Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.10.2014, Qupperneq 18
Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum Fljótlegt og einfalt ferli Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón BYLTINGARKENND NÝJUNG í mælingum á margskiptum glerjum HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00 TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í 18 Á R Við kaup á nýjum Essilor glerjum* færðu önnur frítt með. *Á við um öll venjuleg og margskipt gler. Gildir til 20. desember. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Það blæs ekki byr- lega fyrir Ríkis- útvarpinu þessa dag- ana. Margra ára skuldahaugur hvílir á rekstri þess og stjórnendum er uppálagt að skera niður. Magnús Geir er ekki öfundsverður af starfi sínu. Hann tekur við afleitu búi. Hvernig gat það gerst að grund- vallarstoð íslenskrar menningar, miðlunar og varðveislu, er að blæða út ? Finnst stjórn- málamönnum sem ríkisútvarpið skipti ekki máli eða að hægt sé að reka alvöru menningarfjöl- miðil án alvöru tekna? Það erf- iðasta sem Ríkisútvarpið þarf þó að glíma við, er það menningar- pólitíska tómarúm sem umlykur starfsemi þess. Það er bara þarna eins og venslalaus ein- staklingur á víðavangi. Það á að sjá um sig sjálft. Það var mikið óheillaskref sem fyrrverandi fjár- málaráðherra steig, þegar hann tók hluta af áskrift- argjaldi ríkisútvarps- ins og lét það renna í ríkissjóð. Það var baneitrað fordæmi, jafnvel þótt reynt væri að réttlæta það. Þá var það vanræksla hjá fyrrverandi stjórnendum að tak- ast ekki strax á við lífeyrisskuldbind- ingar stofnunarinnar. Nú er það að verða of seint. Þetta var upphaf þrautagöngu RÚV sem engan endi sér á. Þá er það auð- heyrt að áhrifamiklir pólitískir einkavæðingarsinnar vilja ekkert ríkisútvarp. Þeir eiga öfluga for- svarsmenn í báðum ríkisstjórn- arflokkunum. Á meðan svo er mun enginn friður verða, hvorki um daglegan rekstur, fjárhags- aðgerðir né framtíðarsýn RÚV. Einu skilaboðin sem almenningur fær úr Efstaleitinu er vonlaus skuldastaða, erfiður rekstur og vængbrotin dagskrá. Opinber fréttamiðlun og menningarrækt Flestar þær þjóðir sem eru okkur næstlægar reka öfluga rík- isfjölmiðla í formi útvarps og sjónvarps. Undantekning eru BNA. Á Norðurlöndum og á meg- inlandi Evrópu eru ríkisfjöl- miðlar kjölfestan í frétta- og menningarfjölmiðlun viðkomandi landa. Um það ríkir pólitísk sátt, þótt núningur geti orðið við skip- an einstakra stjórnenda. Meg- instraumar stjórnmálanna telja að þannig verði fréttamiðlun og kostnaðarsöm menningarrækt best af hendi leyst. Styrkur al- mannavalds og almenningsálits í samfélagi þessara þjóða er svo mikill, að stjórnmálamenn virða vilja þess. Þannig vinna þrosk- aðar, siðmenntaðar þjóðir. Einnig hér hjá okkur ríkti fyrrum sátt um öflugt Ríkisútvarp, þótt átök í útvarpsráði væru tíð, einkum ef um ómerkilega hluti var að ræða. Meginmunur á samfélagslegri umgjörð útvarpsmála hérlendis og í grannríkjum okkar er að hér hefur almannahugsun löngum verið veik og almenningsálitið breytilegt eins og vindáttirnar. Við erum svo fámenn og auðvelt að ná eyrum okkar, að öflugur pólitískur áróður getur sveiflað almenningsálitinu fram og til baka. Einræna fásinnisins mótaði þjóðina meir en samhyggja þétt- býlisins, sem var ekki burðugt lengi vel. Áhrifavald almanna- álitsins veitir stjórnmálamönnum hér því ekki sama aðhald. Rás 1,5 Dagskrá útvarpsins hefur einn- ig orðið fyrir áföllum í þessum þrengingum. Rás 1 eða Gamla gufan, sem einu sinni var, er ekki svipur hjá sjón, eftir að hún var sameinuð Rás 2 á aðalhlust- unartímum . Búið er að aðlaga dagskrána óskum auglýsenda. Háværar auglýsingar fá kjör- staðsetningu í dagskránni. Utan um þær sveipast umgjörð efnis- lítilla viðtala, fyllt upp með gnauði frá stuðmúsík. Svona sam- setning breytir sérhverjum hlust- anda í steinrunna mosaþembu. Af hverju má ekki móta dagskrána að hlustendum sem eru að- algreiðendur stofnunarinnar? Ég hélt lengi vel í þá von, að við sem höfum litla ánægju af síbylju- tónlist sem uppistöðu í dagskrá, fengjum að hafa Rás 1 í friði. Sennilega eru gagnrök útvarps- stjórnenda þau, að bæði hlustun og tekjur hafi aukist með þessum breytingum. Slík áhrif eru vel- þekkt, þegar staðlar eru lækk- aðir. Opinber fjölmiðill verður að miða dagkrá sína kröfuharðara viðmiði um upplýsingu og menn- ingarmiðlun, en auglýsendur gera. Verði framhald á þessari popp- og auglýsingavæðingu, hlýtur almenningur að spyrja, hvort ekki sé rétt að losa um skylduaðildina. RÚV er þó enn okkar BBC, DR, NRK, ARD. Það er daglegur félagi okkar, velferð þess og reisn skiptir okkur öll máli. Alþingi verður að höggva á tilvistarvanda þess. Auðvelda því að losna við fjárhaglegar byrðar fortíðarinnar, og gefa okkur með því von um skapandi, kröfuharða og þar með skemmtilega dagskrá. Eftir Þröst Ólafsson » Svona samsetning breytir sérhverjum hlustanda í steinrunna mosaþembu. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. Ríkisútvarpið – hvað næst? Nú þegar svo fjölmennt er orðið í stétt nýrra Ís- lendinga er eitt sem þarf eiginlega að vekja athygli á. Margir nýir Íslendingar taka strætó og velflestir þeirra eru aldir upp við meiri biðraðamenningu en við sem erum fædd á klakanum. Þess vegna, ef þið sjáið að ungur karlmaður treðst inn í strætó á undan miðaldra konu þá er það að öllum líkindum vegna þess að hann er að passa að stífla ekki rennslið heldur vera á sínum stað í röðinni. Hann var nefnilega á undan henni á stopp- ið. Hneykslist þess vegna ekki. Nema hann sé orðinn svona sjóaður í okkar eigin menningu – sá sem fyrstur treðst missir ekki af sæti. Auðvitað er svosem ekki hægt að útiloka neitt. Strætófarþegi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Á strætóstoppistöð Biðröð Það er stundum þröng á þingi í biðskýlinu. Árið 874 sagði Hall- veig kona Ingólfs Arn- arsonar: „Elskan mín, mig langar í ferðalag.“ „Já, auðvitað,“ sagði Ingólfur, „við getum farið í góða ferð hérna yfir jökulinn (Joste- dalsbrea) eða inn með fjörðum og til Loen, það er nú fallegt þar.“ „Nei,“ sagði Hallveig, „hann er svo leið- inlegur hann Haraldur (hárfagri) að ég nenni ekki að búa hérna lengur. Hann er að setja allskonar lög og reglur og fara fram á skatta og skyldur. Siglum bara til þessarar eyju þarna útí hafi, þar gilda engar reglur (og hafa ekki gert síðan). Höfum þetta bara einfalt og auðvelt, ódýrt og allir velkomnir (markmið Norska ferðafélagsins), tökum með börnin (Ferðafélag barnanna), fjöl- skylduna (fjölskylduferðir), vini og félaga (félagsferðir) og drífum okk- ur af stað (ferðir með stuttum fyr- irvara).“ Þannig lögðu Ingólfur Arn- arson og Hallveig kona hans grunninn að starfi Norska ferða- félagsins. Ingólfur og Hallveig sigldu síðan til Íslands og urðu fyrstu landnemar landsins (þó nokkrir aðrir hafi komið hér við áð- ur og skoðað sig um, Naddoddur, Garðar Svavarsson og Hrafna- Flóki). Ingólfur var því fyrsti Ís- lendingurinn. Þannig má færa rök fyrir því að það var Íslendingur sem lagði grunninn að starfi Norska ferðafélagsins (ein öflugustu fé- lagasamtök á Norð- urlöndum). Í fríðu föruneyti Ing- ólfs voru meðal annars fleiri smákóngar eins og hann, hirðfífl og þrælar. Í kjölfarið fylgdu fleiri landnemar (þúsundir manna), fleiri smákóngar og fleiri þrælar. Þeir námu land á þessu fal- lega landi sem var skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Landnámsöld lauk 930 með stofnun Alþingis og taldist landið þá fullnumið. Þetta var glæsilegur tími í sögu þjóðarinnar; þá riðu hetjur um hér- uð, hjuggu mann og annan, drukku öl og kváðust á og sinntu bústörfum inn á milli (mjólkuðu kýr og rækt- uðu kartöflur) eða héldu í víking (út- rásarvíkingar hinir upphaflegu) og rændu og rupluðu (líkt og hinir síð- ari). Smákóngarnir sem flúðu Noreg og námu hér land á ævintýraeyjunni frjálsu hafa síðan, sem stétt, vaxið og dafnað og finna má í dag smá- kóng nánast í hverjum dal, hverju koti og hverju þorpi, hverjum bæ og ekki síst höfuðborginni sjálfri (t.d. í gervi útrásarvíkinga, athafna- manna, fjárfesta og framkvæmda- manna, útgerðarmanna og bænda). Hirðfíflin hafa einnig vaxið og dafn- að (stjórnsýslan og ríkisstarfs- menn). Þrælarnir síðan fjölmenn- asta stéttin (almenningur) sem stritar og stritar og borgar og borg- ar skuldir (óreiðumanna). Smákóng- um eins og vera ber líkar illa að fara að lögum og reglum og telja sig mega gera það sem þá langar og hentar best (ég á’etta, ég má’etta). Hirðfíflin passa upp á sitt og sína og þrælarnir halda áfram að strita og dettur ekkert annað í hug þó þeim sárni nú eðlilega stundum. Landnámsmönnum var ljóst að með fölgun íbúa var illnauðsynlegt að koma á einhverju skipulagi á hlutina, ekki síst þó til að leysa úr deilumálum, dæma bætur og þess háttar og var því Alþingi stofnað og valinn staður á Þingvöllum. Misjafn- lega og aðallega erfiðlega gekk þó fyrir hetjurnar að fara að lögum og reglum (og hefur gengið illa síðan). Voru jafnvel vænstu menn (Gunnar á Hlíðarenda) dæmdir í útlegð (fjör- baugsgarð skv. Grágás, og áttu þá að dveljast þrjú ár erlendis annars vera réttdræpir), þar sem illa gekk að fylgja lögum og reglum, dómum eða sáttum. Landnámsmönnum/smákóngum gekk heldur erfiðlega að búa á land- inu í sátt og samlyndi og á Sturl- ungaöld má segja að borgarastríð hafi geisað í landinu. Með Gamla sáttmála 1262 gáfust menn svo upp á því að sjá um sig sjálfir og gengu Noregskonungi á hönd. Og tók þá við heldur mikill kotbúskapur næstu aldir. 874 Eftir Pál Guðmundsson » Í fríðu föruneyti Ing- ólfs voru meðal ann- ars fleiri smákóngar eins og hann, hirðfífl og þrælar. Páll Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.