Morgunblaðið - 24.06.2014, Síða 3
Í LAUGARDAL
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Eftir fimm mínútur af leik Fram og
FH í Laugardal höfðu Hafnfirðingar
átt þrjú álitleg færi og gaf það fyr-
irheit í leik þar sem annað liðið var í
líki kattar en hitt í líki músar. 4:0 sigur
FH-inga var síst of stór og átti hið
unga og vængbrotna lið Framara eng-
in svör við því sem andstæðingurinn
bauð upp á gær. FH endurheimti þar
með toppsætið úr höndum Stjörn-
unnar.
Eftir mark á 7. mínútu og orrahríð
upp við mark Framara, sem vart kom-
ust út fyrir vítateig fyrstu 20 mín-
úturnar, náðu hinir bláklæddu, undir
forystu Viktors Bjarka Arnarsonar, þó
eilítið að komast inn í leikinn og fengu
ágætt færi þegar Alexander Már Þor-
láksson hitti ekki knöttinn úr fínu færi
í teignum. Bjarni Guðjónsson, þjálfari
Fram, hefur eflaust vonast til þess að
hans menn myndu bíta í skjaldar-
rendur í síðari hálfleik, en eftir að
Kristján Gauti Emilsson kom Hafn-
firðingum í 2:0 forystu í upphafi síðari
hálfleiks var aldrei spurning hvorum
megin sigurinn myndi enda. Einungis
hversu stór sigurinn yrði.
Fyrir utan það að eiga miðjuna allan
leikinn gerðu sóknarmenn Hafnfirð-
inga varnarmönnum Fram lífið leitt.
Sérstaklega var Kristján Gauti líflegur
og lék hann sér ítrekað að miðvarða-
pari Framara. Þá var Atli Viðar frísk-
ur honum við hlið. „Ég var að „fíla“
mig vel og er með hrikalega góða
menn í kringum mig. Það er alltaf gott
þegar liðið skorar mikið af mörkum.
Það hefur ekki gengið að undanförnu
en það gekk í dag sem er mjög jákvætt
fyrir okkur,“ sagði Kristján Gauti eftir
leik.
Nóg af færum
Það er óhætt að segja að FH-liðið
hafi ekki litið út fyrir að vera lið sem
átt hefur í vandræðum með marka-
skorun í upphafi móts. Hvert færið rak
annað, sérstaklega í upphafi leiks og
þrátt fyrir að Ögmundur í marki Fram
hafi eflaust viljað gera betur í tveimur
markanna, þá varði hann einnig í tví-
gang einn gegn sóknarmanni FH. Að
auki áttu Hafnfirðingar marga mögu-
leika og virtust geta fengið færi í
hverri sókn.
Blóðlausar tennur
Frömurum til varnar þá vantaði
sterka leikmenn í liðið. Þrír fastamenn
voru í banni auk þess sem Jóhannes
Karl Guðjónsson á við meiðsli að
stríða. Þá byrjaði Björgólfur Takefusa
á bekknum en ekki verður við Alex-
ander Má sakast, hann mátti sín lítils
einangraður í framlínunni. Eitt hefði
þó liðið mátt gera betur og það var að
láta finna betur fyrir sér. Ljóst var
fyrir leik að við ramman reip væri að
draga. Miðað við byrjunina var eins og
leikmenn væru búnir að tapa leiknum
áður en þeir komu inn á völlinn. Menn
voru langt frá andstæðingunum sem
fengu að valsa um óáreittir og án þess
að þurfa að mæta varnarmanni. Bjarni
sagði eftir leik að liðið væri að læra og
er það gott og vel. Þó er betra fyrri
Safamýrahnokka að lærdómur ungvið-
isins taki ekki of langan tíma, því fall-
baráttan framundan verður óvægin.
Menn á móti strákum
Morgunblaðið/Ómar
Aðalmaðurinn Kristján Gauti Emilsson á fullri ferð í átt að marki Fram og
Einar Bjarni Ómarsson, miðvörður Safamýrarliðsins, virðist hálf skelkaður.
FH gjörsigraði Fram Sigurinn síst of stór Barnalegur varnarleikur Framara
Kristján Gauti lék lausum hala og fór illa með varnarmenn Framara
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2014
Forseti Fílabeinsstrandarinnar, Alassane Ou-
attara, hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til
knattspyrnusambandsins að hann muni tvö-
falda sigurbónusa leikmanna Fílabeinsstrand-
arinnar ef liðið leggur Grikki að velli á HM í
dag.
Með sigri gegn Evrópumeisturunum frá
árinu 2004 geta Fílabeinsstrendingar tryggt
sér sæti í 16-liða úrslitunum. Didier Drogba og
samherjar í liði Fílabeinsstrandarinnar skipta
á milli sín uppphæð sem nemur 2,8 milljónum
íslenskra króna fyrir hvern sigur sem liðið
vinnur á HM en þessi upphæð verður tvöfölduð vinni liðið Grikk-
ina. Fílabeinsströndin hafði betur á móti Japan, 2:1, í fyrsta leik
sínum en tapaði með sama mun fyrir Kólumbíu í öðrum leik sín-
um. gummih@mbl.is
Bónusinn tvöfaldaður
Didier
Drogba
Ekkert verður úr því að hin portúgalska Hel-
ena Costa taki við þjálfun karlaliðs Clermont
í knattspyrnu. Það vakti heimsathygli í síð-
asta mánuði þegar tilkynnt var um ráðningu
Costa en það var í fyrsta skipti sem kona var
ráðin þjálfari atvinnumannaliðs í karlaflokki
í knattspyrnu en Clermont leikur í frönsku 2.
deildinni.
„Helena Costa hefur ákveðið að taka ekki
við starfinu hjá Clermont. Þessi ákvörðun er
skyndileg og óvænt,“ sagði Claude Michy,
forseti félagsins, í gær en hann sagðist mjög
vonsvikinn með þessa ákvörðun hennar.
Costa er 36 ára og starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá portú-
galska félaginu Benfica áður en hún tók við sem landsliðsþjálf-
ari kvenna í Katar og síðar Íran. gummih@mbl.is
Helena Costa hætti við
Helena
Costa
Vicente del Bosque, þjálfari ríkjandi heims-
meistara Spánar í knattspyrnu, segist ekkert
ætla að taka ákvörðun í flýti um sína framtíð
en Spánverjar luku keppni á HM í gær með 3:0
sigri á móti Áströlum. Hann segist tilbúinn að
stíga til hliðar ef það henti liðinu best en hann
hefur gert liðið bæði að heims- og Evr-
ópumeisturum.
„Það eru engin tímamörk. Ég, forseti sam-
bandsins og framkvæmdastjórinn munum
setjast niður og finna bestu lausnina fyrir liðið
okkar,“ sagði þessi 63 ára gamli hæglyndi
þjálfari í gærkvöld.
„Ég vona að hann haldi áfram. Stundum lærir þú meira af
vondum hlutum en góðum. Hann er frábær þjálfari,“ sagði mark-
vörðurinn Pepe Reina. gummih@mbl.is
Enginn asi á Bosque
Vicente
del Bosque
D-riðill: Ítalía – Úrúgvæ í Natal
kl. 16. Sýnt á RÚV.
Þetta er stórleikur dagsins.
Hreinn úrslitaleikur fjórfaldra og
tvöfaldra heimsmeistara um hvor
þjóðin fylgir Kostaríku áfram úr riðl-
inum. Ítölum nægir jafntefli, Luis
Suárez og samherjar í Úrúgvæ verða
að vinna til að komast áfram.
Úrúgvæjar njóta þess að vera
næstum því á heimavelli, enda þótt
Natal sé reyndar ansi langt frá
landamærum Úrúgvæ og Brasilíu.
D-riðill: Kostaríka – England í
Belo Horizonte kl. 16. Sýnt á
Stöð 2 Sport 2.
Ef einhver hefði sagt í byrjun móts
að fyrir þennan leik væri Kostaríka
með 6 stig og komin í 16-liða úrslit en
stigalausir Englendingar væru á leið
heim hefði sá hinn sami verið sagður
ekkert vit hafa á fótbolta.
En samt fór þetta þannig. Kosta-
ríku nægir stig til að tryggja sér sig-
ur í riðlinum. Englendingar spila
bara fyrir stoltið.
C-riðill: Japan – Kólumbía í Cu-
iabá kl. 20. Sýnt á Stöð 2 Sport
2.
Kólumbíumenn eru komnir áfram
og mikið þarf að ganga á til að þeir
vinni ekki riðilinn. Eitt stig dugir til
að gulltryggja það. Reyndar þróaðist
D-riðillinn þannig að það er ekkert
víst að Kólumbía telji mikinn gróða í
því að vinna þennan riðil!
Japanir verða hinsvegar að vinna,
helst með tveggja marka mun, og
treysta á að Fílabeinsströndin vinni
ekki Grikkland.
C-riðill: Grikkland – Fílabeins-
ströndin í Fortaleza kl. 20. Sýnt
á RÚV.
Hreinn úrslitaleikur um sæti í 16-
liða úrslitunum, með þeim formerkj-
um að Japan gæti samt skákað því
liði sem stæði eftir með fjögur stig.
Grikkir verða að vinna leikinn og
treysta á að Japanir sigri ekki Kól-
umbíu.
Fílabeinsströndinni nægir stig ef
Japan vinnur ekki tveggja marka sig-
ur á Kólumbíu, eða vinnur með einu
marki og skorar þremur mörkum
meira en Fílabeinsströndin í sínum
leik.
AFP
Úrúgvæ Luis Suárez og félagar
þurfa sigur í dag gegn Ítalíu.
H
M
20
14LEIKIR
DAGSINS
Laugardalsvöllur, Pepsi-deild karla, 9.
umferð, mánudag 23. júní 2014.
Skilyrði: Hlýtt en rok á markið nær
Laugardalslaug.
Skot: Fram 7(3) – FH 17 (11).
Horn: Fram 3 – FH 3.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín – 8.
Áhorfendur: 553.
Fram: (4-3-3) Mark: Ögmundur Krist-
insson. Vörn: Orri Gunnarsson, Einar
Bjarni Ómarsson, Tryggvi Sveinn
Bjarnason, Ósvald Jarl Traustason.
Miðja: Viktor Bjarki Arnarsson (Guð-
mundur Magnússon 46.), Halldór Arn-
arsson, Ásgeir Marteinsson. Sókn:
Haukur Baldvinsson, Alexander Már
Þorláksson, Aron Bjarnason (Benedikt
Októ Bjarnason 77.).
FH: (4-3-3) Mark: Róbert Örn Ósk-
arsson. Vörn: Jón Ragnar Jónsson,
Kassim Doumbia (Brynjar Ásgeir Guð-
mundsson 85.), Pétur Viðarsson,
Böðvar Böðvarsson. Miðja: Davíð Þór
Viðarsson, Sam Hewson, Kristján
Gauti Emilsson. Sókn: Ólafur Páll
Snorrason, Atli Viðar Björnsson
(Hólmar Örn Rúnarsson 73.), Atli
Guðnason.
Fram – FH 0:4
0:1 Kristján Gauti Emilsson 9. tók boltann í fyrstu snert-
ingu og skaut efst í markhornið eftir
sendingu Atla Viðars.
0:2 Kristján Gauti Emilsson48. fékk boltann frá Ólafi
Páli, sneri af sér varnarmann og
negldi knettinum í Ögmund mark-
vörð Framara og í netið úr þröngu
færi.
0:3 Atli Viðar Björnsson 58. tók frákastið eftir að Ög-
mundur hafði varið skot Atla Guðna-
sonar og skoraði af stuttu færi.
0:4 Sjálfsmark 87. KristjánGauti sólaði varnarmann og
sendi boltann fyrir. Tryggvi Bjarna-
son, varnarmaður Fram, fékk bolt-
ann í sig og í netið.
I Gul spjöld:Tryggvi (Fram) 70. (brot)
MM
Kristján Gauti Emilsson (FH)
M
Róbert Örn Óskarsson (FH)
Pétur Viðarsson (FH)
Kassim Doumbia ( FH )
Sam Hewson (FH)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Jón Ragnar Jónsson (FH)
Ólafur Páll Snorrason (FH)
Atli Guðnason (FH)
Böðvar Böðvarsson (FH)
Atli Viðar Björnsson (FH)
Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)