Morgunblaðið - 14.05.2014, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014
KvennaliðHauka hefur
tryggt sér áfram-
haldandi þjónustu
bandarísku körfu-
boltakonunnar
Lele Hardy en hún
skrifaði í gær und-
ir nýjan tveggja
ára samning við
bikarmeistarana.
Hardy átti frábæru gengi að fagna
með Haukaliðinu á tímabilinu og það
kom fáum á óvart að hún var valin
besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-
deildinni. Að því er fram kemur á
heimasíðu Hauka reyndu nokkur ís-
lensk lið að fá Hardy til liðs við sig en
hún ákvað að halda kyrru fyrir hjá
Haukunum og það var hennar ósk að
samningurinn yrði til tveggja ára en
ekki eins árs.
John Terry, fyr-irliði Chelsea,
hefur skrifað und-
ir nýjan eins árs
samning við
Lundúnaliðið og
er nú samnings-
bundinn því til
ársins 2015.
Terry, sem er
33 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea
frá West Ham árið 1995 og hann lék
sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins
þremur árum síðar. Terry hefur spilað
yfir 600 leiki með Chelsea og hefur
þrívegis orðið Englandsmeistari með
því og þá hefur hann unnið enska bik-
arinn fimm sinnum, deildabikarinn í
tvígang og Evrópumeistaratitilinn
fyrir tveimur árum.
Samir Nasri, miðjumaðurinnsterki í liði nýbakaðra Englands-
meistara Manchester City, verður að
sætta sig við að fylgjast með HM í
sjónvarpinu en hann var ekki valinn í
23 manna landsliðshóp Frakka sem
landsliðsþjálfarinn Didier Desc-
hamps opinberaði í gær.
Fólk sport@mbl.is
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Barátta Eyjamaðurinn Grétar Ey-
þórsson reynir hér að brjóta sér leið
framhjá Adam Hauki Baumruk.
„Þegar ég lenti hérna og var á
leiðinni til Hafnarfjarðar vissi ég
ekki hvað ég átti að halda. Ég sá
bara auðn, ekkert nema hraun, og
spurði sjálfan mig: Býr virkilega ein-
hver hérna? En svo kemur maður
hingað og sér miðbæinn og Reykja-
vík sömuleiðis sem er mjög falleg.
Veðrið er auðvitað ekki eins hlýtt og
í Evrópu en það er misjafnt á milli
daga og stundum er mjög gott veð-
ur. Ég kann vel við mig hérna hing-
að til, maturinn er góður og það er
vel séð um okkur,“ sagði Doumbia,
og segir fjölskylduna deila þeirri
skoðun.
Eiginkonurnar hjálpa
„Þeim líkar mjög vel hérna. Eigin-
konur strákanna í liðinu eru mjög
vingjarnlegar og hjálpa konu minni
að koma sér fyrir,“ sagði Doumbia.
Hann er uppalinn í Bamako, höfuð-
borg Malí.
„Ég spilaði þar með ASKO í 1.
deildinni í Malí og fékk svo tækifæri
með B-landsliðinu, sem er skipað
leikmönnum sem eru ekki atvinnu-
menn. Eftir það hafði Gent samband
og ég fór til Belgíu árið 2008 þar
sem ég skrifaði undir fyrsta atvinnu-
mannasamninginn, 18 ára gamall.
Það var erfitt að komast að í liðinu
sem miðvörður og á endanum fór ég
að láni til FC Brussels í 2. deild þar
sem ég spilaði alla leiki og stóð mig
vel. Eftir það fór ég til Waasland-
Beveren, sumarið 2011, og komst
með liðinu upp í efstu deild,“ sagði
Doumbia.
Skoraði gegn Eiði Smára
Hann var orðinn samningslaus
þegar FH fékk hann. Hann segir
styrkleika íslenskrar knattspyrnu
ágætan. „Ég vissi ekkert um Ísland
eða íslenskan fótbolta. Ég hafði spil-
að gegn þessum sem er í Breiðabliki
núna, [Stefáni] Gíslasyni, en ég vissi
ekkert að hann væri frá Íslandi. Ég
spilaði líka gegn Eiði Smára Guð-
johnsen sem ég veit auðvitað að er
alveg stórkostlegur leikmaður, og
skoraði í þeim leik ef ég man rétt,“
sagði Doumbia sem hefur annars
ekki haft mikinn tíma til að meta ís-
lensku liðin.
„Í fyrsta leiknum gegn Breiðabliki
fannst mér þeir mjög góðir í að
halda boltanum innan liðsins og þeir
spiluðu góðan fótbolta. Í leiknum
gegn Fylki voru þeir allir í vörn og
reyndu að sækja hratt fram, og KR-
liðið var mjög gott. Ég þekki ekki til
fleiri liða en mér sýnist íslenskur
fótbolti vera nokkuð góður. Styrkur
deildarinnar er auðvitað ekki sá sami
og í Belgíu og víða annars staðar í
Evrópu, þar sem samkeppnin er
meiri, en FH gæti spjarað sig þar
eins og liðið hefur sýnt í Evr-
ópudeildinni,“ sagði Doumbia sem
hlakkar til að spreyta sig með FH í
þeirri keppni. Góð frammistaða þar
gæti skilað honum aftur á meginland
Evrópu en þessi öflugi miðvörður
hugsar lítið um það núna.
„Vonandi verðum við meistarar í
haust og svo sjáum við til hvað ger-
ist. Í augnablikinu er ég leikmaður
FH og það er það eina sem ég hugsa
um,“ sagði Kassim Doumbia, leik-
maður 3. umferðar í Pepsi-deildinni
2014.
érna?“
Morgunblaðið/Þórður
Leikmenn:
Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík 4
Jonas Sandqvist, Keflavík 4
Kassim Doumbia, FH 4
Atli Guðnason, FH 3
Davíð Þór Viðarsson, FH 3
Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 3
Hafsteinn Briem, Fram 3
Lið:
FH 21
Keflavík 19
Fjölnir 16
Valur 12
Fram 11
3. umferð í Pepsi-deild karla 2014
Einkunnagjöfin
Þessir erumeð flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir
góðan leik, tvöM fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Markahæstir
3-4-3 Þórður Ingason
Fjölni
Lið umferðarinnar
Kassim
Doumbia
FH
Tryggvi Sveinn
Bjarnason
Fram
Bjarni Ólafur
Eiríksson
Val
Jóhannes Karl
Guðjónsson
Fram
Andrew
Sousa
Fylki
Einar Orri
Einarsson
KeflavíkKristján Gauti
Emilsson
FH
Elías Már
Ómarsson
Keflavík
Aron
Sigurðarson
Fjölni
Gunnar Örn
Jónsson
Fylki
Ármann PéturÆvarsson, Þór 2
Elías Már Ómarsson, Keflavík 2
Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 2
Hörður Sveinsson, Keflavík 2
Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni 2
KR 11
Stjarnan 10
Fylkir 9
Víkingur R. 9
Breiðablik 8
Þór 8
ÍBV 7
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
2