Morgunblaðið - 31.03.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.03.2014, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2014 Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 2. apríl ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Fyrir liðlega hálfu ári tók ég við fram- kvæmdastjórastöðu Krafts, stuðnings- félags fyrir krabba- meinsveikt ungt fólk og aðstandendur. Á þessu hálfa ári hef ég áttað mig, sem aldrei fyrr, á því hve gíf- urlegt áfall það er þegar ung manneskja í blóma lífsins veikist af krabbameini. Þótt vissulega hafi orðið straumhvörf í lækningu á hinum ýmsu tegundum krabba- meina á undanförnum árum, næst ekki alltaf fullur sigur í baráttunni við þennan vágest. Það er því bæði ótti og öryggisleysi sem heltekur fólk þegar greining liggur fyrir. Við tekur löng og oft ströng lækn- ismeðferð sem er mismunandi erf- ið eftir tegundum krabbameina. Þegar annar framfærsluaðili ungrar fjölskyldu veikist, verða miklar breytingar á lífi fjölskyld- unnar. Annar aðilinn er skyndilega orðinn sjúklingur og því þarf hinn aðilinn að sjá um allt er viðkemur börnum og heimili – svo ekki sé minnst á óttann og óvissuna sem alltaf er undirliggjandi þegar krabbamein er annars vegar. Í raun ættu það að vera nægilegar byrðar að bera – svo ekki bætist við óvissa um fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar. Nú er það svo að ungt fólk, sérstaklega foreldrar ungra barna, stendur fjárhagslega illa að vígi þegar slík veik- indi koma upp. Margt af þessu fólki hefur skuldsett sig vegna húsnæðis- og bíla- kaupa, auk þess sem á því hvíla oft há náms- lán. Öll þessi lán hafa sinn fasta gjalddaga og hann breytist ekki þrátt fyrir að annar aðilinn sé orðinn krabbameinssjúkl- ingur. Það er heldur ekki spurt um stétt, stöðu né fjár- hagslega getu þegar reikningar vegna læknisheimsókna, rann- sókna og lyfja er annars vegar. Því hefur verið fleygt að margir veigri sér við að leita læknis eða fara í rannsóknir vegna kostnaðar- ins sem því fylgir. Krabbameins- veikt fólk á ekkert val. Það gerir allt til þess að læknast og borgar það sem upp er sett. Sá kostnaður skiptir tugum þúsunda á mánuði á meðan meðferðirnar standa sem hæst. Þegar við bætist tekjumissir annars framfærsluaðilans, verður eitthvað undan að láta. Þegar líf og heilsa er annars vegar er ekki hægt að forgangsraða. Annað er skorið niður. Þess eru mörg dæmi að fólk hefur orðið að taka börnin sín úr tómstundastarfi og skipta úr góðum fjölskyldubíl fyrir annan ódýrari. Þá hefur krabbameins- veikt fólk orðið að hætta við að fara í sumarferðalag með fjöl- skyldunni, vegna bágs fjárhags vegna kostnaðar í heilbrigðiskerf- inu. Æ oftar heyrum við hjá Krafti skelfilegar sögur um erfiðleika ungra barnafjölskyldna vegna krabbameins annars foreldrisins. Og víst er að margir veigra sér við að kvarta undan bágum fjárhag við slíkar aðstæður og segja rétti- lega að ekki sé hægt að meta líf og heilsu til fjár. Engu að síður eiga allir rétt á því að lifa lífinu með reisn ef þeir fá krabbamein, án til- lits til stéttar eða stöðu í samfélag- inu. Það er sárara en tárum taki að ungt krabbameinsveikt fólk þurfi að herða stultarólina svo mikið vegna rannsókna, læknis- og lyfja- kostnaðar að öll fjölskyldan líður. Aðrir, sem eru svo „lánsamir“ að veikjast í velferðarsamfélögum ná- grannalanda okkar, þurfa aldrei að taka upp budduna á meðan þeir eru krabbameinsveikir – hvorki á sjúkrastofnunum né apótekum. Á meðan við horfum uppá þessar að- stæður okkar skjólstæðinga í Krafti, fáum við fréttir af miklu bruðli annars staðar í ríkisrekstr- inum og sem dæmi um það má nefna rándýra hönnunarstóla sem keyptir voru inn í opinbera stofn- un hér á landi. Við sjáum líka stjórnmálamenn og maka þeirra ferðast til útlanda í gjörsamlega gagnslausum erindagjörðum, á kostnað almennings. Þetta ástand kallar á að Kraftur stofni nú neyðarsjóð fyrir fé- lagsmann sína. Sá sjóður á að hjálpa ungu fólki að komast yfir erfiðasta fjárhagslega hjallann þannig að tímabundin veikindi stofni ekki fjárhagslegri afkomu þess í voða. En við viljum kalla þennan sjóð „neyðarsjóð“ þar sem við vonum að hans verði ekki þörf lengi – enda á heilbrigðiskerfið að tryggja fólki jafnan aðgang að þjónustunni; þjónustu sem á að vera sambærileg við velferðarþjón- ustu samanburðarlanda okkar. Eins og nú háttar er það aðeins fyrir hina efnameiri að veikjast af krabbameini. Það er forkastanlegt. Hefur þú efni á að veikjast af krabbameini? Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur »Krabbameinsveikt fólk á ekkert val. Það gerir allt til þess að læknast og borgar það sem upp er sett. Sá kostnaður skiptir tugum þúsunda á mánuði á meðan meðferðirnar standa sem hæst. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags. Menntaskólinn Hraðbraut starfaði á árunum 2003-2012 og nú hyggst eigandi skólans hefja skóla- starf á nýjan leik. Aug- lýst hefur verið eftir umsóknum um skóla- vist, án þess að tilskilin leyfi frá stjórnvöldum liggi fyrir. Það þykir undirrituðum athug- unarvert. Í Hraðbraut var hægt að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. Það reyndist vænlegur valkostur fyrir ákveðinn nemendahóp, sem var að ljúka grunnskólanámi, og einnig fyr- ir eldri nemendur sem höfðu hætt námi í öðrum framhaldsskólum en vildu ljúka stúdentsprófi á sem skemmstum tíma. Hraðbraut var einkaskóli en naut þó fastra ríkis- framlaga sem tóku mið af fjölda nem- enda, líkt og í öðrum framhalds- skólum. Mörgum eru í fersku minni um- ræðurnar fyrir örfáum árum um fjárreiður Hraðbrautar. Þar bar hæst ofreiknaðan nemendafjölda, sem leiddi til umframgreiðslna frá ríkinu, arðgreiðslur til eigenda og lán skólans til verkefnis sem var alls óskylt skólahaldinu. Einnig var rætt um kjaramál kennara við skólann og andstöðu skólastjórans gegn því að þeir gengju í Kennarasamband Ís- lands. Þessu skeiði lauk þannig að rík- isvaldið felldi niður greiðslur til skól- ans og var þá starfinu sjálfhætt. Sitt sýndist hverjum um þessa ákvörðun en ég tel að ástæðurnar fyrir brot- lendingu Hraðbrautar hafi ekki síst verið að finna í stjórnkerfi skól- ans sem var ákaflega sérstakt. Allir þræðir þess voru á einni hendi, sami aðili var eigandi skólans, launasemjandi og launagreiðandi, eig- andi húsnæðis, skóla- stjóri og oft fundarstjóri á kennarafundum. Þar að auki stýrði hann því hverjir skipuðu stjórn skólans; stjórnvöld áttu þar engan fulltrúa, þótt stór hluti rekstrarkostnaðar kæmi úr rík- issjóði. Kennarar skólans höfðu ein- ungis áheyrnarfulltrúa í skólastjórn. Þegar þetta er ritað er framtíð Menntaskólans Hraðbrautar óráðin en ljóst er að ríkið mun ekki veita fé til skólans á næsta vetri. Ég tel að stjórnvöld þurfi að hugsa sig um tvisvar áður en þau veita fjármagn til Hraðbrautar á ný og gefa tilskilin leyfi til áframhaldandi skólastarfs. En ef það verður niðurstaðan er nauðsynlegt að búa þannig um hnút- ana að fyrri mistök endurtaki sig ekki. Hraðbraut Eftir Bjarka Bjarnason Bjarki Bjarnason »Eigandi Hrað- brautar hyggst hefja skólastarf á ný. Ég tel að það þurfi að huga að mörgu áður en stjórn- völd veita tilskilin leyfi til þess. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarafélags Hraðbrautar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.