Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ Barnablaðið heimsótti Ágústu í Breiðholt. Ágústa er 7 ára og er að byrja í 2. bekk í Seljaskóla. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst mjög gaman að teikna og hoppa á trampólíni. Svo finnst mér gaman að snyrta mig og gera mig fína. Ég teiknaði t.d. bol þegar stórtón- leikar Of Monsters and Men voru haldnir. Ég teiknaði skrímsli. Svo vann ég mynda- samkeppni SKB og myndin endaði á jólakorti félagsins. Þá teiknaði ég jólasvein, jólatré og okkur krakkana. Jólasveinninn var í sparifötum, í röndóttri skyrtu og með bindi. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kannski verð ég listakona og sýni myndir uppi á vegg. Áttu systkini? Já, tvö systkini. Valborg María eldri systir mín er 9 ára og yngri bróðir heitir Friðrik og er alveg að verða 5 ára. Af hverju ertu kölluð Ágústa Vá-Gústa? Það er af því ég búin að vera svo dugleg að vera með krabbamein og mikið á spítalanum. Frænka mín fann upp þetta nafn og skrifaði sögu um ofurhetjuna. Þar birtist risastórt og ógurlegt bleikt skrímsli sem bjó í Breiðholtinu. En Ágústa Vá-Gústa bjó yfir ofurkröftum. Hún gat bæði flogið og gert ýmsa hluti með stjörnutöfrasprotanum sínum. Reglulega þurfti Vá-Gústa að fylla á ofurkraft- ana. Það gerðu vinir hennar í hvítu sloppunum með því að sprauta á hana glimmerdufti. Hvernig var á spítalanum? Það var dáldið erfitt og ég missti mikið úr skólanum. Það erfiðasta var örugglega að láta sprauta sig. Sagan um Vá-Gústu hjálpaði mér samt mikið að sigrast á hræðslunni við sprauturnar. Besti vinur minn var eiginlega ísbjörninn Hringur og Gróa á leikstofunni. Hringur kom í heimsókn á afmælisdaginn minn og fylgdi mér oft þegar við rúlluðum rúminu yfir á geisladeildina. Þótt það væri frekar heitt fyrir ísbirni þá lét hann sig hafa ýmislegt. Svo fékk ég skemmtilegar heimsóknir. T.d. komu í heimsókn Magni og Eyþór Ingi, trúðurinn Óliver. Einar Mikael er líka góður vinur minn. Sveppi og Villi komu svo hingað heim í afmælið mitt. Það var mjög skemmtilegt. Uppáhaldslagið mitt er Ég á líf með Eyþóri Inga. Hvernig viðbrögð fékkstu í skólanum? Það var svolítið erfitt að koma aftur í skólann. Krakkarnir voru mjög forvitnir. Ég var oftast inni í frímínútum og ég mátti velja krakka sem máttu vera með mér inni. Ég var dugleg að sýna þeim og segja frá lífsreynslunni. Hvernig var tilfinningin að fá að vita að krabbameinið væri farið? Ég var svaka glöð. Við fórum út að borða og ég fékk að velja lag sem var spilað á veit- ingastaðnum. Ég valdi auðvitað Ég á líf. Nú erum við bjartsýn að krabbameinið sé farið fyrir fullt og allt. Þú misstir hárið, hvernig var það? Ég þurfti að taka lyf og þá datt allt hárið af mér. Ég ætla að safna öllu hárinu aftur og er sérstaklega ánægð með rauða litinn sem er að koma í ljós. Eru margir sem hlaupa í nafni Vá-Gústu? Já, mjög margir. Í fyrra söfnuðust rúmlega tvær og hálf milljón. Ég kom beint af spítalanum og fylgdi mömmu í kerru. Valborg systir mín, pabbi og mamma og fleiri ætla að hlaupa í ár. Ég er að hugsa málið hvort ég fari sjálf. Af hverju að styrkja SKB? Mamma Ágústu segir að þau vilji styðja við félag krabbameinssjúkra barna vegna þess að það styður svakalega vel við fólkið sem læknaði Ágústu. Fyrir það erum við gífurlega gífurlega gífurlega þakklát. Við viljum láta gott af okkur leiða og segja takk fyrir okkur. Það er gott að geta gefið til baka. Margir sem hlaupa í nafni Ágústu Vá-Gústu Ágústa Stefánsdóttir er engin venjuleg stelpa úr Breiðholti. Hún er ofur- hetjuprinsessan Ágústa Vá-Gústa. Ágústa greindist með krabbamein í febrúar 2013. Við tók hörð meðferð og margar nætur á spítala. Í dag er krabbameinið farið og bjartari tímar framundan. Ágústa hefur barist af miklum dugnaði og um næstu helgi eru fjölmargir sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í hennar nafni. Ágóðinn rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Ísbjörninn Hringur var betri en enginn. Systurnar Ágústa og Valborg á spítalanum. „Reglu- lega þurfti Vá-Gústa a ð fylla á ofurkraftan a. Það gerð u vinir henna r í hvítu sloppunum með því að sprauta á hana glimmerdu fti.“ Ágústa og töframaðurinn Einar Mikael. Á mbl.is er hægt að sjá myndskeið frá heimsókn Barnablaðsins til Ágústu Vá-Gústu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.