Morgunblaðið - 21.07.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 21.07.2014, Síða 1
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2014 ÍÞRÓTTIR Sund Sundkappinn Anton Sveinn McKee tvíbætti Íslandsmetið í 200 metra bringusundi á L.A. boðsmótinu í Bandaríkjunum um helgina og bætti Íslandsmetið í 400 metra skriðsundi. 7 Íþróttir mbl.is AFP Bestur Rory McIlroy lék best á Opna breska meistaramótinu um helgina. OPNA BRESKA Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sigraði í gær á Opna breska meistaramótinu í golfi sem haldið var á Royal Liverpool-vellinum í Bretlandi. Hann lék hringina fjóra á 271 höggi, eða á 17 höggum undir pari. Næstir urðu Sergio Garcia frá Spáni og Rickie Fowler frá Banda- ríkjunum, en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. „Þetta er frábært enda er þetta mótið sem við viljum allir sigra á,“ sagði McIlroy þegar hann tók við verðlaunagripnum fræga. „Ég get ekki beðið eftir að verja þennan sig- ur á St. Andrews á næsta ári,“ bætti hann við kátur í bragði. Góð forysta fyrir lokahringinn McIlroy var með góða forystu fyr- ir lokahringinn í gær en hann var sex höggum á undan Rickie Fowler og voru þeir saman í ráshóp. Fowler náði aldrei að gera alvarlega atlögu að McIlroy, en fékk þrjá fugla á síð- ustu fjórum holunum og náði að krækja í annað sætið ásamt Sergio Garcia, báðir á 15 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir meist- aranum. Garcia náði hins vegar aðeins að velgja meistaranum undir uggum enda lék hann fyrri níu holurnar á þremur höggum undir pari og fékk síðan örn á tíundu holu og var þá kominn fimm undir parið á meðan McIlroy var á pari eftir fyrri níu. Garcia náði muninum þrívegis niður í tvö högg, en nær komst hann ekki og verður því enn að bíða eftir að sigra á risamóti. Frábær hringur hjá Furyk Jim Furyk laumaði sér upp í fjórða sætið með frábærum leik í gær en hann lék hringinn á 65 högg- um, sjö undir pari. Það er met en þrír aðrir kylfingar léku þennan leik í gær, Marc Leishman frá Ástralíu, Shane Lowry frá Írlandi og Chris Wood frá Englandi. McIllroy, sem er 25 ára síðan í maí, bætti þarna enn einni skraut- fjöðrinni í hatt sinn því hann hefur sigrað á tveimur öðrum risamótum. Ævintýrið byrjaði á Opna banda- ríska árið 2011 þar sem hann sigraði með átta högga mun, lék þá á 16 höggum undir pari, sem er met á því móti. Ári síðar sigraði hann á PGA meistaramótinu með átta höggum og í gær bætti hann þriðja risamót- inu við, Opna breska og varð þar með fyrsti Evrópubúinn til að sigra á þremur mismunandi risamótum. Faðir hans græddi líka Faðir McIlroy lagði fé undir í veð- bönkum þegar strákurinn var 15 ára og sagði að hann myndi sigra á Opna breska áður en hann yrði 26 ára. Hann mun því uppskera ríkulega nú þegar pilturinn hefur náð þessu markmiði, eða sem nemur tæpum 40 milljónum króna. Taugar McIlroy héldu  Sigraði á Opna breska meistaramótinu í Liverpool  Fyrsti Evrópubúinn síðan 1934 til að sigra á þremur risamótum  Garcia og Fowler komu næstir Framtíð Guð- laugs Victors Pálssonar, leik- manns N.E.C. Nijmegen í Hol- landi, skýrist vonandi á næstu dögum að eigin sögn en hann er á förum frá fé- laginu sem féll úr hollensku úr- valsdeildinni á síðasta tímabili. Guðlaugur og Nijmegen höfðu komist að samkomulagi við aust- urríska félagið Sturm Graz fyrir rúmum tveimur vikum um fé- lagaskipti. „Það var komið í höfn,“ sagði Guðlaugur Victor við Morg- unblaðið í gær en síðan hrökk allt í baklás. „Eftir að allt var orðið klárt segja þeir við okkur að þeir þurfi að selja einn leikmann áður en ég get komið,“ en leikmaðurinn sem um ræðir er Anel Hadzic sem lék með Bosníu á HM í Brasilíu. Nú eru liðnar tvær vikur og það er mun lengra en Guðlaugur bjóst við. „Ég vona virkilega að þessi Sturm Graz samningur gangi í gegn. Áhuginn sem þeir hafa sýnt mér er mjög mikill og þjálfarinn er búinn að hafa samband við mig persónulega. Það er mikilvægt að vita þegar maður gengur til nýs félags að manni sé ætlað hlutverk í byrjunarliðinu.“ peturhreins@mbl.is Sturm Graz heldur Guð- laugi í bið Guðlaugur Victor Pálsson Stjörnumenn eru enn án taps eftir 12 leiki í Pepsi- deild karla í knattspyrnu. Stjarnan vann 3:1-útisigur á Fylki í gærkvöld í Árbænum og tók um leið topp- sætið. Reyndar getur FH endurheimt toppsætið í kvöld þegar FH sækir Breiðablik heim. Stjarnan hefur 26 stig eftir 12 leiki en FH er með 25 stig eftir 11 leiki. Fast á hæla þeirra sækja svo KR-ingar með 22 stig í 3. sæti, en KR vann 4:1-sigur á Val á laug- ardag. Jonathan Glenn hjá ÍBV er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann skoraði síðara mark ÍBV þegar Eyjamenn unnu Fram, 2:0 í Eyjum í gær. Glenn hefur nú skorað 7 mörk í deildinni og ÍBV unnið þrjá leiki í röð og er að taka við sér eftir afleita byrjun. Fram er hins vegar komið í botnsæti deild- arinnar, því Þór og Keflavík gerðu markalaust jafn- tefli á Akureyri og þar með fór Þór upp fyrir Fram. Tólftu umferð úrvalsdeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Breiðablik tekur á móti FH á Kópavogsvelli og Víkingur R. og Fjölnir mætast í Víkinni. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Fjallað er um leiki helgarinnar í Morgunblaðinu í dag. »2, 4, 8 Stjarnan enn taplaus  Fram er á botninum Morgunblaðið/Eggert Barátta Daníel Laxdal Stjörnunni og Albert Brynjar Inga- son, nýjasti liðsmaður Fylkis, eigast við í leiknum í gær. Miklar líkur eru á því að FH- ingurinn Kristján Gauti Emilsson semji við hollenska B-deildarliðið NEC Nejmegen. Kristján Gauti fór til Hollands um helgina þar sem hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og í hollenskum fjölmiðlum er því haldið fram að hann muni semja við félagið. Ekki náðist í Kristján Gauta í gær, en Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri búið að ganga frá neinu en átti allt eins von á því að það gæti gerst fljótlega. FH lánaði Albert Brynjar Inga- son til Fylkis um helgina og því fækkar framherjum liðsins um tvo fari Kristján Gauti til Hollands. Jón Rúnar sagði miklar líkur á því að FH fengi því til sín nýjan sóknar- mann fljótlega en þó sé ekkert í hendi ennþá. Kristján Gauti á leið til NEC Nejmegen 21. júlí 1987 Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigrar Bandaríkin, 26:20, í vin- áttulandsleik í Georgíu. Júlíus Jónasson og Að- alsteinn Jónsson eru markahæstir með 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið sem mætir Bandaríkjamönnum sjö sinnum á níu dögum í ferð- inni. 21. júlí 2012 Ísland sigrar Argentínu, 27:23, í vináttulandsleik karla í hand- knattleik í Kaplakrika en liðin eru í lokaundirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í London. Guðjón Valur Sigurðsson skorar 6 mörk, Snorri Steinn Guðjóns- son og Róbert Gunnarsson 5 hvor. 21. júlí 2013 Ísland sigrar Makedóníu, 99:83, á alþjóðlegu körfuknattleiksmóti karla í Kína og tryggir sér með því annað sætið. Jakob Örn Sig- urðarson er stigahæstur í ís- lenska liðinu með 22 stig. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.