Morgunblaðið - 14.05.2014, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014
FERÐASUMAR 2014
ferðablað innanlands
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. maí.
Í blaðinu verður
viðburðardagatal sem
ferðalangar geta flett
upp í á ferðalögum
um landið og séð
hvað er um að vera á
því svæði sem verið er
að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Ferðasumar 2014
ferðablað
innanlands
föstudaginn
30. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Í FÍFUNNI
Þorkell Gunnar Sigurbjörnss.
thorkell@mbl.is
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði
eina markið í stórslag bikarmeist-
ara Breiðabliks og Íslandsmeistara
Stjörnunnar í 1. umferð Pepsídeild-
ar kvenna í gærkvöld þegar liðin
mættust í Fífunni í Kópavogi.
Markið kom eftir mistök í vörn
Stjörnunnar þegar Aldís Kara
komst inn í sendingu aftur til mark-
manns og afgreiddi boltann framhjá
Söndru Sigurðardóttur í marki Ís-
landsmeistaranna. Breiðablik vann
því leikinn 1:0.
„Það er auðvitað mjög svekkjandi
að vera sinn eigin bani. En svona er
þetta bara. Við vinnum sem lið og
við töpum sem lið,“ sagði Harpa
Þorsteinsdóttir, framherji Stjörn-
unnar, í viðtali við Morgunblaðið að
loknum leik í gærkvöld.
Stjarnan fór í gegnum Íslands-
mótið í fyrra með fullt hús stiga og
er liðið sem öll hin vilja vinna í sum-
ar. Garðbæingar vissu sjálfsagt að
þeir færu ekki í gegnum tvö sumur í
röð með fullt hús stiga, en það geta
þó ekki verið annað en vonbrigði
fyrir liðið að tapa strax í 1. umferð,
þótt það sé gegn sterku liði Breiða-
bliks.
Skipulagið í fyrirrúmi
Leikurinn í gærkvöld var afar
jafn, bæði lið vel skipulögð og varn-
arleikurinn var í fyrirrúmi. Það
gekk líka mjög vel hjá báðum liðum
í vörninni, fyrir utan þessi mistök
Stjörnunnar sem kostuðu liðið stig
út úr leiknum.
Markmiðið hjá Blikum var samt
greinilega bara að vinna leikinn
sama hvernig, því þegar Ragna
Björg Einarsdóttir fékk sendingu
inn fyrir vörn Stjörnunnar þremur
mínútum fyrir leikslok tók hún á
rás í átt að hornfánanum í stað þess
að reyna að sækja inn á teiginn og
ógna að marki. Það virtist í raun
skipta meira máli að verja 1:0-
forystuna en að reyna að bæta við
marki, allavega í þetta sinn.
Það er svosem ekkert skrýtið að
bæði lið hafi nálgast leikinn á var-
færinn hátt og lagt upp með þéttan
varnarleik og treyst á skyndisóknir.
Þetta eru jú tvö af þremur liðum
sem spáð er að muni berjast um Ís-
landsmeistaratitilinn. En það er jú
líka alltaf sama gamla þulan um að
fyrst þurfi að hafa vörnina í lagi áð-
ur en sótt er.
Bæði lið munu þó væntanlega
kynna áhorfendur fyrir meira
spennandi sóknarleik í leikjum
gegn öðrum liðum í deildinni.
Greining Rakelar Hönnudóttur,
fyrirliða Breiðabliks, á leiknum í
gærkvöld var kannski ekki fjarri
lagi. „Mér fannst þetta kannski
bara snúast um það hvort liðið skor-
aði á undan, því leikurinn var svo
jafn,“ sagði Rakel að loknum leik í
Fífunni.
Rakel, sem ber fyrirliðaband
Breiðabliks, þráir sjálfsagt ekkert
heitar en að fagna Íslandsmeist-
aratitlinum í haust. Hún hefur aldr-
ei unnið þann stóra, en eftir mörg
ár hjá Þór/KA skipti hún í raðir
Breiðabliks 2012 og varð því ekki
meistari með Akureyringum sama
ár. Þótt Íslandsmótið sé rétt að
byrja færir sigurinn í gærkvöld
Breiðabliki þó sjálfstraust.
FH lenti undir en vann samt
Aftureldingu er spáð neðsta sæti
úrvalsdeildarinnar af fyrirliðum,
þjálfurum og forráðamönnum liða í
deildinni. Mosfellingar byrjuðu þó
vel gegn FH í gærkvöld og komust
yfir með marki Steinunnar Sig-
urjónsdóttur strax á 8. mínútu.
FH sýndi þó styrk sinn og skor-
aði þrjú mörk í röð og vann 3:1. Jó-
hanna Steinþóra Gústavsdóttir,
Heiða Dröfn Antonsdóttir og Ana
Victoria Cate skoruðu mörkin.
ÍBV vann á Selfossi
Eyjakonur sóttu svo þrjú stig á
Selfoss þar sem ÍBV vann 2:1.
Shaneka Gordon og Vesna Smiljko-
vic skoruðu mörk ÍBV en Guð-
munda Brynja Óladóttir mark Sel-
foss úr víti.
Mistök meistaranna nýtt
Breiðablik sigraði Íslandsmeistara Stjörnunnar í 1. umferð úrvalsdeildar
kvenna í knattspyrnu FH hafði betur gegn Aftureldingu ÍBV lagði Selfoss
Morgunblaðið/Ómar
Fögnuður Leikmenn Breiðabliks fagna sigurmarki Aldísar Köru Lúðvíksdóttur í Fífunni í gærkvöld.
Ég segi ekki að ég sé búinn
að poppa og pússa flatskjáinn en
ég er alla vega fyllilega meðvit-
aður um það að HM í fótbolta,
stærsti íþróttaviðburður heims
utan Ólympíuleikanna, hefst 12.
júní. Það verður vissulega með
blöndu af trega og gleði þegar
maður fylgist með Króötum
mæta Brasilíu í upphafsleiknum,
í ljósi þess hve nærri Ísland var
því að vera þarna í stað Króatíu,
en svo tekur við mánaðarlöng
knattspyrnuveisla þar til nýir
meistarar verða krýndir 13. júlí.
Maður er auðvitað vanur
því að geta ekki haldið með Ís-
landi á stórmótum í knattspyrnu
karla, og þess vegna eru Hol-
lendingar mínir menn á slíkum
mótum. Þeir spila alla jafna
skemmtilegan fótbolta og hafa
þannig hrifið mig með sér. Það er
hins vegar ansi langt liðið síðan
þeir fögnuðu titli og ég hef farið
illa út úr veðmálum við Spánar-
dýrkandann kærustuna mína á
síðustu mótum. Ég sé ekki fram
á að það breytist nú, með þessa
vörn sem hollenska liðið teflir
fram.
Spánn og Holland mætast í
riðlakeppninni í þetta sinn en
það er nokkuð ljóst að bæði lið
komast áfram í 16-liða úrslitin.
Innbyrðis leikur liðanna gæti
hins vegar mjög líklega orðið úr-
slitaleikur um hvort liðið þarf að
mæta Brasilíu í 16-liða úrslit-
unum. Það er eitthvað sem öll lið
vilja forðast í lengstu lög, enda
Brasilíumenn einna sigur-
stranglegastir fyrir mótið.
Aðrar þjóðir sem gera tilkall
til titilsins í ár eru meðal annars
Þýskaland og Argentína. Þá held
ég að Ítalir gætu komið mörgum
á óvart. Vonandi mæta menn
annars ferskir til leiks þrátt fyrir
eitilharða titilbaráttu í stórum
deildum á borð við þá spænsku
og ensku.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Þór/KA og Valur skildu jöfn, 1:1, þegar liðin áttust við á
grasvelli Þórsara á Akureyri í 1. umferð Pepsídeildar
kvenna í knattspyrnu í gærkvöld.
Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir kom Valslið-
inu yfir á 67. mínútu með skoti úr vítateignum en Helena
Rós Þórólfsdóttir jafnaði metin fyrir Akureyrarliðið
fimm mínútum fyrir leikslok með viðstöðulausu skoti frá
vítateigshorninu. Þar við sat en liðin urðu að sættast á
skiptan hlut. Bæði lið sköpuðu sér ágæt færi en mörkin
urðu bara tvö og líklegast voru úrslitin sanngjörn.
Báðum þessum liðum er spáð toppbaráttu en í árlegri
spá forráðamanna og fyrirliða var Valskonum spáð 3.
sæti en Þór/KA því fjórða. Valur endaði í öðru sæti í
deildinni á síðustu leiktíð en norðankonur höfnuðu í
fjórða sætinu.
Valur tekur á móti Aftureldingu í 2. umferðinni á
þriðjudaginn en Þór/KA sækir lið Selfyssinga heim á
sunnudaginn. gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gleði og sorg Helena Rós Þórólfsdóttir, lengst til vinstri, fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Val þegar tæpar fimm
mínútur voru eftir, eins og vallarklukkan sýnir. Elín Metta Jensen Valsmaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum.
Helena tryggði Þór/KA jafntefli