Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 4
Um hvað fjallar myndin Vonarstræti? Þetta er sko þrír heimar sem tengjast allir saman. Hafdís: Ég leik Kollu sem er dóttir Móra. Guðríður: Ég er Heiða í myndinni en hún er dóttir Eikar. Hafdís: Myndin er byggð á sönnum atburðum. Guðríður: Hún er sko bönnuð innan 14 ára. Við fengum að horfa á hana en þurftum að halda stundum að halda fyrir augun. Inn á milli eru nokkur ljót atriði. Hafdís: Myndin er alveg í tvo klukkutíma. Guðríður: Ég hef heyrt að hún sé með þeim vinsælustu sem hafa verið sýndar hér á Íslandi. Hafdís: Hún fékk fimm stjörnur, sko. Hvernig fenguð þið hlutverk í myndinni? Hafdís: Við fórum í áheyrnarprufur. Þar var hellingur af krökkum. Guðríður: Það var svo löng biðröð að amma nennti varla að bíða með mér lengur en ég þverneitaði að gefast upp. Eik, sem leikur mömmu mína, hún er líka frænka mín, þannig að við erum dáldið líkar. Hvað leikið þið í myndinni? Hafdís: Í rauninni bara venjulegar stelpur. Við erum báðar í mjög krefjandi hlutverkum. Mín sögupersóna kemur fyrir í gamla daga en Guðríður í framtíðinni. Það er alltaf verið að fara inní fortíð Móra sem er mjög sorgleg og flakkað á milli tíðaranda. Var ekkert erfitt að leika í mynd- inni? Hafdís: Jú, það var mjög erfitt, flest atriðin sem ég er í gerast að nóttu til þannig að það gat verið frekar strembið. Svo er talsvert um heimilsofbeldi í myndinni. Guðríður: Stundum var hringt á nóttunni og mér sagt að koma og leika. Við þurftum því stundum að fá frí í skólanum til að geta tekið þátt í þessu verkefni. Eru þið að leika eitthvað á næstunni? Hafdís: Ég að leika í annarri mynd sem heitir Handan hafsins. Ég er aðalpersónan. Þetta er lokaverkefni hjá nemanda í Kvikmyndaskóla Íslands. Guðríður: Í vetur er ég að fara leika í Billy Elliot í Borgarleikhúsinu. Ég lék líka í jólaleikriti Skoppu og Skrítlu. Svo erum við Hafdís ásamt fleirum að fara að leika í stuttmynd fyrir Rauða krossinn Hvað er skemmtilegast við að leika? Guðríður: Bara allt. Hafdís: Skemmtilegt fólk og það er svo mikil stemning í kringum þetta. Svo er hugsað svo vel um mann og fólk duglegt að hrósa okkur. Guðríður: Baldvin Z er líka mjög góður leikstjóri og útskýrði alltaf mjög vel hvað við áttum að gera. Var ekkert skrýtið að sjá sig svo á stóra tjaldinu? Hafdís: Jú, það var hrikalega skrýtið að sjá sig svona stóra. Guðríður: Ég var alveg mjög spennt að bíða eftir að myndin væri tilbúin. Það er nefnilega svolítið síðan þetta var allt tekið upp. Hafdís: Röddin mín var geðveikt skrýtin. Voru þið aldrei hræddar? Hafdís: Stundum voru atriðin dáldið drungaleg. Guðríður: Það líður nefnilega ekkert öllum alltaf vel í myndinni og heimurinn er stundum svolítið Skrýtið að sjá sig á stóra tjaldinu Hafdís Eva Pálsdóttir og Guðríður Jóhannsdóttir fara með hlutverk í kvikmyndinni Vonarstræti sem fengið hefur frábæra dóma að undanförnu. Stelpurnar eru 10 ára og ætla sér langt í leiklistinni. . svartur. „Ég hélt stund- um fyrir au gun og eyrun ja fn- vel líka.“ BARNABLAÐIÐ4 Hoppandi kátar leikkonur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.