Morgunblaðið - 27.10.2014, Side 16

Morgunblaðið - 27.10.2014, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við Íslend-ingar búumekki við um- ferðarteppur á borð við þær sem ná- grannar okkar gera. Hins vegar er umferðarþunginn mikill á íslenskum villigötum. Það sýndi umræðan um byssu- eign lögreglu eftir að yfirvöld ákváðu endurnýjun þar, þegar það var sérlega hagfellt. Þá urðu þeir að vonum fyrstir út á villigöturnar sem þangað rata best. Og í þetta sinn önuðu of margir á eftir. Fullyrt var að endurnýjun á vopnunum fæli í sér breytingu á því að almennir lögreglumenn bæru ekki vopn við störf sín. Engu breytti þótt strax yrði ljóst að um vanþekk- ingu og misskilning væri að ræða. Villigöturnar eru ekki hann- aðar fyrir mikla umferð. Þær stífluðust því fljótt og komust þeir sem þangað höfðu álpast hvorki lönd né strönd. Þeir vita því ekki enn, að íslenska lög- reglan hefur átt skotvopn í sín- um geymslum í 80 ár. Og lengst af í mun meira magni en nú, og er þá endurnýjunin nú talin með. Eftir Gúttóslaginn var hverjum lögreglumanni út- hlutað einni skammbyssu. (Ekki til að bera í daglegum störfum sínum, heldur til að geta gripið til, með sérstöku leyfi, steðjaði mikil vá að.) Um leið fékk lögreglan 5 hand- vélbyssur, en allt lögregluliðið var þá ekki nema 27 menn. Árið 1941 fékk lögregluliðið 25 hríðskotabyssur til viðbótar (og 100 marghleypur að auki). Þá voru lögreglumenn aðeins 60 talsins. Þessi byssueign breytti engu um það að íslenskir lög- reglumenn voru jafnan óvopn- aðir, ólíkt kollegum sínum á hin- um Norðurlöndunum. Mjög fá lögreglulið hafa þann háttinn á. Breska lögreglan er einnig óvopnuð í daglegum störfum sínum. Ekki þarf þó lengi að fara um miðborg Lundúna til að sjá þungvopnaða lögreglumenn nærri Downingstræti 10, í kringum bandaríska sendiráðið, sendiráð Ísraels, Sádi-Arabíu og fleiri slík. Og í fjölmörgum lögreglubifreiðum eru geymd vopn í lokuðum hirslum og þarf sérstakan háska til að þau megi nálgast og leyfi yfirmanna á lög- reglustöðvum. Það er vissulega huggun hinni heimskulegu um- ræðu gegn að lögreglan á villi- götunum verður örugglega óvopnuð áfram. Enda bíta nú- tímavopn ekki á heimsku, eins og þeir þingmenn þekkja sem best eru að sér í tölvuleikjunum. Sumum virðist ómögulegt að ræða sín áhugaefni með smá hliðsjón af staðreyndum} Vitlausa umræðan versnar enn Fyrir áratug komfram bóluefni gegn ebólu, sem virkaði undan- tekningarlaust á apa. Gerð var grein fyrir bóluefninu í grein, sem birtist í virtu vísindatímariti. Fræðimenn voru fullir bjart- sýni, sögðu að brátt gætu hafist tilraunir á mönnum og þess væri að vænta að bóluefni yrði til reiðu 2010 eða 2011. Svo fór þó ekki. Bóluefninu var stungið í skúffu. Kostnaður- inn við bóluefnið fram að því hafði sennilega numið nokkrum milljónum dollara, en sýnu dýr- ara hefði verið að þróa lyfið fyr- ir menn. Ekkert lyfjafyrirtæki var tilbúið að leggja í þann kostnað, kannski milljarð doll- ara, vegna lyfs, sem ætlað væri til notkunar í fátækum löndum því að útilokað væri að hafa upp í kostnað. Útreikningurinn var einfaldur. Lyfjafyrirtæki eru ekki góðgerðarstofnanir. Þegar þetta var hafði ebóla komið upp nokkrum sinnum, en ávallt verið kveðin fljótlega nið- ur. Nú ríkir neyðarástand í Gí- neu, Líberíu og Síerra Leóne og ótti grípur um sig út af ein- stökum tilfellum á Vest- urlöndum. Heil- brigðisyfirvöld um allan heim eru að taka við sér seint og um síðir. Bólu- efnið hefur nú fundist í skúffunni og verið sent til smitsjúkdómavarna í Banda- ríkjunum, CDC, þar sem vænt- anlega verður tekið til við að þróa það áfram. Það er auðvelt að gera lyfja- fyrirtæki að skotspæni í þessu máli, þau hreyfi sig ekki nema fyrir gróða, og vissulega mættu þau oft sýna meiri samfélags- ábyrgð. Þessi saga sýnir þó fremur bresti í fyrirkomulaginu á þró- un lyfja og rannsókna. Allt frá því ebóla kom fyrst fram á átt- unda áratug liðinnar aldar var ljóst hversu banvænn sjúkdóm- urinn er. Ebóla er hins vegar lítt þekktur sjúkdómur í fátæk- um heimshluta. Hvert er hlut- verk Alþjóðaheilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna þegar lyfjafyrirtækin skorast undan? Í Bandaríkjunum og Evrópu eru öflugar stofnanir um heilbrigðismál. Í þessu til- felli stóðu þær á hliðarlínunni. Enginn var tilbúinn að stíga inn í tómarúmið. Bóluefnið endaði í skúffu Lyfjafyrirtæki eru ekki góðgerð- arstofnanir} É g hef fylgst með góðri vinkonu, Jórunni Atladóttur að nafni, stunda háskólanám og fram- haldsnám í 18 ár en hún lauk námi sínu í sumar og er sérfræð- ingur í skurðlækningum með framhalds- menntun í undirsérgrein. Hennar saga er frekar dæmigerð í lækna- stéttinni og endurspeglar þann árafjölda sem það tekur að verða sérfræðingur á þessu sviði. Hún á mann og 2 börn sem fluttu með henni til framandi lands þar sem þetta nám er ekki í boði hérlendis. Á þessum tíma hefur hún verið á lágum launum eða námslánum eins og gengur í framhaldsmenntun. Þegar hún hélt út í frekara nám og meðan hún var úti trúði hún því að Ísland væri fram- arlega og á pari við önnur lönd sem við berum okkur sam- an við með heilbrigðiskerfið. Við trúðum því öll. Við teljum okkur, eða töldum, geta þjónustað þá í samfélaginu sem þurfa á því að halda og geta gripið þá í öryggisnet. Við höf- um verið stolt af því. Vinkonu minni var brugðið þegar hún kom heim en af hálfgerðri tilviljun kom hún hingað til lands í haust. Sam- anburðurinn stóðst ekki. Eins og komið hefur fram eru ekki alltaf nýjustu greiningartæki og meðferðir í boði sem í nágrannalöndum teljast „staðalbúnaður“. Þess má geta að af þeim 35 einstaklingum sem útskrifuðust úr lækna- deildinni hér heima á sama tíma og vinkona mín starfa fæstir hérlendis og fæstir sjá sér fært að koma heim. Það er ekki það að unga fólkið vilji ekki vera hérna. Það vill sinna íslenskum sjúklingum og vera hjá vinum og vandamönnum en öllum bjóðast tækifæri annars staðar, íslenskir læknar eru vel metnir erlendis og ráðnir á góða og virta spítala. Ástandið er hreinlega svo erfitt að hvað áttu að bjóða fjölskyldu þinni og sjálfum þér í starfi til að geta dvalið hér? Þetta ástand er marg- þætt. Þetta eru ekki bara langar vaktir og ómannúðlega margir vinnutímar. Húsnæðið er óviðunandi, tæki og tól sjúkrahúsanna eins og faxtæki og blýantur og skrifblokk fyrir blaða- menn. Læknar sem komnir eru yfir sextugt eru enn að vinna óeðlilega mikið til að geta ver- ið á mannsæmandi launum, það er meira en að segja það að vera búinn að vera alla ævi í 150% vinnu. Eitthvað verður undan að láta. Gleymum ekki að hver einasti læknir er í stjórn- unarstöðu. Hann tekur gífurlega mikilvægar ákvarðanir alla daga, ekki bara um líf sjúklinganna heldur líka með- ferðir; hvenær og hvernig, á sem hagkvæmasta hátt? Læknar eru alls ekki með minni ábyrgð þótt þeir séu kannski ekki í skilgreindri stjórnunarstöðu. Munurinn á þeim og forstjóra í íslenskum fyrirtækjum er að þeir eru ákaflega eftirsóttir starfsmenn erlendis – þar sem þeir þurfa ekki að vinna sólarhringum saman þar að auki. Reykjavík er lítil borg, Ísland er lítið samfélag. Við eig- um ekki að þurfa í þessari smæð að vera að flytja hund- veika sjúklinga um miðjar nætur milli spítala. Við eigum að geta forgangsraðað. Við eigum að geta boðið læknana okkar aftur velkomna heim. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir Pistill Við eigum að geta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verðmæti afla úr uppsjávar-tegundum hefur verið mik-ið á síðustu árum og skiptirþjóðarbúið allt gríðarlegu máli. Þessi afli getur verið mjög breytilegur frá ári til árs og útlit er fyrir að hann minnki á næsta ári. Þar vega þyngst minni veiðar á norsk ís- lenskri síld og minni loðnukvóti en vænst hafði verið. Að auki er ósamið um stjórnun veiða á kolmunna og norsk íslenskri síld á næsta ári, en fyrir liggur að Ísland verður utan makrílsamnings að óbreyttu. Á viðræðufundum strandríkja í haust um kolmunna og síld var meðal annars farið yfir skýrslur um vöxt, viðkomu og viðveru þessara stofna í lögsögum ríkjanna. Á grundvelli þeirra munu Norðmenn og Fær- eyingar telja að þeir eigi rétt á auk- inni hlutdeild. Reyndar hafa Fær- eyingar aukið hlutdeild sína og ekki verið aðilar að samkomulagi strand- ríkjanna síðustu tvö ár. Þá hefur Evrópusambandið sett fram kröfur um aukna hlutdeild í kolmunna. Við- ræðum um stjórnun veiða á þessum stofnum verður framhaldið um miðj- an desember. Ráðgjöf Alþjóða hafrannsókna- ráðsins fyrir veiðar á næsta ári er um verulegan samdrátt í veiðum á norsk-íslenskri síld, en einnig í mak- ríl og kolmunna þó svo að þeir stofn- ar séu sterkir. Í síðarnefndu tegund- unum hefur verið veitt umfram ráðgjöf síðustu ár miðað við afla- reglu. Það auðveldar ekki viðræð- urnar nú að veiðar á norsk-íslensku síldinni skuli dragast saman með hverju árinu og um leið verkefni af- kastamikils flota veiðiskipa, t.d. í Noregi. Síld, kolmunni og makríll Samkvæmt samningi um norsk- íslensku síldina er hlutur Íslands 14,51% af heildinni. Heildaraflamark árið 2014 var 419 þúsund tonn sam- kvæmt ráðgjöf ICES, en er 283 þús- und tonn fyrir næsta ár. Tekið skal fram varðandi afla í uppsjávar- tegundum á síðustu sex árum að í meðfylgjandi töflu er miðað við fisk- veiðiárið, en yfirleitt er miðað við almanaksárið þegar fjallað er um veiðar úr deilistofnum. Samkvæmt samningi um kol- munna koma 17,6% af heildarafla- marki í hlut Íslendinga. Strandríkin settu sér 1,2 milljón tonna aflamark árið 2014, en ráðgjöf ICES var 949 þúsund tonn. Aflamark ICES fyrir árið 2015 er um 840 þúsund tonn, en búist er við breytingu á aflareglu, sem þýddi að aflamark gæti orðið hátt í milljón tonn. ICES leggur til að aflamark í mak- ríl á næsta ári verði 906 þúsund tonn, en var rúmlega milljón tonn í ár. Ljóst varð í síðustu viku að Íslend- ingar yrðu ekki aðilar að samningi ESB, Noregs og Færeyja um veið- arnar. Fyrir þetta ár ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra að hlutur Íslands í makríl- afla yrði 16,6% af ráðgjöf ICES. Verði sama viðmiðun notuð fyrir næsta ár má áætla að makrílkvóti næsta árs verði um 150 þúsund tonn. Loðna og sumargotssíld Í síðustu viku var úthlutað rúm- lega 120 þúsund tonnum í loðnu til ís- lenskra skipa á grundvelli aflahlut- deilda. Að óbreyttu verður loðnuver- tíðin í vetur því í lélegri kantinum, en reynt verður að meta stærð loðnu- stofnsins að nýju upp úr áramótum. Íslenska sumargotssíldin hefur hins vegar náð sér á strik eftir sýk- ingu og dauða í Kolgrafafirði og er aflamark þessa fiskveiðiárs 82.200 tonn. Í meðfylgjandi töflu vega veið- ar á gulldeplu þyngst í afla úr öðrum uppsjávartegundum. Verðmætir fiskstofnar skila minni afla Sveiflur í uppsjávarafla Afli íslenska skipa fiskveiðiárin 2008/09 til 2013/14 Upplýsingar um uppsjávarafla á síðasta fiskveiðiári eru bráðabirgðatölur. Miðað er við uppsjávarafla í öllum lögsögum og þannig er makríll sem veiddist við Grænland meðtalinn. 2008/09 2009/10 2010/11 2011/12 2012/13 2013/14 Síld Norsk-íslensk síld Loðna Kolmunni Makríll Annar uppsjávarafli Samtals uppsjávarfiskur 153.238.000 263.602.000 15.089.000 119.096.000 118.059.097 38.391.060 707.475.157 48.442.000 184.287.000 110.120.000 86.287.000 111.340.487 24.199.353 564.675.840 44.735.000 159.597.000 327.192.000 5.572.000 152.423.689 10.710.342 700.230.031 49.756.000 131.395.000 584.545.000 64.531.000 159.677.473 124.426 990.028.899 74.503.000 108.080.000 463.279.000 103.916.000 142.136.259 40.931 891.955.190 73.418.000 76.290.000 111.367.000 175.252.000 163.325.573 51.196 599.703.769 Heimild: Fiskistofa Ljósmynd/Börkur Kjartansson Ósamið Góður afli á kolmunnamiðum vestur af Írlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.