Morgunblaðið - 21.07.2014, Qupperneq 6
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2014
IFK Gautaborg – Mjällby........................ 3:1
Hjálmar Jónsson sat allan leikinn á vara-
mannabekk Gautaborgar.
Guðmann Þórisson lék allan leikinn með
Mjälby.
Gefle – Halmstad ..................................... 2:0
Skúli Jón Friðgeirsson lék allan leikinn
með Gefle.
Guðjón Baldvinsson og Kristinn Stein-
dórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad
en Kristni var skipt af velli á 78. mínútu.
Örebro – Helsingborg............................. 1:1
Arnór Smárason var ekki í leikmanna-
hóp Helsingborgar.
Åtvidaberg – Brommapojkarna ........... 3:2
Kristinn Jónsson lék allan leikinn með
Brommapojkarna.
Norrköping – Elfsborg ........................... 4:2
Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn
með Norrköping og skoraði þriðja mark
liðsins.
Falkenberg – AIK.................................... 4:1
Halldór Orri Björnsson var ekki í leik-
mannahóp Falkenberg.
Staðan:
Malmö 15 10 4 1 27:11 34
AIK 15 8 4 3 30:23 28
Kalmar 15 7 6 2 21:15 27
IFK Gautaborg 15 6 8 1 27:15 26
Elfsborg 15 7 4 4 23:17 25
Häcken 14 7 3 4 29:18 24
Djurgården 14 5 7 2 22:15 22
Norrköping 15 5 4 6 20:26 19
Åtvidaberg 15 5 4 6 17:25 19
Falkenberg 15 4 5 6 16:18 17
Gefle 15 3 7 5 17:17 16
Helsingborg 15 4 4 7 16:22 16
Örebro 15 3 6 6 17:23 15
Mjällby 15 3 3 9 14:26 12
Halmstad 15 2 5 8 15:27 11
Brommapojkarna 15 1 4 10 17:30 7
SVÍÞJÓÐ
Badmintonsamband Íslands
réð um helgina tvo nýja lands-
liðsþjálfara. Frímann Ari
Ferdinandsson sér um þjálfun
A-landsliðsins, en hann hefur
komið að þjálfun í badminton
frá árinu 1990 og áður gegnt
stöðu unglingalandsliðsþjálf-
ara og aðstoðarlandsliðsþjálf-
ara Íslands.
Helgi Jóhannesson mun svo
þjálfa unglingalandsliðin.
Helgi er margfaldur Íslandsmeistari í badmin-
ton. Fimm sinnum varð hann Íslandsmeistari í
einliðaleik, tíu sinnum í tvíliðaleik og tvisvar í
tvenndarleik. Helgi sækir nú námskeið í Dan-
mörku í afreksþjálfun. Frímann Ari og Helgi
taka við störfum nú þegar. thorkell@mbl.is
Frímann og Helgi
landsliðsþjálfarar
Frímann Ari
Ferdinandsson
Enskir fjölmiðlar greindu frá
því um helgina að Tottenham
hefði samþykkt kauptilboð
velska liðsins Swansea í Gylfa
Þór Sigurðsson. Gylfi átti að
vera í byrjunarliði Tottenham í
æfingaleik liðsins gegn Seattle
Sounders á laugardagskvöld en
hálftíma fyrir leik var ákveðið
að Gylfi myndi ekki byrja leik-
inn og kom svo ekkert við sögu,
en leiknum lauk 3:3.
Talið er líklegt að Gylfi hafi meiri áhuga á því að
ganga í raðir Swansea á nýjan leik heldur en Crys-
tal Palace sem einnig hefur haft augastað á hon-
um. Þó kemur víst enn til greina að hann verði
áfram hjá Tottenham. Gylfi lék með Swansea
vorið 2012 og skoraði 7 mörk í 18 leikjum.
Fer Gylfi aftur til
Swansea?
Gylfi Þór
Sigurðsson
Selfyssingurinn Viðar Örn
Kjartansson skoraði fjórtánda
deildarmark sitt í norsku úr-
valsdeildinni á tímabilinu þeg-
ar hann skoraði seinna mark
Vålerenga í 2:0-sigri liðsins á
Strömsgodset, meisturum síð-
asta árs. Þetta var jafnframt
fyrsta tap Strömsgodset á
heimavelli í 46 leikjum.
Viðar Örn var þó ekki eini
Íslendingurinn sem var á
markaskónum um helgina. Keflvíkingurinn Arn-
ór Ingvi Traustason skoraði eitt mark fyrir Norr-
köping í 4:2-sigri liðsins á Elfsborg í sænsku úr-
valsdeildinni. Þá skoraði Katrín Ómarsdóttir eitt
mark fyrir Liverpool í 3:1-sigri á Bristol á Eng-
landi. thorkell@mbl.is
Fjórtánda mark
Viðars Arnar
Viðar Örn
Kjartansson
meiðslunum. Ég hef því ekkert verið
að pæla í EM í vor eða sumar. Ég
reikna heldur ekki með að keppa aft-
ur í tugþraut á þessu ári,“ sagði Ein-
ar Daði.
Er enn að byggja sig upp
„Ég myndi eiginlega bara segja að
ég væri inni í miðju ferli núna. Ég hef
eytt tíma í að koma mér í form og
byggja mig upp eftir meiðsli. Mér
finnst að ég gæti gert miklu betur í
mörgum greinum ef ég hefði haft
tíma til að vinna í tækninni. Ég
hlakka bara til innanhústímabilsins í
vetur og næsta sumar og ætla að
keppa áfram í einstökum greinum í
sumar. Ég hef haft rosalega litlar
væntingar til sumarsins í ár,“ sagði
Einar Daði sem viðurkennir þó að
það yrði ótrúlega gaman að ná lág-
marki fyrir heimsmeistaramótið í
frjálsíþróttum sem verður í Peking í
Kína í ágúst á næsta ári.
Tristan Freyr Jónsson varð annar í
tugþrautarkeppninni á Laugar-
dalsvelli með 6.382 stig.
Aðeins einn keppandi kláraði
keppni í sjöþraut kvenna á Íslands-
mótinu. Það var Þóranna Ósk Sig-
urjónsdóttir úr UMSS og varð hún
Íslandsmeistari með 4.066 stig.
Úrslit í einstökum greinum hjá
Einari Daða má finna á mbl.is.
Glaður að
hafa farið í
gegnum þetta
Einar Daði varð Íslandsmeistari í
tugþraut Fyrsta tugþrautin í tvö ár
Morgunblaðið/Eggert
Fjölhæfur Einar Daði Lárusson kemur í mark í 1500 m hlaupinu, lokagrein-
inni á Laugardalsvelli í gær. Þetta var fyrsta tugþraut Einars í tvö ár.
FRJÁLSAR
Þorkell Gunnar Sigurbjörnss.
thorkell@mbl.is
„Síðustu þrjár greinarnar voru
reyndar ekkert sérstakar hjá mér, en
að öðru leyti er ég bara hæstánægður
og það var ekkert smá gaman að fara
í gegnum heila tugþraut,“ sagði Ein-
ar Daði Lárusson við Morgunblaðið í
gær eftir að hafa orðið Íslandsmeist-
ari í tugþraut á Laugardalsvelli. Ein-
ar Daði fékk 7.429 stig.
„Þetta var fyrsta tugþrautin hjá
mér í tvö ár og ég er ekkert 100 pró-
sent tilbúinn í þetta. Þannig að ég er
ógeðslega glaður með að hafa farið í
gegnum þetta og hlakka til að vinna
með þetta áfram,“ sagði Einar Daði
sem keppti síðast í tugþraut í Kladno
í Tékklandi í júní 2012, þar sem hann
var aðeins 52 stigum frá því að ná lág-
marki á Ólympíuleikana í London. Á
síðustu tveimur árum hefur hann svo
meðal annars glímt við meiðsli og því
ánægjulegt að vera farinn að keppa í
tugþraut á ný.
Lágmark fyrir Evrópumótið í
Zürich í sumar er 7.820 stig og Einar
Daði var því 391 stigi frá því. „Þegar
tímabilið byrjaði síðasta haust þá fór
ég aðeins að pæla í EM, en svo fannst
mér ganga of hægt að jafna mig af
Viking – Lilleström ................................. 0:0
Indriði Sigurðsson fyrirliði og Sverrir
Ingi Ingason léku allan leikinn með Viking.
Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðv-
arsson voru í byrjunarliðinu en var skipt af
velli á 62. og 83. mínútu. Steinþór Freyr
Þorsteinsson kom inn á fyrir Björn Daníel
á 62. mínútu.
Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn
með Lilleström.
Molde – Sandnes Ulf................................ 3:1
Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í
leikmannahóp Molde.
Hannes Þór Halldórsson stóð í marki
Sandnes Ulf í leiknum.
Start – Bodö/Glimt.................................. 2:1
Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur
Kristjánsson léku allan leikinn með Start.
Strömsgodset – Vålerenga .................... 0:2
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
með Vålerenga. Hann skoraði seinna mark
liðsins en klúðraði svo vítaspyrnu síðar í
leiknum.
Rosenborg – Sogndal ............................. 1:0
Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan leik-
inn með Sogndal.
Staðan:
Molde 16 12 3 1 35:12 39
Rosenborg 16 8 6 2 34:23 30
Strömsgodset 16 9 3 4 25:19 30
Odd 16 8 5 3 20:14 29
Vålerenga 16 7 6 3 30:20 27
Lilleström 16 6 5 5 24:17 23
Viking 16 5 8 3 20:15 23
Start 16 6 3 7 24:27 21
Sogndal 16 5 4 7 17:23 19
Stabæk 16 6 1 9 21:31 19
Bodö/Glimt 16 5 3 8 22:28 18
Sarpsborg 15 4 6 5 18:24 18
Aalesund 15 3 5 7 14:18 14
Haugesund 16 3 5 8 20:25 14
Brann 16 3 3 10 18:29 12
Sandnes Ulf 16 2 4 10 12:29 10
B-deild:
Ull/Kisa – HamKam ............................... 5:0
Heiðar Geir Júlíusson lék allan leikinn
með HamKam.
NOREGUR
Tólftu umferð 1. deildar karla í knatt-
spyrnu lauk um helgina með þremur
leikjum. Í Laugardal tóku Þróttarar
á móti Haukum í miklum baráttuslag
og hrósuðu heimamenn sigri 1:0, þar
sem Ragnar Pétursson skoraði sig-
urmarkið, en með sigrinum jafnaði
Þróttur ÍA og HK að stigum en liðin
sitja í 2.-4. sæti deildarinnar.
„Við erum hæstánægðir með þetta.
Þetta var baráttuleikur. Bæði lið ætl-
uðu að fá eitthvað út úr þessum leik
og það bitnaði aðeins á gæðunum,“
sagði Hallur Hallsson, fyrirliði Þrótt-
ara, við Morgunblaðið í gær en að-
spurður segir hann Þróttara ætla upp
um deild. „Það var ætlunin hjá okkur
en eins og þessi deild er búin að spi-
last þá máttu ekki tapa einum leik og
þá er maður kominn í fallbaráttu,“
sagði Hallur sem telur að Þróttarar
hafi sýnt fram á með spilamennsku
sinni í dag að þeir eiga heima í deild
fyrir ofan. „Við teljum okkur alveg
eiga lið sem á að vera í efri hlutanum,
eins og við erum búnir að sýna. Við
erum sáttir enn sem komið er og ætl-
um okkur frekari hluti.“
Eftir tapið eru Haukar stigi frá
fallsæti. Tindastóll beið lægri hlut
fyrir BÍ/Bolungarvík í botnslag 6:4 í
markaveislu á Króknum þar sem
Björgvin Stefánsson gerði tvö marka
Djúpmanna.Víkingur Ó. og KA gerðu
jafntefli í Ólafsvík í votviðrisleik þar
sem Gunnar Örvar Stefánsson jafn-
aði fyrir KA í uppbótartíma en bæði
lið þurftu nauðsynlega á sigri að
halda í efri hluta deildarinnar.
peturhreins@mbl.is
„Ætlum okkur frekari hluti“
Hallur og félagar í Þrótti í toppbaráttuna Markaveisla á Sauðárkróki
Ljósmynd/Alfons Finsson
Barátta Það vantaði ekki baráttuna í leik Víkings Ó. og KA á laugardag.
Danmörk
Midtjylland – Bröndby............................ 3:1
Eyjólfur Héðinsson var ekki í leik-
mannahópi Midtjylland.
OB – Hobro............................................... 1:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
OB.
Silkeborg – FC Köbenhavn .................... 0:0
Bjarni Þór Viðarsson var í byrjunarliði
Silkeborg og lék í 78 mínútur.
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK
en fór meiddur af velli á 33. mínútu.
SönderjyskE – AaB ................................. 0:0
Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn
með SönderjyskE.
DANMÖRK
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin:
Víkingsv.: Víkingur R. – Fjölnir.......... 19.15
Kópavogsvöllur: Breiðablik – FH....... 19.15
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Selfoss .................. 18
Fylkisvöllur: Fylkir – ÍA ..................... 19.15
Í KVÖLD!