Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 ÍÞRÓTTIR Handbolti Akureyringurinn Sigþór Árni Heimisson er leikmaður 19. umferðar hjá Morgunblaðinu eftir góða frammistöðu í sigrinum á FH. Telur að framtíðin sé björt hjá liðinu. Spilar líka með 2. flokki og vinnur á leikskóla. 2-3 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Ómar Met Eygló Ósk Gústafsdóttir er í metaham þessa dagana. Hún setti Íslands- met í 200 m baksundi í gær og stefnir á Norðurlandametið. SUND Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is „Ég bjóst nú við meiri keppni, en það er nú samt alltaf gott að fá einhverja keppni,“ sagði Eygló Ósk Gústafs- dóttir úr Sundfélaginu Ægi þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gærkvöld. Eygló Ósk bætti síðdegis í gær eig- ið Íslandsmet í 200 metra baksundi um 4/100 úr sekúndu þegar hún synti á 2:10,34 mín. á Opna danska meist- aramótinu í sundi. Hún var ekki nema 7/100 úr sekúndu frá því að bæta Norðurlandametið í greininni, en tíminn dugði henni þó til sigurs á mótinu. „Markmiðið var að ná Norður- landametinu á þessu móti, en það verður bara að koma eftir tvær vik- ur,“ sagði Eygló og vísaði í Meist- aramót Íslands í 50 metra laug sem hefst í Laugardalslaug 11. apríl. Fullhvíld á Íslandsmótinu „Ég verð fullhvíld þá, þannig að Norðurlandametið skal koma þá,“ sagði Eygló, en hún hafði verið við æfingar í Álaborg í Danmörku vikuna fyrir Opna danska meistaramótið. Þar keppti hún einnig í 50 metra skið- sundi á fimmtudag og í dag stingur hún sér til sunds í 100 metra skrið- sundi og syndir 50 m baksund. Á morgun keppir hún svo í 100 metra baksundi, en 200 metra baksundið er þó hennar aðalgrein. Eygló er eini Íslendingurinn sem keppir á Opna danska meistara- mótinu um helgina, en keppendur eru fjölmargir frá Danmörku og að auki frá 40 félögum utan Danmerkur. Hún hefur augastað á nokkrum Ís- landsmeistaratitlum á ÍM50 í apríl, en er þó ekki tilbúin að gefa út hve mörgum, enda ekki búið að ákveða í hve mörgum greinum hún keppir og hvaða greinum. Þegar kemur að því að ákveða það þarf að hafa í huga keppnisdagskrá mótsins, hve langur tími er milli greina og tími í hvíld og undirbúning fyrir þær greinar sem einblínt er á. Sleppir EM í Berlín Ákveðið hefur verið að Eygló keppi ekki á Evrópumótinu í 50 m laug sem verður haldið í Berlín í Þýskalandi í ágúst, þó svo hún hafi keppnisrétt þar. Hún hefur æft og keppt mikið síðustu sumur og það sama er á dag- skránni næstu sumur og því ákveðið fyrir nokkru að hún myndi sleppa EM að þessu sinni og hvíla þess í stað. „EM er í lok ágúst. Og ef ég færi á það fæ ég ekki neitt sumarfrí næst fyrr en árið 2018, þannig að ég ákvað að hvíla núna. Hvíldin er líka mik- ilvæg, þannig að ég held að þetta sé skynsamlegt. Svo hef ég æfingar af fullum krafti aftur í haust fyrir HM á næsta ári,“ sagði Eygló sem horfir svo auðvitað enn lengra, staðráðin í því að mæta sterk til leiks á Ólympíu- leikana í Ríó 2016. Það ár verður hún ekki nema 21 árs. Vill Norðurlandamet  Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 m baksundi  Stefnir á Norðurlandametið strax í apríl  Ætlar ekki á EM í 50 m laug í ágúst Þýska hand- knattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen, sem Guð- mundur Þórður Guðmundsson þjálfar, hefur verið sektað um samtals 9.000 evrur, um 1,4 milljónir króna, á þessu keppnis- tímabili af Handknattleiks- sambandi Evrópu, EHF. Önnur sektin nam 5.000 evrum vegna þess að fánar í keppnishöllinni voru ekki hengdir upp samkvæmt reglum EHF. Hin sektin var upp á 4.000 evrur vegna þess að nettenging í íþróttahöll sem liðið lék einn heimaleikja sinna í Meistaradeild Evrópu í haust var ekki í lagi. Upphæð sekta RNL og sakarefni eru athyglisverð þegar litið er til þeirrar sektar sem þjálfari Vive Kielce, Talant Dujshebaev, var dæmdur til af EHF vegna hegðunar sinnar eftir leik Kielce og RNL á dögunum. Dujshebaev var gert að greiða 5.000 evrur en hann fær helmingsafslátt, 2.500 evrur, haldi hann sig á mottunni næsta árið. iben@mbl.is Sektir Löwen mun hærri en Dujshebaevs Guðmundur Þ. Guðmundsson Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það var endanlega ljóst í gærkvöldi að íslenska kvennalandsliðið í ís- hokkíi nær ekki verðlaunasæti 2. deildar heimsmeistaramótsins sem fram fer í Laugardal þessa dagana. Þriggja marka tap fyrir sterku spænsku liði, 3:0, gerði út um vonir liðsins um að krækja í þriðja sætið, en markmiðið fyrir mótið var að næla í medalíu. Það var líka greinilegt á andlitum leikmanna í lokin að þær voru gríðarlega svekktar enda sýndu þær frábæra baráttu allan tímann en pökkurinn féll einfaldlega frekar fyrir þær spænsku. Vikan hefur verið þétt hjá liðunum, fjórir leikir á fimm dögum taka sinn toll og það var dýrt að vera svona mikið í boxinu gegn Króötum. Öll færin sem hafa farið forgörðum hafa verið dýrkeypt og það hefði mátt nýta yfirtöluna betur. Viljinn er hins vegar alltaf fyrir hendi og baráttan sem liðið hefur sýnt verður að teljast hetjuleg og öðrum liðum til eftir- breytni, sama hvaða íþrótt um ræðir. Lokapunkturinn verður settur á morgun, sunnudag, þegar liðið leikur gegn Belgíu, sem er nokkru lakara lið en þrír síðustu andstæðingar. Sig- ur í þeim leik myndi svo sannarlega gera mikið fyrir andlegu hliðina. Stelpurnar hafa daginn í dag til þess að hlaða rafhlöðurnar fyrir þann slag og það er engin spurning að þær munu gefa allt sitt til þess að enda þetta heimsmeistaramót á jákvæðum nótum. Draumurinn um verðlaunasætið úti  Ísland getur hæst náð fjórða sæti Morgunblaðið/Golli Markaþurrð Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í íshokkíi hafa ekki skorað núna tvo leiki í röð í B-riðli 2. deildar HM í íshokkíi. 29. mars 1980 Valsmenn fá silfurverðlaunin í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik en þeir bíða lægri hlut fyrir þýsku meist- urunum Grosswall- stadt, 21:12, í úr- slitaleik í München. Þetta er besti ár- angur íslensks fé- lagsliðs í sögunni. Þorbjörn Guð- mundsson er markahæstur Valsmanna með 5 mörk. 29. mars 1992 Karlalandslið Íslands í hand- knattleik sigrar Sviss, 22:21, í leik um 3. sætið í B-heimsmeist- arakeppninni í Austurríki en bæði lið höfðu þá tryggt sér sæti á HM í Svíþjóð. Konráð Olavsson skorar 5 mörk fyrir Ísland og Geir Sveinsson 4 en Gunnar Gunnarsson skorar sigurmarkið í lokin og kemur Íslandi yfir í fyrsta og eina skipti í leiknum. 30. mars 2005 Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu nær óvæntu jafntefli gegn Ítölum, 0:0, í vináttulands- leik í Padova. Kári Árnason fær rauða spjaldið, nýkominn inná í sínum fyrsta landsleik, en það kemur ekki að sök og Ísland fylgir eftir óvæntum sigri, 2:0, í leik þjóðanna á Laugardalsvelli haustið áður. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.