Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Strákarnir stilltu sér upp ásamt Natöshu kennara. Ljósmyndir/Kristinn Ingvarsson manni um. Það ur önnur nnarinn a en í ðari t Bergi bar. ckson ping“ í break- að æfa ot Talent og fannst það flott. Svo ég ákvað bara að prófa. Magnús: Ég er að æfa breakdans hérna. Vinur minn, hann Brynjar, í Ísland Got Talent, er einmitt „poppari“ og alveg rosalegur poppari. Ég vissi að Natasha ætlaði að bjóða upp á námskeið í þessu og um leið og tókst að setja það saman, skráði ég mig við fyrsta tækifæri. Unnar: Brynjar einmitt mælti með því við mig að ég byrjaði í „popping“ en ég er með góða liði í það. Mamma sagði líka að væri flott að ég gæti farið að hrista mig svona, eins og í „popping“. Leon: Unnar hérna, vinur minn, var að æfa break og ég byrjaði í því líka. Þegar við fórum á break-sýningu heyrðum við að það væri hægt að skrá sig á „popping“- námskeið líka. Ég ákvað að prófa og hef verið að æfa það síðan. Benedikt: Ég byrjaði bara að æfa break. Síðan sá ég auglýsingu um „popping“ og heyrði líka um það hjá Natöshu, og ákvað að prófa. Er margt líkt með „popping“ og break-i? Magnús: Fólk heldur það og það er alveg hægt að nota þetta í break-i en þetta eru tveir mismunandi dans-stílar. Margir tengja til dæmis wave-sporið við break en það er í alvörunni sér „popping“-spor. Hvert rekur „popping“-dansstíllinn upphaf sitt – hvar varð hann til? (Hér fékk Natasha að leggja orð í belg, enda þaulreynd í fræðunum). Natasha: Í Bandaríkjunum, í New York, undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda (1970- og 1980-eitthvað). Þaðan barst hann síðan yfir hafið. Ég lærði af einum af upphafsmönnunum, Mr. Wiggles, í Rock Steady Crew [frægur danshópur]. Eigið þið ykkur einhverja uppáhalds „popping“ dansara? Unnar: Joel Martin er góður. Magnús: Poppin John, Mr. Wiggles líka, Blueprint, Marquese Scott og Brynjar auðvitað! [Hinir kinka allir kolli]. Hvað með frægar stjörnur sem hafa tekið þessi spor upp? Natasha: Frægastur er eflaust Michael Jackson. Magnús: Michael Jackson var ekki alveg „poppari“ [í dans-skilningi] en hann gerði backslide-sporið úr „popping“ frægt. Fólk fór þá að kalla það „moonwalk“ eftir myndinni sem hann dansaði það fyrst í. En hvað finnst ykkur skipta máli í „popping“ – eru einhverjir eiginleikar sem er gott að búa yfir, vilji maður æfa þetta? Unnar: Það er gott að vera svolítið liðugur eiginlega. Benedikt: Ég hugsaði það sama, maður þarf að vera góður í höndunum. Leon: Já, maður þarf að vera sterkur í höndunum, til dæmis geta haldið þeim uppi rosa lengi. Maður þarf að æfa sig í því. Ólafur: Ég er ekki alveg viss, ég er nýbyrjaður. Magnús: Það er gott að vera „double jointed“, þ.e. með mjög sveigjanleg liðamót, til dæmis í öxlunum. Hvernig tónlist hlustið þið annars á venjulega? Unnar: Remix, dubstep, svona bassa-tónlist og þannig. Leon: Já, líka dubstep hér, rapp líka og svona – ég er dálítið mikið í því. Benedikt: Ég veit það eiginlega ekki, bara Louder. Magnús: Hip hop, house, trap, dubstep... þetta er allt mjög gott í svona hreyfingar. Ólafur: Enginn sérstakur söngvari, meira lög. Mynduð þið segja að „popping“ væri vinsælt á Íslandi? Ólafur: Ég held að það sé ekki orðið mjög vinsælt hérna en það verður það örugglega. Magnús: Það verður það örugglega – ekki síst eftir að Brynjar vinnur Ísland Got Talent. Ætlið þið að halda áfram? Allir: Já!! Að svo búnu þökkuðum við strákunum fyrir spjallið og hleyptum þeim aftur út á gólfið. Þess má geta að viðtalið var tekið skömmu fyrir úrslit Ísland Got Talent, þar sem Brynjar Dagur Albertsson, dansari, fór með sigur af hólmi, rétt eins og Magnús spáði fyrir um. , ur

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.