Morgunblaðið - 31.03.2014, Side 14

Morgunblaðið - 31.03.2014, Side 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2014 - snjallar lausnir 545 3200 wise.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag. Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fjölbreyttar lausnir á sviði fjármála, viðskiptagreindar, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk. Tugir þúsunda Taívana mótmæltu viðskipta- samningi stjórnvalda við Kína við forsetahöllina í Taipei í gær. Margir mótmælenda klæddust svörtum bolum og höfuðklútum með áletruninni „stöndum vörð um lýðræðið, dragið samninginn til baka“ en þeir krefjast þess að taívanska þjóð- in fái að taka þátt í að ákvarða og skilgreina samband landsins við stórveldið. Forseti Taívan, Ma Ying-jeou, hefur unnið að bættum sam- skiptum milli landanna tveggja frá því að hann tók við embætti árið 2008 en kannanir sýna að aðeins um 10% þjóðarinnar eru ánægð með störf hans. Í viðleitni til að koma á friði milli mótmæl- enda og yfirvalda hefur hann gengið að þeirri kröfu að lög verði sett til að tryggja eftirlit með öllum samningum við Kína en mótmælendur hafa meðal annars gagnrýnt ógagnsæi samn- ingaviðræða milli landanna og óttast að verið sé að fórna þjóðarhagsmunum Taívan fyrir snaut- legan efnahagslegan ábata. Stjórnvöld í Kína líta enn á Taívan sem kínverskt landsvæði. Tugþúsundir mótmæltu við forsetahöllina í Taipei í gær Óttast um hagsmuni þjóðarinnar AFP Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fund- uðu í París í gær. Þar ræddu þeir m.a. um tillögur Rússa er varða framtíð Úkraínu en þær fela m.a. í sér að Úkraína verði hlutlaust sam- bandsríki og að staðaryfirvöld geti tekið rússnesku upp sem annað op- inbert tungumál og fengið aukið sjálfstæði frá stjórnvöldum í Kænu- garði. Lavrov kallaði í gær eftir stuðn- ingi við hugmyndir Rússa. „Ef vest- rænar samstarfsþjóðir okkar eru reiðubúnar, þá geta Rússland, Bandaríkin og Evrópusambandið myndað stuðningshóp um Úkraínu,“ sagði ráðherrann við rússneska rík- issjónvarpið. Hann sagði að í kjölfar- ið yrði komið á viðræðum allra úkra- ínskra stjórnmálaafla, utan vopnaðara öfgamanna, sem myndu enda með nýrri stjórnarskrá sem gerði ráð fyrir auknu sjálfræði ein- stakra svæða. Tillögur Rússa virðast algjörlega á skjön við vilja stjórnvalda í Úkraínu en úkraínska utanríkisráðuneytið hvatti Rússa í gær til þess að gæta fyrst að algjöru valdleysi minnihluta- hópa í Rússlandi áður en þeir settu öðrum fullvalda þjóðum úrslitakosti. Einn af umræddum úrslitakostum er að hlutleysi Úkraínu verði innleitt í stjórnarskrá landsins, til að koma í veg fyrir að landið gangi nokkurn tímann í Atlantshafsbandalagið. Ólíkar hugmyndir Hugmyndir Bandaríkjamanna um leiðina fram á við snúa að því að draga úr spennu á svæðinu en talið er að um 40.000 rússneskir hermenn séu í viðbúnaðarstöðu nærri landa- mærum Úkraínu. Stjórnvöld í Wash- ington hafa farið fram á afvopnun Kreml-sinnaðra varaliða í Úkraínu og alþjóðlegt eftirlit með ástandinu í landinu. Þá vilja þau koma á beinum viðræðum milli Rússa og Úkraínu- manna og að fyrirhugaðar kosningar 25. maí fari fram. Stjórnarandstöðuleiðtoginn og hnefaleikakappinn Vítalí Klítsjkó dró framboð sitt til forseta til baka um helgina. Þá lýsti hann yfir stuðn- ingi við súkkulaðijöfurinn Petro Po- rosjenkó, sem nýtur nokkru meira fylgis en Júlía Tímósjenkó, sam- kvæmt skoðanakönnunum. Sambandsríkið Úkraína  Rússar leggja fram tillögur um framtíð Úkraínu  Vilja aukna sjálfstjórn og rússnesku sem annað tungumál  Landið verði hlutlaust og gangi aldrei í NATÓ Ástralskir leitarmenn komu í gær auga á fjóra appelsínugula hluti á floti í Indlandshafi, vestur af Perth, og segja um að ræða eina vænleg- ustu vísbendinguna um afdrif flugs MH370 sem fram hefur komið. Myndir af hlutunum, sem virðast meira en tveggja metra langir, voru sendir áströlskum yfirvöldum, sem taka ákvörðun um hvort skip verða send á vettvang. Ættingjar kínverskra farþega malasísku vélarinnar, sem hvarf fyrir rúmum þremur vikum, ítrek- uðu í gær gremju sína við malasísk stjórnvöld og fóru fram á hrein og bein svör. Þarlend yfirvöld sögðu í síðustu viku að ljóst væri að allir innanborðs hefðu farist en sam- göngumálaráðherrann Hisham- muddin Hussein sagði á laugardag að hann hefði ekki misst vonina um að einhverjir fyndust á lífi. Fram að þessu hefur hver vísbendingin á fætur annarri reynst villandi og mögulegt brak reynst t.d. veið- arfæri og dauð marglytta. AFP Bið Ættingjar halda enn í vonina. Nýjar vísbendingar og aukin gremja Christophe Darbellay, leiðtogi kristilegra demókrata í Sviss, hefur farið fram á útskýringar frá varn- armálaráðherra landsins eftir að svissneska vikublaðið Le Matin Dimanche greindi frá því að sænski flugvéla- og vopnaframleiðandinn Saab hefði gert samning við banda- rískt fyrirtæki um framleiðslu á fjarskiptabúnaði í vélar sínar. Hinn 18. maí næstkomandi ganga Svisslendingar til þjóðaratkvæða- greiðslu um kaup á 22 orrustu- þotum frá Saab en blaðið hefur eft- ir sérfræðingum að fyrirtækið bandaríska, Rockwell Collins, gæti mögulega útbúið „bakdyr“ að fjar- skiptakerfinu og gert bandarískum njósnastofnunum kleift að nálgast upplýsingar sem vélarnar safna við eftirlitsflug. „Í ljósi uppljóstrana [Edward] Snowden tel ég að þetta séu mis- tök,“ sagði Darbellay í samtali við vikublaðið. „Ég mun ávallt hafa meiri trú á fyrirtæki frá Bern en Sámi frænda,“ sagði hann en fjar- skiptabúnaður Saab-vélanna var áður smíðaður af svissneska fyr- irtækinu Roschi Rohde & Schwartz. Óttast að Bandaríkja- menn steli frá þeim eftirlitsupplýsingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.