Morgunblaðið - 14.05.2014, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014
KNATTSPYRNA
Pepsi-deild kvenna
Breiðablik – Stjarnan.............................. 1:0
Aldís Kara Lúðvíksdóttir 49.
Þór/KA – Valur ....................................... 1:1
Helena Rós Þórólfsdóttir 86. – Dóra María
Lárusdóttir 67.
Selfoss – ÍBV ............................................ 1:2
Guðmunda Brynja Óladóttir 82. (víti) –
Shaneka Gordon 72., Vesna Smiljkovic 79.
Rautt spjald: Kristrún Rut Antonsdóttir
(Selfossi) 78.
Afturelding – FH ..................................... 1:3
Steinunn Sigurjónsdóttir 8. – Jóhanna
Steinþóra Gústavsdóttir 40., Heiða Dröfn
Antonsdóttir, 68., Ana Victoria Cate 72.
Borgunarbikar karla
2. umferð:
Kári – KV .................................................. 0:4
Berserkir – BÍ/Bolungarvík.................... 2:8
Aaron Spear skoraði fimm mörk fyrir
Djúpmenn og Andri Rúnar Bjarnason 3.
Hamar – KFR........................................... 1:0
KA – Magni ............................................... 7:0
Þróttur V. – KFG ..................................... 3:4
Sindri – Huginn ........................................ 4:3
KH – Selfoss ............................................. 1:3
Grindavík – ÍA .......................................... 4:1
Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson
skoruðu tvö mörk hvor fyrir Grindavík en
Hjörtur Hjartarson skoraði mark ÍA.
Ægir – Afturelding................................... 0:4
Skínandi – Víðir ........................................ 0:4
Þróttur R. – KFS...................................... 5:0
Elliði – Haukar ......................................... 0:2
Vængir Júpíters – Augnablik.................. 0:3
Leiknir F. – Fjarðabyggð........................ 1:4
Leiknir R. – ÍR ......................................... 1:3
KF – Völsungur ........................................ 2:0
Víkingur Ó. – HK ..................................... 0:2
Sigurliðin eru komin í 32 liða úrslit.
England
Umspil um sæti í B-deild, seinni leikur:
Leyton Orient – Peterborough ............... 2:1
Leyton Orient áfram, 3:2 samanlagt, og
mætir Rotherham eða Preston í úrslitaleik.
Ítalía
B-deild:
Spezia – Varese........................................ 2:1
Hörður Björgvin Magnússon lék með
Spezia allan tímann.
Austurríki
B-deild:
Austria Lustenau – Vienna .................... 2:1
Helgi Kolviðsson þjálfar Austria sem er í
2. sæti deildarinnar.
Vináttulandsleikur
Þýskaland – Pólland................................. 0:0
Olís-deild karla
Fjórði úrslitaleikur:
ÍBV – Haukar ....................................... 27:20
Staðan er 2:2 og mætast liðin í hreinum
úrslitaleik á Ásvöllum annað kvöld.
Austurríki
Undanúrslit, fyrri leikur:
Aon Fivers – Westwien....................... 30:27
Erlingur Richardsson þjálfar Westwien.
Liðin mætast aftur á heimavelli Westwien
á sunnudagskvöldið.
HANDBOLTI
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Brooklyn – Miami............................... 96:102
Staðan er 3:1 fyrir Miami sem er á
heimavelli í fimmta leiknum í kvöld kl. 23.
Indiana og Washington mættust í nótt.
Indiana var 3:1 yfir. Sjá mbl.is.
Vesturdeild, undanúrslit:
Portland – San Antonio...................... 103:92
Staðan er 3:1 fyrir San Antonio sem er á
heimavelli í fimmta leiknum í nótt kl. 01.30.
Oklahoma City og LA Clippers mættust í
nótt. Staðan var 2:2. Sjá mbl.is.
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Fjórði úrslitaleikur kvenna:
Vodafonehöll: Valur – Stjarnan .......... 19.45
Staðan er 2:1 fyrir Stjörnuna sem yrði Ís-
landsmeistari með sigri í kvöld.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Fylkir............... 19.15
Borgunarbikar karla, 2. umferð:
Hofsós: Tindastóll – Dalvík/Reynir .... 19.15
Akraneshöll: Grundarfj. – Njarðvík ........ 20
Schenkervöllur: ÍH – Ármann ............ 20.30
Borgunarbikar kvenna, 1. umferð:
KR-völlur: KR – HK/Víkingur............ 19.15
Nettóvöllurinn: Keflavík – ÍR ............. 19.15
Framvöllur: Fram – Tindastóll ........... 19.15
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Kastmót ÍR fer fram á kastsvæðinu í Laug-
ardal kl. 17.30. Keppt er í spjótkasti og
kringlukasti.
Í KVÖLD!
Í EYJUM
Júlíus G. Ingason
sport@mbl.is
ÍBV og Haukar mætast í hreinum úr-
slitaleik á morgun, fimmtudag. Þetta
varð ljóst eftir að Eyjamenn lögðu
Hauka að velli í Eyjum í gærkvöldi
með sjö mörkum, 27:20. Liðin hafa nú
unnið tvo leiki hvort en til þessa hafa
þau alltaf unnið heimaleikina. Töl-
fræðin er því á bandi Haukanna á
morgun en Eyjamenn hafa stemn-
inguna með sér enda ætlaði þakið að
rifna af Íþróttamiðstöðinni þegar sig-
urinn var í höfn.
Jón Þorbjörn sá rautt
Eins og við var að búast var leik-
urinn í járnum framan af fyrri hálf-
leik. Umdeilt atvik varð á 20. mínútu
þegar Haukamaðurinn Jón Þorbjörn
Jóhannsson fékk að líta rauða spjald-
ið. Jón Þorbjörn hafði fengið tveggja
mínútna brottvísun en virtist rekast í
Guðna Ingvarsson þegar hann var að
ganga af velli. Gísli Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson, dómarar
leiksins, réðu ráðum sínum og ákváðu
að sýna Jóni Þorbirni rauða spjaldið.
Umdeilt svo ekki sé meira sagt og úr
blaðamannastúkunni virtist dómurinn
einfaldlega rangur. Eftir þetta áttu
þeir Gísli og Hafsteinn afar erfitt
uppdráttar, voru búnir að gefa
ákveðna línu sem þeir þurftu að fylgja
enda fór það svo að leikmenn voru
samanlagt í kælingu í 28 mínútur, 14
mínútur á hvort lið. Svo er spurning
hvort rauða spjaldinu fylgi skýrsla en
það myndi þýða leikbann fyrir Jón
Þorbjörn, sem væri virkilega ósann-
gjarnt.
Eins og Eyjamönnum
væri ætlað að vinna
Það var eins og Eyjamönnum væri
ætlað að vinna þennan leik fyrir fram-
an sína frábæru stuðningsmenn sem
troðfylltu Íþróttamiðstöðina og sungu
hástöfum frá því fyrir leik og í góða
stund eftir hann. Í upphafi síðari hálf-
leiks voru leikmenn ÍBV einum eða
tveimur færri í um fimm mínútur en
þeim tókst að komast í gegnum þann
kafla og eftir það var ekkert sem
stöðvaði Eyjamenn. Hægt og bítandi
juku þeir muninn og gerðu það jafnt
og þétt út allan hálfleikinn. Mestur
varð munurinn átta mörk, 25:17, en
Haukar náðu aðeins að laga stöðuna
undir lokin.
Kolbeinn góður í markinu
Til að bregðast við slakri mark-
vörslu í síðasta leik brugðu þeir Arn-
ar Pétursson og Gunnar Magnússon,
þjálfarar ÍBV, á það ráð að kalla á
Hauk Jónsson, þriðja markvörð, en
geyma Norðmanninn Henrik Eids-
vaag. Þótt Haukur hafi ekki komið
mikið við sögu fengu Eyjamenn góða
vörslu frá Kolbeini Ingibjargarsyni,
sem varði alls um 44% skota sem á
hann komu og það þykir nokkuð gott.
Aðrir leikmenn stóðu fyrir sínu en
það sem vekur athygli er hversu jafnt
markaskorun dreifðist hjá ÍBV. Það
var í raun alveg sama þótt Haukar
reyndu að taka einn eða tvo úr um-
ferð, aðrir tóku þá bara við keflinu.
Haukar vilja sjálfsagt gleyma þess-
um leik sem fyrst. Varnarleikur liðs-
ins í seinni hálfleik var lélegur og
markvarslan lítil sem engin og mun-
aði mikið um að Giedrius Morkunas
náði sér ekki á strik eftir góðan fyrri
hálfleik. Sigurbergur Sveinsson lék
ekkert í síðari hálfleik, sat á bekknum
með kælipoka á hnénu sem eru alls
ekki góð tíðindi fyrir Hafnarfjarð-
arliðið. Og svo er spurning hvort Jón
Þorbjörn verður í leikbanni á morg-
un.
Stuðningsmenn ÍBV bæta í
Eins og gefur að skilja voru fagn-
aðarlætin gífurleg í leikslok í Eyjum.
Áhorfendur risu á fætur, byrjuðu á
því að syngja þjóðhátíðarlagið 2012,
Þar sem hjartað slær, og bættu svo
um betur með því að syngja Slor og
skít eins og leikmenn ÍBV gera alltaf
eftir sigurleiki. Eitt er víst: stuðn-
ingsmenn ÍBV hafa lyft stemningunni
í handboltanum upp á hærra plan og
eru frekar að bæta í en hitt. Það
kæmi þeim sem þetta skrifar ekki á
óvart ef þeir lituðu aðra stúkuna hvíta
í úrslitaleiknum í Hafnarfirði á morg-
un. Það stefnir allavega í einhverja
mestu fólksflutninga frá Eyjum síðan
aðfaranótt 23. janúar 1973.
Draumur handboltans
rættist í Eyjum í gær
Vestmannaeyjar, fjórði úrslitaleikur
karla, þriðjudag 13. maí 2014.
Gangur leiksins: 1:0:2:3, 5:7, 7:9,
8:9, 11:11, 16:12, 19:15, 23:17, 27:20.
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson
5/1, Róbert Aron Hostert 5, Andri
Heimir Friðriksson 5, Magnús Stef-
ánsson 4, Grétar Eyþórsson 4,
Guðni Ingvarsson 2, Svavar Grét-
arsson 1, Sindri Haraldsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjarg-
arson 14/1, Haukur Jónsson 1.
Utan vallar: 14 mínútur
Mörk Hauka: Adam Haukur Baum-
ruk 6, Einar Pétur Pétursson 6, Árni
Steinn Steinþórsson 3, Sigurbergur
Sveinsson 2/1, Brynjólfur Snær
Brynjólfsson 2, Jónatan Ingi Jónsson
1.
Varin skot: Giedrius Morkunas 13,
Einar Ólafur Vilmundarson 1.
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson..
Áhorfendur: 900 í frábærri stemn-
ingu.
Staðan er 2:2 og liðin mætast í
úrslitaleik á Ásvöllum annað kvöld.
ÍBV – Haukar 27:20
3. UMFERÐ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég vissi að FH hafði ekki náð að
vinna KR á síðustu leiktíð og Heimir
þjálfari var búinn að segja að ég yrði
að vera sterkur og að við yrðum að
vinna vel saman. Þetta var auðvitað
mjög mikilvægur leikur fyrir okkur
sem gæti skipt sköpum í baráttunni
um titilinn,“ sagði malíski miðvörð-
urinn Kassim Doumbia sem átti
sannkallaðan stórleik í vörn FH þeg-
ar liðið vann Íslandsmeistara KR 1:0
í fyrrakvöld. Doumbia er leikmaður
3. umferðar í Pepsi-deildinni að mati
Morgunblaðsins.
„Ég reyni að gera mitt besta fyrir
liðið í hverjum einasta leik og bæta
mig með hverjum leik. Þetta var
mjög erfiður leikur. Það er vont að
spila á gervigrasinu og þeir pressuðu
stöðugt á okkur,“ sagði Doumbia.
Gary Martin reynir að svindla
Hann hafði góðar gætur á Gary
Martin, framherja KR-inga, en þeir
áttu í innbyrðis rimmu allan leikinn
þar sem Doumbia fór með sigur af
hólmi og það sást vel að Englending-
urinn var ekki sáttur. Doumbia
skaut fast á KR-inginn:
„Fótbolti er ekki íþrótt þar sem
maður spilar eins og einhver dama.
Það þýðir ekki að vera alltaf að láta
sig detta. Hann var alltaf að láta sig
detta án þess að ég snerti hann. Ég
skil ekki svona hegðun. Það er ekki
rétt að menn reyni að svindla svona
og þetta gerði mig mjög reiðan.
Hann var alltaf að reyna að koma
mér úr jafnvægi, sparka í mig og
svona, en ég sagði honum bara að
spila fótbolta og svo gætum við talað
saman. En ég vann leikinn þannig að
mér er sama um allt annað,“ sagði
Doumbia.
Doumbia er 23 ára gamall og kom
til FH frá Waasland-Beveren í belg-
ísku úrvalsdeildinni. Hann hafði þá
leikið í Belgíu frá 18 ára aldri en
samdi við FH-inga til tveggja ára.
Hvað kom til að hann endaði hér-
lendis?
Sögðu að ég væri klikkaður
„Mér var boðið að koma hingað til
reynslu og ég ákvað bara að hoppa á
tækifærið. Vinir mínir í Belgíu sögðu
að ég væri klikkaður en ég ákvað að
koma og reynslutíminn gekk vel. Það
mikilvægasta er fólkið. Þegar ég
kom voru allir strax mjög vinalegir
og tóku vel á móti mér, og þar með
var allt miklu auðveldara að koma
sér fyrir. Það er góð stemning í
hópnum, ekkert um slagsmál og rifr-
ildi heldur bara ást og það er mik-
ilvægast – að andrúmsloftið sé gott,“
sagði Doumbia, ánægður með liðs-
félaga sína sem hann segir marga
hverja mjög skemmtilega.
„Auðvitað! Jón [Jónsson], söngv-
arinn, er svo fyndinn. Hann er best-
ur, mér þykir hann ótrúlega
skemmtilegur,“ sagði Doumbia og
hló. Hann býr hér á landi með konu
sinni og 20 mánaða gömlum syni og
er litla fjölskyldan smám saman að
koma sér fyrir á ókunnugum slóðum.
„Býr virkilega einhver hé
Malíski miðvörðurinn Kassim Doumbia
er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deildinni
Ræktin Kassim Doumbia
tók vel á því í tækjasaln-
um í Kaplakrika þegar
Morgunblaðið hitti hann
þar í gær.
ÍBV og Haukar mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á morgun
í Hafnarfirði Framundan mestu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973