Morgunblaðið - 21.07.2014, Qupperneq 4
Framara sem var lagður af stað í
„rétt“ horn. Eyjamenn léku undan
sterkum vindi í fyrri hálfleik og sann-
ast sagna voru gestirnir úr Safamýr-
inni stálheppnir að vera aðeins marki
undir í hálfleik. Eyjamenn fengu fjöl-
mörg færi til að bæta við marki en voru
klaufar að gera það ekki, auk þess sem
Hörður sá við þeim í nokkur skipti.
Vörn Eyjamanna traust
Framarar bættu við sóknarþung-
ann undan vindinum í síðari hálfleik
en það var eins og það vantaði síðustu
sendinguna til að skapa verulega
hættu við mark ÍBV. Gestirnir gerð-
ust nokkrum sinnum ágengir við
markið en helst voru það langskot
sem sköpuðu einhverja hættu og Abel
Dhaira var vandanum vaxinn í Eyja-
markinu. Varnarleikur Eyjamanna
var mjög traustur, með miðverðina
Eið Aron Sigurbjörnsson og Brynjar
Gauta Guðjónsson fremsta í flokki.
Eða réttara sagt aftasta í flokki ef út í
það er farið. Enda fór það svo að
Eyjamenn héldu hreinu í fyrsta sinn í
sumar.
Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram,
hitti naglann á höfuðið eftir leik þegar
hann sagði að það hefði vantað kjark,
þor og dug í sína leikmenn. Það var
eins og leikmenn gestanna gætu gert
mun betur. Auðvitað er mikill missir í
Ögmundi Kristinssyni, markverði
Framara, sem er farinn í atvinnu-
mennsku. En hann sá ekki um að
skora mörk og það var það sem Fram
vantaði í gær enda var staðan 1:0
þegar komið var í uppbótartíma.
Eins og áður sagði lönduðu Eyja-
menn sínum þriðja sigri í röð eftir af-
leita byrjun í deildinni þar sem liðið
vann ekki leik fyrr en í 10. umferð. Í
kjölfarið hafa komið tveir sigrar og er
Eyjaliðið nú um miðja deild. En það
sem kannski skiptir mestu máli, er að
leikmenn virðast vera búnir að ná átt-
um. Varnarleikur liðsins var góður í
gær og svo eru þeir með markahæsta
leikmann deildarinnar í fremstu víg-
línu. Ef ÍBV heldur áfram á þessari
braut, þá hafa Eyjamenn losað sig við
falldrauginn.
ÍBV að losa sig við falldrauginn?
Framarar komnir á botn deildarinnar eftir 2:0 tap í Eyjum Þriðji sigur ÍBV í deildinni í röð
Jonathan Glenn er orðinn markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni með 7 mörk
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Markahæstur Jonathan Glenn fagnar marki sínu fyrir ÍBV gegn Fram á Hásteinsvelli. Glenn er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með 7 mörk.
Á ÞÓRSVELLI
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Þrátt fyrir að ekki væri skorað í við-
ureign Þórs og Keflavíkur á Akur-
eyri í gær fengu áhorfendur töluvert
fyrir peninginn. Þegar á heildina er
litið má segja að jafntefli hafi verið
sanngjörn úrslit en gestirnir voru þó
nær sigri. Fengu víti í blálokin en
Sandor Matus varði spyrnu Harðar
Sveinssonar með tilþrifum.
Bæði lið voru í sóknarhug, boðið
var upp á óvenjumargar mark-
tilraunir og hart var barist. Rauða
spjaldið fór einu sinni á loft; því gula
var í tvígang veifað framan í Inga
Fannar, bakvörð Þórs, fyrir brot,
sem hvorugt var þó gróft. Markvörð-
ur gestanna, Jonas Sandqvist, slapp
hins vegar með skrekkinn eftir rúm-
ar 20 mín. þegar hann sló Jóhann
Helga í vítateignum. Dómarinn gaf
markverðinum gult spjald en Kefla-
vík fékk aukaspyrnu þótt Jóhann
virtist ekki snerta Jónas. Liðin áttu
sitt hvort stangarskotið í leiknum,
sitt hvort þrumuskotið yfir markið
úr miðjum teig og Sandor í Þórs-
markinu varði þrisvar vel áður en
kom að vítinu. En besta færið – fyrir
utan vítið – fékk Hörður Sveinsson í
markteig Þórsara um miðjan seinni
hálfleik en hitti ekki boltann.
Mesta athygli vakti bandaríski
framherjinn Chukwudi Chijindu hjá
Þór, en hann er augljóslega að ná sér
bærilega af meiðslum sem hafa plag-
að hann lengst af sumri og bauð upp
á glæsileg tilþrif af og til. Þórsurum
veitir ekki af því að hafa hann til-
tækan og í ham í botnbaráttunni.
Skothríð en ekki skorað
Fjörugur leikur á Þórsvelli þótt ekki væri skorað Vítabaninn Sandor Matus sá við Herði
Sveinssyni Gleðiefni fyrir Þórsara að Chuck er allur að koma til Þór fór upp úr botnsætinu
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2014
Þórsvöllur, Pepsi-deild karla, 12.
umferð, sunnudag 20. júlí 2014.
Skilyrði: Gerast vart betri. Völl-
urinn góður, hiti 17 stig og léttur
norðaustan andvari. Sólarlaust.
Skot: Þór 10 (7) – Keflavík 12 (7).
Horn: Þór 8 – Keflavík 7.
Þór: (4-5-1): Mark: Sándor Matus
Vörn: Sveinn Elías Jónsson, Orri
Freyr Hjaltalín, Atli Jens Alberts-
son (Jóhann Þórhallsson 56.), Ingi
Freyr Hilmarsson Miðja: Sigurður
Marinó Kristjánsson (Kristinn Þór
Björnsson 68.), Hlynur Atli Magn-
ússon, Orri Sigurjónsson, Ármann
Pétur Ævarsson, Jóhann Helgi
Hannesson. Sókn: Chukwudi Chij-
indu.
Keflavík: (4-5-1): Mark: Jonas
Sandqvist Vörn: Aron Grétar Ja-
fetsson, Einar Orri Einarsson, Unn-
ar Már Unnarsson, Magnús Þórir
Matthíasson Miðja: Bojan Stefán
Ljubicic (Sigurbergur Elíasson
82.), Sindri Snær Magnússon,
Frans Elvarsson (Paul McShane
71.), Jóhann Birnir Guðmundsson
(Magnús S. Þorsteinsson 61.), Elí-
as Már Ómarsson. Sókn: Hörður
Sveinsson.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 5.
Áhorfendur: 595.
Þór – Keflavík 0:0
Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 12.
umferð, sunnudag 20. júlí 2014.
Skilyrði: Stífur vindur á annað mark-
ið, skýjað en völlurinn mjög góður.
Skot: ÍBV 19 (12) – Fram 11 (4).
Horn: ÍBV 5 – Fram 6.
ÍBV: (4-3-3) Mark: Abel Dhaira Vörn:
Jökull I. Elísabetarson, Brynjar Gauti
Guðjónsson, Eiður Aron Sigurbjörns-
son, Matt Garner Miðja: Atli Fannar
Jónsson, Gunnar Þorsteinsson, Ian
Jeffs. Sókn: Dean Martin (Jón Inga-
son 82.), Jonathan Glenn, Víðir Þor-
varðarson (Arnar Bragi Bergsson
82.).
Fram: (4-3-3) Mark: Hörður Fannar
Björgvinsson Vörn: Orri Gunnarsson,
Tryggvi Sveinn Bjarnason, Ingiberg
Ólafur Jónsson, Ósvald Jarl Trausta-
son. Miðja: Hafsteinn Briem (Aron
Þórður Albertsson 41.), Jóhannes
Karl Guðjónsson, Viktor Bjarki Arn-
arsson. Sókn: Arnþór Ari Atlason, Al-
exander Már Þorláksson (Ásgeir
Marteinsson 58.), Haukur Baldvins-
son (Aron Bjarnason 70.).
Dómari: Þóroddur Hjaltalín - 7
Áhorfendur: 441.
ÍBV – Fram 2:0
1:0 Víðir Þorvarðarson, 5. skaut aflöngu færi úr aukaspyrnu og í
netið. Boltinn hafði viðkomu í varnar-
manni Fram og breytti um stefnu.
2:0 Jonathan Glenn, 90. vann bolt-ann af Herði Björgvinssyni,
markverði Fram, sem var kominn langt
út úr vítateignum og skoraði í tómt mark-
ið.
I Gul spjöld:Brynjar (ÍBV), 12. (brot), Tryggvi
(Fram), 65. (brot), Arnþór (Fram), 86.
(brot), Jóhannes (Fram), 89. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Matt Garner (ÍBV)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Dean Martin (ÍBV)
Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Atli Fannar Jónsson (ÍBV)
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Jonathan Glenn (ÍBV)
Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Tryggvi Bjarnason (Fram)
Haukur Baldvinsson (Fram)
I Gul spjöld:Sandqvist (Keflavík) 22. (sló
Jóhann Helga), Ingi Freyr (Þór) 30.
(brot), Magnús Þórir (Keflavík) 44.
(brot), Frans (Keflavík) 65. (brot),
Hlynur Atli (Þór) 70. (brot), Orri
Freyr (Þór) 87. (mótmæli)
I Rauð spjöld: Ingi Freyr (Þór) 66. (brot).
MM
Sándor Matus (Þór).
M
Atli Jens Albertsson (Þór)
Hlynur Atli Magnússon (Þór)
Chukwudi Chijindu (Þór)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Sindri S. Magnússon (Keflavík)
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Í EYJUM
Júlíus G. Ingason
sport@mbl.is
Eyjamenn losuðu sig úr fallbarátt-
unni í bili í það minnsta með þriðja
sigri sínum í röð í efstu deild en ÍBV
lagði Fram að velli í Eyjum í gær, 2:0.
Sigur Eyjamanna var verðskuldaður
en leikmenn heimaliðsins óðu í færum
í fyrri hálfleik á meðan gestunum
gekk illa að skapa sér færi. Með sigr-
inum sendu Eyjamenn Framliðið nið-
ur á botn deildarinnar en lítið hefur
gengið hjá Safamýrarliðinu und-
anfarið.
Leikurinn var rétt nýhafinn þegar
Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir með
þrumuskoti af um 25 metra færi.
Hljómar vel en boltinn hafði viðkomu
í varnarmanni Fram, breytti um
stefnu og fór þannig framhjá Herði
Björgvinssyni, hinum unga markverði