Morgunblaðið - 27.10.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 27.10.2014, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Yfir mærin, er evrópskt verkefni þar sem Noregur, Liechtenstein, Pólland og Ísland mætast. Hug- myndin var að fá þrettán skáld frá fjórum löndum til að semja nýjar smásögur sem fara yfir alls konar mæri.“ segir Olga. „Á dögunum hittust flestir þessara höfunda á árlegri smásagnahátíð í Póllandi og nú eru pólsku höfundarnir komnir til Íslands og lesa sögur sínar. Þarna er á ferð samspil íslenskra og pólskra bókmennta og við- burður þar sem íslensk og pólsk skáld koma saman. Þarna er tæki- færi til að kynna pólska höfunda sem eru tiltölulega ungir og ekki þekktir á Íslandi því það er lítið sem ekkert um þýðingar á pólskum bókmenntum á íslensku.“ Um pólsku höfundana tvo, Piotr Paziñski og Ziemowit Szczerek, segir Olga: „Þeir eru gjörólíkir en mjög áhugaverðir höfundar. Ziemo- wit Szczerek hefur skrifað verð- launabók um Úkraínu sem fjallar um austurferðir ungra Pólverja og jafnframt er tekið á umræðuefni sem verið hefur mjög í brennidepli að undanförnu – reyndar eftir að bókin kom út 2013. Þetta er sér- stök bók, ekki beinlínis skáldsaga og ekki blaðamennska, en er þarna einhvers staðar á milli. Á upplestr- arkvöldinu les hann smásögu um Georgíu. Piotr Paziñski skrifar um menningu gyðinga í Varsjá og hef- ur áhuga á þeim heimi sem var þar fyrir seinni heimsstyrjöld. Hann grúskar í minningum og er í leit að draugum fortíðar.“ Íslensk ljóð í borgarrými Í fyrra var ORT-ljóðaverkefnið áberandi á Íslandi og í Póllandi en þar voru skáld frá Póllandi og Ís- landi kynnt fyrir lesendum beggja þjóða og ljóð þeirra gefin út í þýð- ingum, á bæði prentuðu og raf- rænu formi. Pólsk og íslensk ljóð eftir 30 skáld voru einnig gefin út á ljóðörkum, sem dreift var á bók- menntahátíðum í báðum löndum. „ORT var gæluhugmynd hjá mér og lengi í gerjun en loks tókst að fá styrk til þess,“ segir Olga. „Hugmynd mín var í upphafi sú að kynna íslensk ljóð fyrir Pólverjum en verkefnið vatt upp á sig og varð einnig að kynningu á pólskum ljóð- um á Íslandi. Verkefnið hófst með Smekkleysukvöldi í Kraká og á árinu voru yfir þrjátíu viðburðir sem ljóðskáld frá báðum löndum tóku þátt í. Ljóð eftir meðal annars Ingibjörgu Haraldsdóttur, Þórarin Eldjárn, Lindu Vilhjálmsdóttur, Gyrði Elíasson og Kristínu Svövu Tómasdóttur birtust á risastórum auglýsingaskiltum, í strætó, spor- vögnum og á neðanjarðarlestar- stöðvum í Varsjá og fleiri borgum. Það voru yfir 6 milljónir manna sem sáu íslensk ljóð í borgarrými. Á Lestrarhátíð í fyrra var svo hægt að lesa ljóð eftir íslensk og pólsk skáld á pólsku og íslensku, t.d. í strætó. Ég var mjög stolt af þessu verkefni sem tókst gríð- arlega vel.“ Spurð um áhuga Pólverja á ís- lenskum bókmenntum segir hún: „Í Póllandi er mikill áhugi á öllu sem tengist Íslandi, en þegar kem- ur að bókmenntum eru krimmar mest áberandi, eins og annars staðar og þar eru Arnaldur og Yrsa vinsæl. Blái hnötturinn eftir Andra Snæ kom út í Póllandi á dögunum sem er merkilegt þegar haft er í huga að fyrir nokkrum ár- um fékk Andri Snær pólsk barna- bókaverðlaun fyrir þessa bók, sem hefur samt ekki verið til á pólsku fyrr en nú. Bækur eftir Hallgrím Helgason, Sjón og Jón Kalman hafa verið þýddar á pólsku. Næst- um allar skáldsögur Halldórs Lax- ness eru til á pólsku en þýddar úr sænsku og einnig eru Eddukvæðin til á pólsku.“ Skrifar bók um Þórarin Eldjárn Olga hefur þýtt verk íslenskra ljóðskálda á pólsku, en hún talar afar góða íslensku. „Ég veit nú ekki hvað ég tala góða íslensku, í huganum er ég sífálmandi eftir réttri fallbeygingu,“ segir hún. „Ég lærði íslensku í Háskólanum, en Samspil íslenskra og pólskra bókmennta  Olga Holownia hefur unnið ötullega að því að kynna íslenskar bókmenntir fyrir Pólverjum og pólskar fyrir Íslendingum Auglýsingaskilti Ljóð eftir Gyrði Elíasson í Varsjá. VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lestrarhátíð Bókmenntaborgar hefur staðið yfir nú í októbermán- uði. Þetta er þriðja Lestrarhátíðin sem haldin er og nefnist hún í ár Tími fyrir sögu og er tileinkuð smásögum og örsögum og listinni að skrifa sögur. Þriðjudagskvöldið 28. október kl. 20 í Iðnó koma sam- an þrjú íslensk skáld, Þórarinn Eldjárn, Halldór Armand Ásgeirs- son og Kristín Eiríksdóttir og tveir pólskir rithöfundar, Piotr Paziñski og Ziemowit Szczerek. Öll hafa þau tekið þátt í smásagnaverkefninu Transgressions: International Nar- ratives Exchange, sem Bókmennta- borgin stendur að fyrir Íslands hönd. Skáldin lesa úr verkum sín- um og verða kynnt með spjalli og umræðum. Höfundarnir fimm hafa skrifað smásögur sérstaklega fyrir þetta tækifæri og verða þær kynntar þetta kvöld, en sögur pólsku höfundanna hafa verið þýddar á íslensku. Olga Holownia er umsjónar- maður þessa verkefnis en hún var hvatamaður að ORT-ljóðaverkefn- inu sem var á dagskrá í fyrra, bæði á Íslandi og í Póllandi. „Trans- gressions, sem á íslensku nefnist Ljósmynd/Zbigniew Bartosiak JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.