Morgunblaðið - 14.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2014 Það var mikið ágætisfólk sem Færeyjar fóstruðu á sinni tíð, fólk sem flutti svo á Fá- skrúðsfjörð. Ég átti þess kost að kynnast flestum þeirra og það voru sannarlega ánægjuleg kynni. Nú er enn einn horfinn úr þess- um góða hópi, heill drengur og kostaríkur góðvinur og ekki sízt kær félagi um áratugi. Hann var glöggur maður og greindur vel, ljúfmenni sem gat einnig verið hinn Pétur Herluf Jóhannesson ✝ Pétur HerlufJóhannesson fæddist 13. júní 1928 á Sandi, Sand- ey í Færeyjum. Hann lést að heim- ili sínu 30. sept- ember 2014. Útför Péturs fór fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju 6. október 2014. ákveðnasti. Hann Pétur var trúr í öll- um sínum verkum og þreytti lífsgöng- una með ágætum, glaðvær og hress, en annars nokkuð dulur. Pétur var annálaður fyrir lip- urð sína og verk- hæfni. Hann unni tónlistinni og lék ágætlega á harm- oniku og það var broshýr mað- ur sem seiddi fram ljúfa tóna á dansleikjum á Fáskrúðsfirði, þar var hann í essinu sínu. Pét- ur var einlægur í öllu, þar með töldust stjórnmálaskoðanir þessa einarða vinstrimanns, sem alltaf var jafngott að eiga að. Þau Hjördís, okkar kæra vinkona og þeirra fólk settu mark sitt svo sannarlega á liðs- mannahóp okkar á Fáskrúðs- firði, þar var fólk sem vissi að þeirra var að standa vörð um þau gildi og réttindi sem rót- tækt vinstrafólk hafði náð fram með þrotlausri baráttu sinni. Nú halda alltof margir að allt hafi þetta góða sem fólk býr við í dag komið af sjálfu sér, ekki fólkið þeirra Dísu og Pét- urs. Ég hugsa þó fyrst og síðast til samfunda okkar sem alltaf voru jafnánægjulegir, glettnin góð var ætíð efst á baugi hjá Pétri, hann hló manna glaðast, en var líka skjótur til svars og kunni þá list mjög vel. Hann tókst á við hinn slæma vágest af einstöku æðruleysi. Hugur leitar til löngu horf- inna stunda þegar kynni okkar hófust, það var bjart yfir þeim stundum og á þau kynni bar aldrei skugga. Fyrir þau og trúfasta fylgd við sameigin- legna málstað er í dag þakkað heilum huga. Við Hanna sendum henni Dísu, börnunum og öllu þeirra fólki einlægustu samúðar- kveðjur. Kvaddur er drengur góður, það bregður birtu á munakærar minningar áranna. Blessuð sé minning hans. Helgi Seljan. Elsku ástin mín. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að þú sért farin af þessari jörð og að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur á meðan ég lifi, fallegi engillinn minn. Það brotnaði Kara Mist Ásgeirsdóttir ✝ Kara Mist Ás-geirsdóttir (áð- ur Kara Dröfn) fæddist á Landspít- alanum 16. sept- ember 1993. Hún lést á Algeciras á Spáni 17. sept- ember 2014. Útför Köru Mist- ar fór fram í kyrr- þey 2. október 2014. svo í mér hjartað þegar ég fékk þetta hræðilega símtal um að þú hefðir kvatt þenn- an heim, við tóku hræðilega erfiðir tímar, en a sama tíma er ég svo þakklátur að kom- ast i gegnum þá edrú, af því lika það er það sem þú hefðir viljað, og að fá að upplifa sorgina í lagi og ódeyfður og leyfa mér bara að gráta. Til- hugsunin við það að fá aldrei að sjá þitt fallega bros og fá ekki að hlæja með þér og bara flippa og grínast og liggja grenjandi úr hlátri yfir einhverjum steikt- um myndböndum a youtube er svo óraunverulegt. Ég man svo sterkt þegar við kynntumst hvað við urðum strax ástfangin og ekkert gat komið á milli okkar, þú gast alltaf komið mér til að hlæja og brosa með þínum einstaka og svarta húmor, sama hvernig mér leið. Ég man þegar við trú- lofuðum okkur hvað við vorum hamingjusöm af því við ætluð- um að gifta okkur og verða gömul saman. Eins þegar þú varðst ólétt, hvað við urðum spennt að verða þessi litla fal- lega fjölskylda sem okkur- dreymdi um að verða. Svo kom litli engillinn okkar i heiminn, smá veikur en a sama tíma svo fallegur og við urðum svo montnir og stoltir foreldrar Mikaels Mána. Svo kom fíknin og bankaði upp á hjá mér og náði tökum á mér aftur og þú varðst að fara með Mikka litla til foreldra þinna. Ég man hvað ég varð niðurbrotinn og neyslan heltók mig, ógeðs sjúkdómur sem við berum. En svo fórum við að hittast aðeins aftur þegar þú dast í það ástin mín, mér fannst ég alltaf verða að passa stelp- una mína. Þótt leiðir okkar hafi skilið um tíma vissum við alltaf að við elskuðum hvort annað, engillinn minn. Svo kom að því að ég fór inn á Krýsuvík, og þú áttir að fara í meðferð daginn eftir og við ætl- uðum að verða edrú og reyna aftur sem lítil fjölskylda. En fíknin varð sterkari og í þetta skiptið hjá þér, en samt hélt ég alltaf í vonina að þú mundir komast aftur í meðferð og í bata og að við myndum samein- ast aftur, ég, þú og Mikki litli. En þessi ógeðslegi sjúkdómur vann í lífi þínu eins óraunveru- legt og það er. En það sem hjálpar mér er að ég trúi því að þú sért komin á góðan og fal- legan stað þar sem þér líður vel og þú ert laus úr fangelsi fíkn- arinnar og brosir niður til okk- ar og verndar okkur öll sem elskum þig. Ég og yndislega fjölskyldan þín munum hugsa vel um gullið okkar, og ég geri þig stolta af mér. Minning þín lifir í hjarta mér og í syni okk- ar ástin mín. Þú átt stóran part í hjarta mínu. Elska þig alltaf, hvíldu í friði fallegasti engill a himnum. Þinn Birgir. Elsku Kara mín, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú varst einstakur persónu- leiki, brosið og augun þín voru svo skínadi falleg. Þú komst manni alltaf til að hlæja og brosa, án þín verður lífið skrýt- ið fyrir okkur sem eftir sitjum. Ég man alla góðu tímana þar sem við horfðum á fyndin myndbönd á netinu og hlógum og hlógum, við áttum sérstakan húmor okkar á milli. Ég er svo þakklát fyrir alla góðu tímana sem við fengum að eiga saman. Ég man að okkur þótti alltaf svo undarlegt að við hefðum verið svo heppnar að fá að vera óléttar á sama tíma og eignast gullin okkar með þriggja daga millibili. Þó tíminn hafi verið stuttur eru svo ótalmargar minningar sem ég mun varðveita í hjarta mínu alla tíð. Guð geymi þig, elsku gullið mitt. Hvíl í friði, gullið mitt. Guð þig í sinn faðm mun taka, halda fast og varðveita. Ljós þitt skín á jörðu hér og allir eftir þér taka Hvíldu rótt, elsku blómarós. Þín vinkona, Guðbjörg Ýr Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Heilsárshús Glæsileg heilsárshús Stór sem smá heilsárshús, framleitt eftir ósk kaupanda. Efnismikil hús með stóru svefn- lofti, teikning af 64fm + loft, 74fm + loft, 84fm + loft. Vönduð vinna, vanir menn. Erum á Suðurlandi. Haraldur Húsasmíðameistari. Sími 894 0048. halli@hatak.is Til leigu Íbúð óskast sem fyrst Reglusöm hjón á besta aldri óska eftir 2ja - 3ja herbergja íbúð til leigu sem fyrst í Reykjavík, helst miðsvæðis. Skilvísum greiðslum heitið og góðri umgengni. Áhugasamir sendi fyrirspurn á box@mbl.is merkt: ,,Í-25765” Smáauglýsingar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Gerður, móðir leikfélaga okkar bræðranna í næsta húsi í Kópavogi á árunum kringum 1965, er látin. Gerður var þá umboðsmaður Morgunblaðsins; en ekki varð ég þó blaðburðarstrákur henn- ar! Síðast hitti ég hana í erfi- drykkjunni eftir son hennar; jafnaldra minn; sem dó langt fyrir aldur fram; á öndverðum sjötugsaldri. Var það í hitteð- fyrra? Þá náði ég yfirsýn yfir þennan stóra barnahóp; og sá að það hafði reynst kraftmikill hópur. Þetta fólk sem hafði sest að hjá okkur frá vestlægu út- skerjunum, og talaði kjarnmikla vestfirsku, hafði orðið að dæmi- gerðri þéttbýlisfjölskyldu; með margskonar menntun, búsetu og lífsgæðanálgun. Nú síðast hefur t.d. ein dóttirin náð að vekja athygli þjóðarinnar sem yfirdýralæknirinn! Tíminn líður: Nú síðast hef ég verið að hugsa, að ekki einungis foreldrar okkar kynslóðar eru flestir dánir, heldur einnig flest- Gerður Sturlaugsdóttir ✝ Gerður Stur-laugsdóttir fæddist 13. janúar 1928. Hún lést 12. júlí 2014. Útför Gerðar fór fram 21. júlí 2014. ir þeir sem þekktu þá sem fullorðnar manneskjur. Og eftir stöndum við, sem þekktum for- eldra okkar einkum út frá sjónarmiði barnsins. Gerður var um langt árabil leigu- bílstjóri í Kópavogi. En um einn slíkan orti ég ljóð, sem mér finnst nú að beri með sér hugblæ bæjarins á þessum ár- um. Vil ég því kveðja hana með því að birta kafla úr því hér. En þar segi ég meðal annars: Keyrði inn til Reykjavíkur yfir leiruvöð Suðurlands á nýlegum hermannatrukki. Gerðist síðan landnemi í Kópavogi og gerði þaðan lengi út eina af fínustu drossíunum (jafnvel bæjarstjórinn sjálfur þekkti númerið hans í bakspeglinum). Grandvar fulltrúi Lýðveldis- kynslóðarinnar kom hann upp barnahópi fríðum; og orti ferskeytlur af sjálfum sér er hann keppti við sólarhringinn á rykugum þjóðvegum landsins í leit sinni að íslenska draumnum: – Með hægri fótinn á bensíninu malaði hann sitt svartagull - Átthagamórarnir í aftursætinu tóku þó stundum undir. Tryggvi V. Líndal. Það var sól og sumar og ég var nýflutt til Vest- mannaeyja. Ég var í göngu- ferð með vinkonu minni og við tókum á okkur krók til að klappa hestum í gerði heima við fallegt hús ofan við byggð- ina. Þar varð fyrir okkur mað- ur, að smyrja heyvinnuvélar – og mér fannst eitthvað svo sjálfsagt að stoppa og kynna mig, sem nýja nágrannann neð- an við túnið. Það reyndist vera ein af mínum bestu ákvörðun- um í lífinu. Gunnar, bóndi í Lukku, bauð okkur í reiðtúr um eyjuna, spjallaði og sagði sögur og tók okkur, í stuttu máli, af sinni endalausu alúð og gest- risni. Nokkrum dögum seinna Gunnar Árnason ✝ Gunnar Árna-son fæddist 13. desember 1945. Hann lést 21. sept- ember 2014. Gunn- ar var jarðsunginn 4. október 2014. komst ég í heyskap með honum og fjöl- skyldunni, útreið- artúrarnir urðu fleiri og ekki minnkaði gleðin þegar kom að rollu- stússinu, ferðum í Elliðaey og Álsey, smölun og rúningi. Við María mín áttum ótal dýrðar- daga í boði Gunn- ars við allskonar verkefni. Það voru útreiðartúrar í veðurblíð- unni, snatt í kringum fé og hesta á veturna, skoðunarferðir í æðarvarpið, heyskapur og ferðirnar í úteyjarnar. Í þess- um félagsskap var alveg sama við hvað átti að fást – það var alveg gulltryggt að dagurinn yrði skemmtilegur bæði fyrir börn og fullorðna. Það var einstakt að fylgjast með Gunnari í umgengni við börn og unglinga. Hann naut sín í félagsskap þeirra og var einstaklega nat- inn við að efla sjálfstraust þeirra í þeim verkefnum sem lágu fyrir, hvort sem það var að ráða við nýjan hest eða líta eft- ir lambfé á sauðburðinum. Honum fannst heldur ekkert tiltökumál að hætta við ferð í Elliðaey á miðri leið, þegar í ljós kom að einum af yngri liðs- mönnunum leist ekkert á öld- urnar, sem voru óvenjuháar í þessari ferð. Bátnum var bara snúið við og fundið verkefni fyrir mannskapinn, suður á eyju, í staðinn. Dagurinn átti vissulega að nýtast en meira var um vert að allir gætu notið hans. Elsku Gunnar – við María þökkum fyrir allt og allt! Fyrir umhyggjuna og áhugann sem þú sýndir okkur nýbúunum, fyrir glettnina og góðmennsk- una og fyrir alla góðu dagana sem við áttum saman. Takk – fyrir að vera vinur okkar! Elsku Stína, Daníel, Ásta og þið öll, við María sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur, þaðan sem við sitjum með kökk í hálsinum, en hug- ann fullan af hlýjum og ómet- anlegum minningum. Fanney Ásgeirsdóttir. Kær vinur fall- inn frá, minnumst hans á þessa leið. Yfir sporin grasið grær, grund í hjarta dals, fannst mér oft sem ferskur blær fylgdi komu Vals. Erfiðar stundir átti hann, einnig von og drauma, mörg þó gleði verkin vann, vakti ljúfa strauma. (SS) Valur Óskarsson ✝ Valur Ósk-arsson fæddist 19. janúar 1946. Hann lést 18. sept- ember 2014. Útför Vals fór fram 29. september 2014. Gítarspilið gleðin tær, gáska blandin öllum nær, Valur ávallt feikna fær, fróður, sannur vinur kær. Þú með þína léttu lund, ljúft og vert að muna, brandarana bestu stund bættu tilveruna. (SE) Þökkum innilega allar sam- verustundirnar. Vottum Ásdísi, Jóhönnu, Evu, Braga Þór og fjöl- skyldum, öðrum ættingjum og vinum innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurbjörg og Sveinn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.