Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 84. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Tók skarpa beygju, lækkaði flug 2. Vélin hrapaði - enginn lifði af 3. Óviðunandi að þjálfari sé sleginn 4. Leigan á aðra milljón á mánuði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bassa-barítóninn Bryn Terfel, einn dáðasti söngvari óperuheimsins, heldur einsöngstónleika á Listahátíð í vor. Þá kemur ört rísandi píanó- stjarna, hin georgíska Khatia Buniat- ishvili einnig fram á tónleikum, en hún lék í Hörpu í haust sem leið ásamt I, Culture Orchestra og vakti gríðarlega hrifningu þeirra sem sáu. AFP Klassískar stjörnur á leið á Listahátíð í maí  Hönnunarhá- tíðin Hönnunar- mars hefst á fimmtudaginn og verður fjöldi for- vitnilegra við- burða á dagskrá, m.a. gjörningur unninn af leir- listakonunum Guðnýju Hafsteinsdóttur og Unni Gröndal og Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni. Í honum munu tólf leirlistakonur úr Leirlistafélaginu berja, bleyta, hnoða og renna hálft tonn af leir í fjórar klukkustundir í Sjóminjasafninu Víkinni, 28. mars, frá kl. 13 til 17. Vinna með hálft tonn af leir í fjóra tíma  Flautuleikarinn Melkorka Ólafs- dóttir hefur starfað hér heima, í Jap- an og víðar, og hefur leikið með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og komið í þrígang fram með sveitinni sem ein- leikari. Hún er nú að ljúka viðskiptanámi í Edinborg og hefur ver- ið ráðin nýr verk- efnastjóri tónlistar í Hörpu. Flautuleikari verður verkefnastjóri Hörpu Á miðvikudag Sunnan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Á fimmtudag Suðvestanátt og él um landið vestanvert. Hægviðri austantil og rigning með köflum suðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Él með morgninum. Léttir til um landið aust- anvert þegar líður á morgundaginn. Hiti 0 til 4 stig. VEÐUR „Ég fann í haust að það var komið nóg af Danmörku í bili og þörf fyrir að takast á við eitthvað nýtt, nýja áskorun,“ segir Snorri Steinn Guð- jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem hefur samið við franska félagið Sé- lestat til tveggja ára. Snorri segir vistaskipti sín lið í því að halda áfram að gefa kost á sér í landsliðið og stefnir á Ólympíuleikana í Ríó 2016 með landsliðinu. »1 Snorri Steinn í raðir Sélestat „Eftir á að hyggja þá átti ég að ganga út af blaðamannfundinum. Ég er bara svo fastur í að skila mínu hlutverki,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, eftir við- skipti sín við Talant Dujshe- baev, þjálfara Kielce frá Póllandi, á sunnudag. »4 Guðmundur sér eftir því að hafa ekki gengið út Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi byrjaði með sigri á heimavelli í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í ís- hokkíi. Ísland lagði Tyrkland að velli í Skautahöllinni í Laugardal í gær- kvöld, 3:2. Leikmenn Íslands skoruðu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra að mæta á leikinn og sá Sigmundur íslenska liðið fagna sigri í fyrsta leik keppninnar. »1 Sigur í fyrsta leik hjá íslensku stelpunum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousieaeff tóku þátt í æfingum Björgunarhundasveitarinnar á Hólmavík á sunnudag ásamt hundinum sínum Sámi. Forsetahjónin tóku virkan þátt í æfingum sveitarinnar og var Dorrit grafin í fönn og hund- arnir látnir leita að henni. Sámur var ekki lengi að finna matmóður sína og grafa hana upp undir styrkri stjórn Ólafs Ragnars. Voru forsetahjónin komin vestur vegna heimsóknar til íbúa Hólma- víkur og nágrennis í gær. Dorrit er verndari Björgunarhundasveitar Landsbjargar og er Ólafur verndari samtakanna í heild. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir forsetahjónin vera mjög áhugasöm og liðtæk í starfinu. „Þau voru þarna stærstan hluta dagsins og tóku virkan þátt í æfingunum,“ segir Jónas. Dorrit og Sámur tóku formlega við starfi vernd- ara hundasveitarinnar í kvöldverðarboði sem haldið var þeim til heiðurs. Sámur ber nú stoltur merki Björgunarhundasveitar Íslands og er að sögn verðugur fulltrúi ferfætlinganna. Nú stendur yfir árlegt vetrarnámskeið hunda- sveitarinnar þar sem hundarnir eru þjálfaðir og metnir til leitar í snjóflóðum. 23 hundar eru á námskeiðinu en það er um helmingur allra leitar- hunda á landinu. Jónas segir Dorrit hafa verið duglega við að faðma hundana á milli stífra æf- inga. Leitareðli Sáms kom vel í ljós Sámur er ekki sérstaklega þjálfaður björgunar- hundur, en Jónas segir leitareðli hans hafa komið í ljós þegar Dorrit var grafin í fönn. „Þau eru víst mjög hænd hvort að öðru og hann hefur fundið lyktina af eiganda sínum og reynir þá auðvitað að finna hana.“ Hann segir þetta leitareðli vera það sem geri hunda að björgunarhundum. „Við erum að spila inn á þetta eðli en þjálfa þá í að leita að fólki þó að þetta sé ekki eigandinn sem þarf að finna. Hundarnir vilja nefnilega bara kom- ast til eiganda síns og fá faðmlag og nammimola og það er það sem við notum,“ segir Jónas. Forsetahjónin fóru síðan víða um á Hólmavík og nágrenni í gær. Hófu þau daginn í Grunn- og tónskóla Hólmavíkur. Einnig fóru þau í leikskól- ann, rækjuvinnslu Hólmadrangs, Þróunarsetrið, Orkubú Vestfjarða, Vegagerðina, Heilbrigðis- stofnunina og loks í Sauðfjársetrið á Ströndum. Sámur gróf Dorrit úr fönn Ljósmynd/Landsbjörg Björgunaræfing Dorrit Mousaieff forsetafrú ásamt Sámi og björgunarsveitarmanni á Hólmavík á æf- ingunni en Sámur var fljótur að finna frúna. Forsetahjónin heimsóttu síðan Hólmvíkinga í gær.  Forsetahjónin á Hólmavík á æfingu Björgunarhundasveitar Landsbjargar  Dorrit verndari sveitarinnar  Heimsóttu skóla og stofnanir þar vestra í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.