Morgunblaðið - 14.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2014 www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Samleiðnifer lið - Heimaey jargosið Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu og myndakvöldi nk. miðvikudagskvöld, 15. október, kl. 20:00 í sal FÍ. Samleiðniferlið – þátttökulýðræði, sjálfbærni og félagslegt jafnrétti Dr. Sigrún María Kristinsdóttir fræðir okkur um Samleiðniferlið. Heimaeyjargosið - myndasýning Að loknu kaffihléi mun Kristinn Helgason, kortagerðarmaður og ljósmyndari sýna okkur myndir frá Heimaeyjargosinu 1973. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Það brugðust margir með gleði-brag en gagnrýnislaust við himinhárri sektarákvörðun Sam- keppniseftirlitsins á hendur MS á dög- unum.    Stóryrðin í garð MSvoru í réttu hlut- falli við hina háu upp- hæð.    En fyrir fimm dögum felldiHæstiréttur Íslands úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar sam- keppnismála og bauð að íslenska ríkið skyldi endurgreiða fyrirtæk- inu Vífilfelli 80 milljónir króna.    Samkeppniseftiritið hafði ákveð-ið árið 2011 að fyrirtækið hefði brotið samkeppnislög á fjög- urra ára tímabili og skyldi því sektað um 260 milljónir króna.    Áfrýjunarnefndin hafði staðfestþessa niðurstöðu eftirlitsins, en þó lækkað sektina um 180 millj- ónir.    Og nú sópuðu héraðsdómur ogHæstiréttur afganginum út af borðinu.    Er ekki líklegt að „RÚV“ ogRíkisútvarpið hafi farið ham- förum vegna þessara miklu frétta? Ó nei. Vífilfell fagnaði að vonum niðurstöðunni en það hefur haft þetta mál hangandi yfir fyrirtæk- inu í sjö ár. En Samkeppniseftir- litið? Það gaf í skyn að það ætlaði að fara af stað með málið aftur!    Er ekki rétt að framsýnirstjórnmálamenn stofni nú nýja Samkeppnisstofnun. Auðvitað er sjálfsagt að hin gamla starfi áfram, en það getur verið hollt fyrir hana að fá heilbrigða sam- keppni. Hollir samkeppir STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 heiðskírt Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 5 alskýjað Kaupmannahöfn 12 skúrir Stokkhólmur 10 skýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 15 súld París 16 léttskýjað Amsterdam 15 skýjað Hamborg 15 þoka Berlín 18 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 13 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 12 léttskýjað New York 17 alskýjað Chicago 18 alskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:16 18:13 ÍSAFJÖRÐUR 8:27 18:12 SIGLUFJÖRÐUR 8:10 17:55 DJÚPIVOGUR 7:47 17:41 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á síðasta fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur fram tillögu þess efnis að starfshópur verði skip- aður til að kortleggja bílastæðis- vanda við keppnisleikvanga og íþróttahús íþróttafélaganna í borg- inni og koma með tillögur til úrbóta. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fjölmennir kappleikir kalli á aukna umferð. Sjálfstæðismenn hvetji hverfisbúa áfram til þess að fara gangandi, á hjóli eða í strætó á heimavöllinn, en það nægi ekki, því aðkomuliðið sé líka með sína stuðn- ingsmenn og við svæði íþróttafélag- anna séu almennt ekki næg bíla- stæði til þess að taka við auknum fjölda bíla. „Óhjákvæmilega koma fjölmargir á bíl á þessa staði,“ segir Kjartan og vill bregðast við vand- anum. Sektað að beiðni borgarinnar Kjartan bendir á að lengi vel hafi ekki verið amast út í þá sem hafi lagt ólöglega, svo framarlega sem þeir hafi ekki lagt uppi á gangstéttum, teppt gönguleiðir eða strætis- vagnaleiðir eða hindrað aðkomu fatl- aðra, sjúkra- og slökkviliðsbíla. Á þessu hafi orðið breyting fyrir nokkrum árum og lögreglan byrjað að setja sektarmiða á bíla í stórum stíl, jafnvel á bíla sem voru hvergi fyrir á opnum svæðum í nágrenni vallanna. „Ég hef rætt þetta við lög- regluna og hún sagt mér að þetta hafi verið gert vegna beiðni frá borginni,“ segir Kjartan. „Forsvars- menn borgarinnar óskuðu beinlínis eftir því að lögreglan gerði mönnum erfitt fyrir að sækja þessa leiki. Íþróttafélögin eru óánægð með þetta vegna þess að þetta pirrar gesti þeirra og dregur úr aðsókn á leikina og rýrir þar með tekjurnar.“ Kjartan segist hafa kynnt sér stöðu þessara mála erlendis og víða sé litið á að leikur heimaliðs sé í raun hverfishátíð. Í nágrenni íþrótta- leikvanga séu skilgreind ákveðin op- in svæði þar sem megi leggja bílum við ákveðnar aðstæður án þess að sekt komi fyrir. Þetta fyrirkomulag hafi tíðkast áður í Reykjavík og ástæða sé til þess að taka það upp á ný meðan á fjölsóttum íþrótta- leikjum stendur. Í tillögunni er gert ráð fyrir að efnt verði til viðræðna um málið milli borgaryfirvalda, Íþróttabandalags Reykjavíkur og lögreglunnar um málið. Framkvæmdastjóra ÍTR verði falið að setja saman starfshóp sem leggi áherslu á samráð og sam- vinnu við öll hverfisíþróttafélög borgarinnar og skili áliti ásamt til- lögum til úrbóta fyrir 1. apríl 2015. Málinu var frestað en það verður væntanlega tekið fyrir á næsta fundi. Kjartan bendir á að nýverið hafi sekt fyrir að leggja ekki rétt hækkað úr 5.000 kr. í 10.000 kr. og flesta vallargesti muni um minna. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram svip- aða tillögu fyrir nokkrum árum en þá hafi hún verið felld. Hann eigi von á öðru að þessu sinni. „Ég geri mér vonir um að menn vilji skoða málið,“ segir Kjartan. steinthor@mbl.is Vilja leysa bíla- stæðavandann  Ekki verði sektað vegna leikja Morgunblaðið/Ómar Sekt Lögreglan að störfum. Fuglavernd lýsir yfir stuðningi við vega- gerð í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þannig verði hægt að koma í veg fyrir mikil náttúruspjöll sem myndu hljótast af vegagerð við vestanverðan Þorskafjörð. Slíkur vegur myndi fara um óspillta náttúru, m.a. eftir Teigsskógi endilöngum, yfir tanga yst á Hallsteins- nesi og eyjar og sker í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í nágrenni tveggja arn- arsetra. Mikilvægum fæðusvæðum vað- fugla, æðarfugla og varpsvæði arna yrði stefnt í hættu. Stíflun Gilsfjarðar ætti að vera víti til varnaðar. Félagið telur ekki réttlætanlegt að fórna náttúruverðmætum sem eru á náttúruminjaskrá, skrá um alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði og falla undir lög um verndun Breiðafjarðar og Ramsar-sáttmálann. Fuglavernd leggst gegn vegi um Teigsskóg Haförn Varpsvæði arna yrði ógnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.