Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 3
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson acy Smith í gærkvöld, og hann lenti í villu- létu aðrir ljós sitt skína fyrir Njarðvíkurliðið. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Björn Berg-mann Sig- urðarson var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Molde en hann var á skotskónum í sannfærandi 2:0- sigri liðsins á Vålerenga í fyrsta leik tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Björn var fremsti maður Molde í leiknum en var skipt af velli á 82. mínútu. Viðar Örn Kjart- ansson lék allan leikinn með Våler- enga.    Snorri Steinn Guðjónsson lands-liðsmaður í handbolta sneri aft- ur í lið GOG í Danmörku í gær eftir kviðslit. Snorri skoraði þrjú mörk í sigri liðsins á Århus í úrslitakeppn- inni í Danmörku. GOG stendur vel að vígi í sínum riðli úrslitakeppn- innar og hefur sex stig þegar þrem- ur leikjum er ólokið. Efstu tvö lið riðilsins fara í undanúrslit. Fólk sport@mbl.is sigurinn á móti FH þar sem hann spil- ar tvo leiki með 2. flokki Akureyrar um helgina. Fyrsta alvöru tímabilið með meistaraflokki „Við erum nokkrir úr meistara- flokknum sem erum gjaldgengir með 2. flokknum og við höfum spilað nokkra leiki upp á síðkastið,“ sagði Sigþór, sem hefur spilað alla 19 leiki Akureyringa í deildinni á tímabilinu og skorað í þeim 41 mark. Í fyrra kom hann mun minna við sögu og spilaði þá aðeins níu leiki í deildinni. „Ég hef verið að dútla með meist- araflokknum undanfarin ár en það má segja að þetta sé fyrsta alvöru tíma- bilið hjá mér. Ég hef æft og spilað handbolta frá því ég man eftir mér og þá með KA. Ég hef í gegnum árin ver- ið svolítill trúður hvað stöður á vell- inum varðar. Ég spilaði sem horna- maður en færði mig svo inná miðjuna sem leikstjórnandi. Eftir að útlend- ingurinn, Vladimir Zejak, var sendur heim þá var ég settur í skyttustöðuna og er ein hávaxnasta skyttan á Íslandi í dag,“ sagði Sigþór Árni og hló hressilega. Stigið gegn Val gæti reynst dýrmætt Með sigrinum á móti FH eiga Akureyringar enn von um að komast úr sjöunda sæti deildarinnar og losna þannig við að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Akureyri er einu stigi á eftir ÍR og tveimur á eftir FH þegar tvær umferðir eru eft- ir. Í næstsíðustu umferðinni sækja Akureyringar bikarmeistara Hauka heim og taka síðan á móti botnliði HK í síðustu umferðinni. Vegna innbyrðis úrslita dugar Akureyri að ná ÍR eða FH að stigum til að sleppa við um- spilið. „Nú sér maður það að stigið sem við náðum á móti Val gæti orðið ansi dýr- mætt þegar upp verður staðið. Vissu- lega eigum við erfiðan leik á móti Haukum í næstu umferð en það getur allt gerst. Fyrir leikinn á móti FH fann maður á umræðunni að það hafði enginn minnstu trú á því að við vær- um að fara að vinna þennan leik. Sum- ir spáðu okkur tíu marka tapi og við yrðum auðveld bráð fyrir FH-ingana. Annað kom hins vegar á daginn,“ seg- ir Sigþór. Sigþór segir að það sé bara nokkuð bjart framundan hjá Akureyrarliðinu en hann þjálfar 4. flokk karla. „Hand- boltahefðin er rík á Akureyri. Yngri flokka starfið er alltaf að styrkjast og ég held að við eigum að geta verið með gott lið fyrir norðan næstu árin í það minnsta.“ Ótrúlega gefandi starf Sigþór hefur lokið námi við Menntaskólann á Akureyri og er nú í skóla lífsins. „Ég er að vinna núna enda er gott að breyta til. Ég starfa í leikskólanum Naustatjörn og það virðist líka vera hefð fyrir því að handboltamenn í Ak- ureyri fari að vinna í leikskóla. Við er- um núna þrír úr liðinu sem störfum í Naustatjörn og það hafa að minnsta kostir þrír aðrir unnið þar. Ég er leik- skólaleiðbeinandi eins og það er kallað og þetta er ótrúlega gefandi starf,“ sagði Sigþór Árni. Kristófer Fannar Guðmundsson ÍR Þrándur Gíslason Akureyri Elías Már Halldórsson Haukum Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Jovan Kukobat, Akureyri 256 Giedrius Morkunas, Haukum 228 Hlynur Morthens, Val 227 Stephen Nielsen, Fram 211 Daníel Freyr Andrésson, FH 186 Kristófer F. Guðmundsson, ÍR 172 Kolbeinn A. Ingibjargarson, ÍBV 156 Arnór Freyr Stefánsson, ÍR 148 19. umferð í Olís-deild karla 2013 - 2014 Lið umferðarinnarVarin skot Brottvísanir / rauð spjöld Markahæstir Hreinn Hauksson Akureyri Andri Heimir Friðriksson ÍBVVarnarmaður Akureyri 154 mín. 4 ÍBV 150 mín. 4 Valur 142 mín. 3 FH 140 mín. 2 ÍR 126 mín. 0 HK 118 mín. 2 Haukar 108 mín. 1 Fram 102 mín. 2 Sturla Ásgeirsson, ÍR 120 Bjarni Fritzson,Akureyri 112 Sigurbergur Sveinsson, Haukum 100 Róbert Aron Hostert, ÍBV 94 Garðar B. Sigurjónsson, Fram 93 Geir Guðmundsson,Val 93 Guðmundur H. Helgason,Akureyri 90 Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV 87 Árni St. Steinþórsson, Haukum 85 Magnús Óli Magnússon, FH 85 Atli Karl Bachmann, HK 84 Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR 84 Agnar Smári Jónsson, ÍBV 81 Ásbjörn Friðriksson, FH 79 Kristján Orri Jóhannsson,Akureyri 77 Sigurður Örn Þorsteinsson Fram Einar Pétur Pétursson Haukum Sigþór Heimisson Akureyri 3 2 5 2 5 Í KEFLAVÍK Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og óku með kúst í skottinu til Keflavík- ur og sópuðu Suðurnesjamönnum í sumarfrí í gær með því að sigra í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar. Serían end- aði 3:0 eftir ótrúlega þriggja stiga körfu Marvins Valdimarssonar á lokasekúndu leiksins, sem tryggði 93:94-sigur gestanna. KR-ingar bíða Stjörnumanna í undanúrslitum. Keflavík voru sterkari aðilinn í leiknum; vörnin var ákafari, bar- áttan og lætin meiri og sóknin afar skeinuhætt langt fram eftir leik. Stjörnumenn leyfðu heimamönnum hins vegar aldrei að halda forystu sinni til lengri tíma og því áttu þeir nokkuð auðvelt með að klóra sig aft- ur inn í leikinn þegar munurinn varð of mikill. Þegar fimm mínútur voru eftir var munurinn 16 stig og með ólíkindum að þetta reynda lið skyldi tapa þessum mun niður. Martröð heimamanna var í líki Justins Shouse; kappinn setti 24 í seinni og átti hreint yndislegan leik. Stjörnumenn gerðu gríðarlega vel í leiknum að koma til baka eins og þeir gerðu; Shouse, Marvin, Fannar og Dagur voru mjög góðir í sókninni og þrátt fyrir að tapa frákastabar- áttunni stórt í leiknum náðu þeir ein- hvern veginn að finna leiðir til að komast aftur inn í leikinn. Karakter- inn sem Stjörnumenn sýndu í leikn- um, og seríunni, er frábært vega- nesti fyrir rimmuna gegn KR. Þarna liggur munur liðanna; annað með karakter, hitt skorti hann. Eitt mesta klúður Keflavíkur Vonbrigðin eru gríðarleg fyrir Keflavík; liðsmenn gerðu næstum allt rétt en aðeins eitt skot skildi að og alveg pottþétt mál að leikmenn geta engum um kennt nema sjálfum sér. 16 stiga forysta átti að duga með fimm mínútur á töflunni en á þessum tímapunkti gerðu leikmenn sig seka um kæruleysi og dramb, sem varð til þess að Stjarnan komst aftur inn í leikinn. Bestu varnarmenn Keflavík- ur voru ekki nægilega mikið notaðir á Shouse, sem er pottur, panna og uppþvottavél Stjörnuliðsins. Hann skaut sig í gang með opnum skotum eftir klaufagang í vörn Keflavíkur og lokaniðurstaðan 37 stig, 10 stoð- sendingar frá honum. Keflavíkur- menn voru sterkir í 35 mínútur; áttu svör við flestum áhlaupum Stjörn- unnar. Svo hrynur spilaborgin, sem virðist hafa verið byggð á afar veik- um grunni, því eftir góða kafla í leiknum dettur liðið í algjöra með- almennsku og virðist nánast bíða eftir að Stjörnumenn komi sér aftur inn í leikinn. Þetta var eitt mesta klúður sem sést hefur í Keflavík og spurning að liðið rýni vel í spegilinn til að átta sig á hvort þessi ísjaki hafi lent á stjórn- eða bakborða. Stjörnukarakter sýndur í Keflavík  Stjarnan sópaði Keflavík út  Shouse nánast fullkominn TM-höllin, 8-liða úrslit karla, þriðji leikur, föstudag 28. mars 2014. Gangur leiksins: 8:5, 10:13, 17:19, 23:23, 28:23, 38:32, 45:39, 52:44, 58:49, 63:56, 70:61, 77:69, 83:73, 90:78, 90:84, 93:94. Keflavík: Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Michael Craion 18/11 frá- köst/8 stolnir, Magnús Þór Gunn- arsson 16/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Ólafsson 7/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst. Fráköst: 20 í vörn, 18 í sókn. Stjarnan: Justin Shouse 37/6 frá- köst/10 stoðsendingar, Marvin Valdi- marsson 19/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 12/10 fráköst/5 stoðsend- ingar/3 varin skot, Matthew James Hairston 5/4 varin skot, Jón Sverr- isson 4. Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rún- arsson.  Stjarnan vann einvígið, 3:0. Keflavík – Stjarnan 93:94 Dominos-deild karla 8-liða úrslit, 3. leikur: Njarðvík – Haukar ............................... 81:77  Njarðvík vann einvígið, 3:0. Keflavík – Stjarnan .............................. 93:94  Stjarnan vann einvígið, 3:0. 2. deild karla Úrslitaleikir um sæti í 1. deild: Íþróttafélag Breiðholts – Álftanes ..... 80:83 ÍG – Sindri............................................. 90:76  ÍG og Álftanes leika í 1. deild næsta vet- ur. Svíþjóð 8-liða úrslit, 2. leikur: Uppsala – Sundsvall ............................ 95:65  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 9 stig, Hlynur Bæringsson 9 og Ægir Þór Stein- arsson 5 stig.  Staðan er 2:0 fyrir Uppsala. KÖRFUBOLTI HM kvenna 2. deild, B-riðill: Ísland – Spánn.......................................... 0:3 Mörk/Stoðsendingar: Maria Gurrea 1/0, Vega Munoz 1/0, Alba Calero 1/0, Ana Ucedo 0/2, Lorena Ortuno 0/1, Vanesa Abrisqueta 0/1. Tyrkland – Slóvenía ................................. 1:8 Belgía – Króatía........................................ 0:8 Staðan: Króatía 4 4 0 0 0 21:7 12 Slóvenía 4 3 0 0 1 19:6 9 Spánn 4 3 0 0 1 19:10 9 Ísland 4 1 0 0 3 5:13 3 Belgía 3 0 1 0 2 2:18 2 Tyrkland 4 0 0 1 3 7:19 1  1. deild karla Fjölnir – Fylkir..................................... 30:16 Þróttur – Selfoss................................... 21:34 Stjarnan – Grótta ................................. 33:20 KR – Víkingur....................................... 31:29 Staðan: Afturelding 18 17 0 1 485:368 34 Stjarnan 18 16 0 2 550:395 32 Selfoss 18 15 1 2 518:415 31 Grótta 18 10 2 6 464:437 22 KR 18 8 2 8 425:426 18 ÍH 17 8 0 9 427:417 16 Víkingur 18 7 1 10 463:463 15 Fjölnir 18 4 2 12 410:478 10 Þróttur 18 3 2 13 391:510 8 Hamrarnir 18 4 0 14 406:482 8 Fylkir 19 1 2 16 443:591 4 Danmörk Aarhus – GOG...................................... 27:30  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir GOG. Þýskaland Melsungen – Eisenach ........................ 29:23  Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir Eisenach en Hannes Jón Jónsson var ekki meðal markaskorara. Aðalsteinn Eyjólfs- son þjálfar liðið. B-deild: Essen – Grosswallstadt....................... 29:32  Fannar Friðgeirsson skoraði 3 mörk fyr- ir Grosswallstadt en Sverre Jakobsson fyr- irliði ekkert. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.