Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 4
Vissir þú ...að ... BARNABLAÐIÐ4 4 1 2 3 1 2 1 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1 til 4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1–4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 2 Lausn aftast Brandarar … sniglar geta sofið í þrjú ár? …að krókódílar eru litblindir? …að tungan á kamelljónum er tvisvar sinnum stærri en dýrið sjálft? …að hundar svitna í gegnum þófana? …að flóðhestar eignast afkvæmi sín í vatni? ….að hvalir geta ekki synt afturábak? …að það eru einungis kvenkyns moskítóflugur sem bíta? …að broddgeltir eru með að meðaltali 30.000 brodda? …að tarantula könguló getur lifað án matar í tvö og hálft ár? …að gíraffar geta ekki synt? …að krókódílar gleypa steina til að auðvelda sér að kafa dýpra? …að naut geta hlaupið hraðar upp brekkur en niður? …að tennurnar á hákörlum eru bókstaflega jafn harðar og stál? …að blóðið í engisprettum er hvítt? Taktföst bassatónlist í anda hip hop-götudansa tók á móti blaðam Barnablaðsins þar sem hann leit í heimsókn í Kramhúsið á dögun var þó ekki hip hop-spor sem verið var að æfa niðri á gólfinu heldu tegund götudansa – hið svokallaða „popping“, sem breakdans-ke Natasha var í óðaönn að fara yfir. Sum sporin minntu einna helst á taktfastar hreyfingar vélmenna öðrum virtust menn næstum liðamótalausir. Við settumst niður með þeim Ólafi Frey Finnssyni, Magnúsi Garð Gylfasyni, Unnari Steini Sigurðssyni, Leon Snorrasyni og Benedikt Björnssyni og fengum þá til að segja aðeins frá því sem fyrir augu Þeir eru allir á aldrinum 10 til 14 ára. Michael Jac gerði „popp spor frægt Í fyrstu, þið komið víða af á höfuðborgarsvæðinu til að æfa hérna. Í hvaða skólum eruð þið? Ólafur: Ég er í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Magnús: Ég kem úr Salaskóla í Kópavogi. Unnar: Ég er í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Leon: Ég líka. Benedikt: Ég er í Húsaskóla, í Húsahverfi. Getið þið aðeins útskýrt hvað„popping“ er? Allir: Dans Magnús: Já það er dans sem inni- heldur alls konar hreyfingar og spor, t.d. „wave“, þ.e.a.s. maður hreyfir sig með ákveðnum hætti við tónlistina. Svo eru önnur spor eins og til dæmis „azolation“ en þar hreyfir maður bara einn líkamspart í einu, eins og til dæmis bara hausinn eða bara axl- irnar, og lætur fylgja tónlistinni. [Hinir kinka allir kolli] Hvernig tónlist dansar maður við í „popping“? Allir: Popp-tónlist. Ólafur: Já, eiginlega bara alls konar – mismunandi. Benedikt: Ég dansa t.d. eiginlega mest við Louder. Leon: Það er lag. Unnar: Já, svona remix. Benedikt: Það er líka mikið notað í dansi. Hvernig datt ykkur í hug að fara a „popping“? Ólafur: Ég sá „popping“ í Ísland Go Hver er munurinn á fíl og fló? Svar: Fílar getur verið með flær en flær geta ekki verið með fíla! Hvernig veistu hvort það er fíll undir rúminu hjá þér? Svar: Nefið á þér snertir loftið! Hvað kallast fíll sem flýgur? Svar: Júmbóþota! Hvað segir þú við fíl í megrun? Svar: Sem minnst – megrun fer svo agalega í skapið á þeim! Úr líffræðitíma: „Vitið þið það, krakkar, að stundum fæðast börn fyrir tímann,“ sagði kennarinn við unga bekkinn. „Mikið rosalega hef ég þá verið heppinn,“ gall við í Hjálmari. „Hvað áttu við, Hjálmar minn,“ spurði kennarinn yfir bekkinn. Það stóð ekki á svari hjá unga námsmanninum; „Nú, ég fæddist akkúrat á afmælisdaginn minn!!“ Frá vinstri: Benedikt, Magnús og Leon. Ólafu og Unnar í neðri röð.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.