Morgunblaðið - 31.03.2014, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2014
Óvægið dýralíf Þessi unga snót fékk nasasjón af dýralífinu í Grænlandi á kynningu á landinu í Hörpunni í gær, spurning hvort samúðin liggi hjá þeim sem étur eða er étinn.
Kristinn
Það er stundum næstum
því sorglegt að fylgjast með
stjórnmálaátökum dagsins í
landi okkar og virða fyrir
sér forsendurnar sem þau
byggjast á. Núna á að
lækka skuldir heimilanna
með lagasetningu og ráð-
stöfun fjármuna úr rík-
issjóði. Um leið hefjast svo
auðvitað harðar deilur um
þá úthlutun réttlætis sem í
þessum ráðstöfunum felst.
Sumir telja sig hlunnfarna.
Þeir hefðu átt að fá stærri
skerf af nægtaborði úthlut-
unarsinna. Það var allt fyr-
irséð. Lítið er hins vegar
talað um þann hugmynda-
fræðilega grundvöll sem
þessar aðgerðir með reglu-
setningu byggjast á, hvað
þá að menn velti fyrir sér
hvert við stefnum með því
að haga skipan mála með þeim hætti
sem hér um ræðir.
Þeir sem kveðast nú styðja svona út-
hlutunaraðgerðir á réttlæti ættu að
spyrja sjálfa sig hver sé grundvöllurinn
fyrir því samfélagi sem við öll erum í við
annað fólk. Erum við ekki sjálf grunnein-
ingin? Við höfum auðvitað aldrei verið
beðin um að semja okkur inn í samfélag
við aðra. Flest teljum við samt að okkur
beri siðferðileg skylda til þátttöku í slíku
samfélagi. Ástæðan er nábýlið við aðra
og óhjákvæmileg sameiginleg viðfangs-
efni okkar og þeirra. Þess vegna beygj-
um við okkur flest undir að teljast þátt-
takendur í sameiginlegu skipulagi með
öðru fólki.
Meginhugmyndin hlýtur samt að vera
sú að einstaklingurinn í slíku samfélagi
sé grunneiningin. Hann verður ekki til
fyrir samfélagið, heldur verður sam-
félagið til vegna hans og annarra ein-
staklinga sem þar er að finna. Hlutverk
þess getur aldrei orðið að taka ákvarð-
anir um sérstök málefni hans eða aflétta
ábyrgð hans á ákvörðunum sem hann
sjálfur hefur tekið um sín
eigin málefni. Það hefur
miklu fremur því hlutverki
að gegna að vernda réttindi
hans fyrir ásókn annarra.
Þessi hugsun mótar þýðing-
armikil grunnviðhorf í
stjórnskipun okkar og lög-
um. Til dæmis er það al-
menn meginregla í okkar
réttarkerfi að frelsi manna
til orða og athafna eigi helst
ekki að takmarkast af öðru
en réttindum annarra. Samt
reyna atkvæðakaupendur
stjórnmálanna daglega að
þynna þessi viðhorf út með
aðgerðum sínum. Og kjós-
endur hafa í skammsýni
sinni tilhneigingu til að
selja atkvæðin þeim sem
best býður. Pyngja dagsins
er þyngri hjá þeim flestum
en fylgispekt við hugsjónir
frelsis og ábyrgðar.
Það skiptir sköpum fyrir
velferð og hamingju manna
að njóta frelsis til að stjórna eigin lífi og
taka ákvarðanir um hagi sjálfs sín. Þessu
verður að fylgja ábyrgð þess manns
sjálfs sem í hlut á. Það er lykilatriði. Í
samfélagi mannanna er auðvelt að greina
alls kyns vandamál, sem einstaklingar og
hópar eiga við að stríða. Úrræði dagsins
felast í að vilja taka á vandanum með op-
inberum afskiptum og forsjá og forða
mönnum frá að bera ábyrgð á sjálfum
sér. Úthlutun réttlætis nú vegna
„skuldavanda heimilanna“ er af þessum
toga. Kannski á stjórnmálastefna ríkisaf-
skipta, sem ráðið hefur málum í landinu
undanfarna áratugi, sinn þátt í að menn
sjá ekkert athugavert við það þjóð-
skipulag sem úthlutar réttlæti með laga-
reglum. Menn sjá ekki skóginn fyrir
trjánum. Allir stjórnmálaflokkar taka
þátt í þeirri forsjárhyggju sem í þessu
felst. Enginn valkostur býðst um annað.
Ætli ég haldi ekki bara áfram að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn! Hvað ætti ég svo
sem að gera annað?
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Ætli ég haldi
ekki bara
áfram að kjósa
Sjálfstæðisflokk-
inn! Hvað ætti ég
svo sem að gera
annað?
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögfræðingur.
Úthlutun réttlætis
Í fréttum af að-
gerðum ríkisstjórn-
arinnar um nið-
urfellingu skulda
einstaklinga hefur
komið fram hvernig
fjármagna skuli þær
aðgerðir. Nánar til-
tekið felst sú fjár-
mögnun að tals-
verðu leyti í
skattlagningu á fjármálafyr-
irtæki. Fjármálastofnanir hafa
haft sig í frammi opinberlega og
talið skattlagninguna fara í bága
við lög. Hér verður ekki tekin af-
staða til þess, hvorki af eða á,
hvort svo sé. Hins vegar þarf
vart að fjölyrða um almennt mik-
ilvægi þess að fjármögnunarleið
skuldaniðurfellinga sé fram-
kvæmd með lögmætum hætti.
Hér verður því fremur leitast við
að gefa örstutt yfirlit yfir hvaða
álitamál það eru sem koma til
skoðunar við mat á því hvort
skattlagningin teljist lögmæt
eða ekki. Álitamálið snýr m.a. að
ákvæðum stjórnarskrárinnar og
reglum skattaréttar, sem og
reglum gjaldþrotaréttar. Verður
hér sérstaklega einblínt á sam-
spil stjórnarskrár og skattarétt-
ar í þessu tilliti.
Lög um sérstakan skatt á fjár-
málafyrirtæki, svokölluð
„bankaskattslög“, eru nr. 155 frá
árinu 2010. Þeim hefur nýverið
verið breytt þannig að þau ná
einnig yfir fjármálafyrirtæki í
slitameðferð. Það er einkum
skattlagning þeirra fyrirtækja
sem hefur verið í umræðunni og
verður vikið að hér.
Almenna reglan sú að löggjaf-
inn hefur mjög rúmar heimildir
til skattlagningar. Skattlagning
Þá hafa í þriðja lagi verið hafð-
ar uppi athugasemdir um skatt-
stofninn sjálfan sem kannski hef-
ur verið þungamiðjan í gagnrýni
á lögin. Því hefur verið haldið
fram að skatturinn sé í raun
eignaskattur. Samkvæmt lög-
unum mynda skuldir fjármála-
fyrirtækjanna skattstofninn í
stað eigna. Mætti þannig frekar
kalla skattinn skuldaskatt en
eignaskatt. Það megi því segja
að skattlagningin sé með öfugum
formerkjum, þ.e. þeim mun
meiri skuldir, þeim mun hærri
skattur. Þessi skilgreining á
skattstofninum hefur reyndar
verið í lögunum frá árinu 2010,
og starfandi fjármálafyrirtæki
hafa greitt skatt í samræmi við
þau eftir því sem næst verður
komist.
Á endanum er það dómstóla að
kveða á um lögmæti laganna, þ.e.
ef til þess kemur að slíkur
ágreiningur verður lagður fyrir
dómstóla. Vegast þá á fram-
angreind sjónarmið um almenn-
ar og rúmar heimildir löggjafans
til að skipa fyrir um skattamál-
efni annars vegar, og áskilnaður
stjórnarskrárinnar um skýra
lagastoð, jafnræði og málefnaleg
sjónarmið hins vegar.
verður þó sam-
kvæmt stjórn-
arskránni að
byggjast á lög-
um, hún þarf að
vera skýr og við
skattlagningu
þarf að gæta
jafnræðisreglu
stjórnarskrár-
innar. Út frá
skattalegum
sjónarmiðum
reynir þannig
helst á það hvort
lög séu í samræmi við stjórn-
arskrá.
Þeir sem andæft hafa lögunum
hafa bent á nokkur atriði hvað
þetta varðar. Í fyrsta lagi að ekki
liggi ljóst fyrir hvaða mál-
efnalegu sjónarmið séu að baki
skattlagningunni. Í tengslum við
það hefur verið bent á að til-
gangur bankaskattslaganna sé
annars vegar að bæta tjón rík-
isins vegna efnahagshrunsins, og
hins vegar að draga úr áhættu-
töku lánastofnana með því að
stýra hegðun þeirra þannig að
skuldir þeirra nemi minna hlut-
falli af heildareignum þeirra.
Slitastjórnir bankanna hafa bent
á að síðarnefnda markmiðið nái
vart yfir þá, enda eigi sjónarmið
um áhættutöku þeirra ekki við
þar sem starfsleyfi bankanna
hafa verið afturkölluð og þeir séu
þegar í slitameðferð.
Í öðru lagi hefur verið bent á
að lögin brjóti í bága við jafnrétt-
isákvæði stjórnarskrárinnar.
Hefur verið bent á tvennt í þessu
sambandi; að skattlagningin
komi með misjöfnum hætti niður
á fjármálafyrirtæki í slita-
meðferð, og að ekki sé verið að
skattleggja aðrar stofnanir eða
aðila sem hafa áhrif á fjár-
málastöðugleika, eins og t.a.m.
Íbúðalánasjóð og sveitarfélög.
Eftir Eirík Elís
Þorláksson
» Almenna reglan
sú að löggjafinn
hefur mjög rúmar
heimildir til skatt-
lagningar. Skatt-
lagning verður þó
samkvæmt stjórn-
arskránni að byggj-
ast á lögum.
Eiríkur Elís Þorláksson
Höfundur er lektor við laga-
deild Háskólans í Reykjavík.
Skattur á fjármálafyrirtæki
– Um hvað snýst þrætan?