Morgunblaðið - 27.10.2014, Side 31

Morgunblaðið - 27.10.2014, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Loftpressur í öll verk - öflugarCompAir loftpressur fyrir stórt semsmátt Þegar þörf er á kröftugum loftpressum eru CompAir valkostur sem vert er að skoða. Hvort sem þig vantar 1.500 l eða 10.000 l pressu þá eigum við réttu lausnina fyrir þig. Láttu ekki afköstin fjúka út í veður og vind - veldu CompAir. Við erum sérfræðingar í lofti! Hentug í skúrinn og bústaðinn Olíufrí fyrir tannlækninn Handhæg fyrir smiðinn verkstæðið sprautarann sandblásturinn Kraftajötunn fyrir stóriðjuna Vinnuþjarkur fyrir fiskvinnsluna Sívinnandi fyrir Aflmikil fyrir Frábær fyrir framleiðsluiðnaðinn Stöðug fyrir Hafnfirðingar bjóða upp á íslenska hrekkjavökugleði í miðbæ Hafn- arfjarðar dagana 29. október til 2. nóvember. Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar stendur að viðburð- inum ásamt Miðbæjarsamtökunum, Firði Verzlunarmiðstöð, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Leik- félagi Hafnarfjarðar, Pólska menn- ingarsambandinu og Alþjóðaskól- anum. Gleðin byrjar á miðvikudaginn 29. október í Bæjarbíói um daginn með pólskri draugasögustund og ís- lenskri draugamynd um kvöldið. Dagana 30. okt til 1. nóv verður lista- smiðja opnin öllum í Hafnarborg. Íslensk hrekkjavökugleði stendur yfir í fimm daga í miðbæ Hafnarfjarðar Morgunblaðið/hag Hrekkjavaka Draugamyndir, -sögur og hrollvekjandi viðburðir verða á dagskrá. Jack Bruce, bassaleikari hljómsveit- arinnar Cream, er látinn, 71 árs að aldri. Cream, sem var stofnuð árið 1966, er talin ein af mikil-vægustu hljómsveitum í sögu rokksins. Hljómsveitin, sem aðeins starfaði í tvö ár, samanstóð af Bruce, Eric Clapton og Ginger Baker. Plötur hennar seldust í yfir 35 milljónum eintaka á fyrstu tveimur árunum eft- ir stofnunina og hlaut hljómsveitin platínuplötu fyrir Wheels of Fire. Bruce samdi og söng flest lög sveit- arinnar. Bassaleik- arinn Jack Bruce látinn Ljósmynd/Wikipedia Bassaleikari Jack Bruce, stofnaði hljómsveitina Cream árið 1966. Hún er talin ein af mikilvægustu hljómsveitum í sögu rokksins. Á næsta djasskvöldi Kex hostels, á morgun, kemur fram kvintett söngv- arans Þórs Breiðfjörð og flytur dag- skrá undir yfirskriftinni innileikar. Hljóðfæraleikarar eru þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Flutt verður hugljúf tón- list tengd Bing Crosby og öðrum „croonerum“ amerísku söngbók- arinnar. Tónlistarflutningur hefst kl. 20:30 og stendur í um það bil 2 klst., með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Kex hostel er á Skúlagötu 28. Tónlist Söngvarinn Þór Breiðfjörð heldur tónleika á morgun. Þór Breið- fjörð á Kex hosteli Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi eru músíkalskt par. Saman kalla þau sig UniJon. Þau bjóða upp á rólega og notalega stemningu á Safnahelgi í Draugasetrinu á Stokkseyri sunnu- daginn 2. nóvember. UniJon voru á tónleikaferð um Evrópu síðasta vetur, þar sem þau kynntu plötuna sína Morning Rain. Þau eru flutt í kyrrðina á Stokks- eyri, og hlakka til að spila í nýja heimabænum sínum, að þeirra sögn. Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spilað sem dúett. Tónlist þeirra er á rólegu, þjóðlegu og róm- antísku nótunum og hafa verið róm- uð fyrir ljúfsára og notalega stemn- ingu. Tónleikar UniJion spila rólega, þjóðlega og ögn rómantíska tónlist. UniJon með tónleika á safnahelgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.