttir HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Sóríasis og exem Græðikremið frá Önnu Rósu hefurvirkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir töluverða streitu og vinnuálag. – Kristleifur Daðason www.annarosa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.