Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 4
Komnar og farnar í Dominos-deild kvenna (Raðað skv. spá þjálfara fyrirliða og formanna félaganna) 5. sæti (100 stig) Haukar Komnar: Rakel Rós Ágústdóttir (Þór Akureyri) Ruth Guthjahr (Austurríki) María Sigurðardóttir (byrjuð aftur) Farnar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir (BNA) Lovísa Björt Henningsdóttir (BNA) Jóhanna Björk Sveinsdóttir (Breiðablik) Íris Sverrisdóttir (barneignarleyfi) Gunnhildur Gunnarsdóttir (Snæfell) 1. sæti (174 stig) Keflavík Komnar: Carmen Tyler-Thomas (BNA) Hallveig Jónsdóttir (Val) Marín Laufey Davíðsdóttir (Hamri) Farnar: Aníta Ósk Viðarsdóttir (KR) Telma Lind Ásgeirsdóttir (hætt) Elinóra Guðlaug Einarsdóttir (Njarðvík) Di’Amber Johnson (Svíþjóð) Porsche Landry (BNA) L 2. sæti (146 stig) Snæfell Komnar: María Björnsdóttir (Val) Gunnhildur Gunnarsdóttir (Haukum) Kristen McCarthy (BNA) Farnar: Eva Margrét Kristjánsdóttir (KFÍ) Hildur Björg Kjartansdóttir (BNA) Chynna Brown (BNA) Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (Danmörku) 6. sæti (72 stig) KR Komnar: Aníta Eva Viðarsdóttir (Keflavík) Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir (Skallagrími) Brittany Wilson (BNA) Farnar: Sigrún Ámundadóttir (Svíþjóð) Bergdís Ragnarsdóttir (hætt) Ebone Henry (BNA) Kristbjörg Pálsdóttir (Breiðablik) 3. sæti (138 stig) Grindavík Komnar: Rachel Tecca (BNA) Guðlaug Björt Júlíusdóttir (Njarðvík) Ásdís Vala Freysdóttir (Njarðvík) Petrúnella Skúladóttir (Byrjuð aftur) Farnar: Crystal Smith (BNA) Helga Hallgrímsdóttir (Hætt) Harpa Hallgrímsdóttir (Hætt) Marín Rós Karlsdóttir (Keflavík) 7. sæti (49 stig) Breiðablik Komnar: Berglind Sigmarsdóttir (Þýskal.) Jóhanna Björk Sveinsdóttir (Haukum) Unnur Lára Ásgeirsdóttir (Val) Rut Konráðsdóttir (Val) Kristbjörg Pálsdóttir (KR) Arielle Wideman (BNA) Farnar: Helga Hrund Friðriksdóttir (BNA) Kristín Óladóttir (hætt) Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir (barneignaleyfi) Jaleesa Butler (BNA) 4. sæti (138 stig) Valur Komnar: Fanney Lind Thomas Guðmundsdóttir (Hamri) Joanna Harden (BNA) Bylgja Sif Jónsdóttir (Hamri) Regína Ösp Guðmundsdóttir (Hamri) Farnar: Anna Martin (BNA) Hallveig Jónsdóttir (Keflavík) María Björnsdóttir (Snæfell) Unnur Lára Ásgeirsdóttir (Breiðablik) Rut Konráðsdóttir (Breiðablik) Þórunn Bjarnadóttir (Hamar) 8. sæti (47 stig) Hamar Komnar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir (Njarðvík) Andrina Mariah Rendon (BNA) Jóhanna Herdís Sævarsdóttir (Laugdælum) Erika Mjöll Jónsdóttir (Skallagrími) Þórunn Bjarnadóttir (Val) Farnar: Íris Ásgeirsdóttir (barneignaleyfi) Bylgja Sif Jónsdóttir (Val) Margrét Hrund Arnarsdóttir Freyja Fanndal (hætt) Álfhildur Þorsteinsdóttir (hætt) Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir (Val) Adda María Óttarsdóttir (hætt) KÖRFUBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Keflavík hafnar í efsta sæti Dom- inos-deildar kvenna í körfuknattleik ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna átta í deild- inni. Snæfell, Grindavík og Valur komast einnig í úrslitakeppnina, Haukar og KR hafna í 5. og 6. sæti, og á botninum berjast Breiðablik og Hamar, ef spáin gengur eftir. „Þetta er mjög raunhæf spá,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslandsmeistara Snæfells, sem Morgunblaðið fékk til þess að rýna í deildina sem hefst í kvöld með heilli umferð en leiki hennar má sjá í opnu blaðsins. Keflavík vann allt sem hægt er að vinna undir stjórn Sigurðar Ingi- mundarsonar 2013. Andy Johnston náði ekki að fylgja þeim árangri eftir síðasta vetur og liðið féll út án þess að vinna leik í úrslitakeppninni, sem er allt annað en leikmenn höfðu í huga. Nú er Sigurður mættur aftur og það hefur sitt að segja um að Keflavík sé spáð titlinum. Eðlilegt að Keflavík sé spáð titli „Það er eðlilegt að Keflavík- urkonum sé spáð titlinum. Þær eru mjög sprækar, með skemmtilegan útlending [Carmen Tyson-Thomas], og sýndu það á undirbúnings- tímabilinu hvað þær eru góðar þegar þær spiluðu hörkuvel nánast Kana- lausar. Þetta verður hins vegar mjög jafnt og skemmtilegt mót held ég. Það eru 5-6 lið þarna sem geta vel unnið hvert annað,“ sagði Ingi Þór. Þrátt fyrir að Snæfell hafi unnið deildina með yfirburðum síðasta vet- ur, og orðið Íslandsmeistari í kjöl- farið í fyrsta sinn, er liðinu spáð 2. sæti nú. Það er ekki skrýtið miðað við mannabreytingarnar sem sjá má í yfirlitinu hér á síðunni. Það er bara ein Guðrún Gróa „Við misstum ekki bara besta varnarmann deildarinnar í Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur, heldur líka besta stóra leikmanninn í Hildi Björgu Kjartansdóttur. Svo var Eva Margrét Kristjánsdóttir ákveðinn X-faktor fyrir okkur líka en er farin til Ísafjarðar. Við fengum Maríu og Gunnhildi í staðinn, en þetta þýðir að ábyrgðin verður meiri hjá öðrum leikmönnum en áður,“ sagði Ingi. „Við spiluðum mjög vel í fyrra. Það er bara ein Guðrún Gróa og Hildur Björg var einnig frábær. Núna er sviðið opið fyrir aðrar að sanna sig en markmiðið okkar er að ná einu af fjórum efstu sætunum,“ bætti hann við. Hann segir útlit fyrir spennandi baráttu efstu liðanna þar sem sex lið geri tilkall til að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafnaði í 7. sæti síðasta vetur, var hreinlega í fallbaráttu, en er spáð mun betra gengi nú. Grindavík í toppbaráttuna „Grindavík og Valur verða þarna í toppbaráttunni, og KR og Haukar munu ekkert sætta sig við það að missa af úrslitakeppninni. Þetta verður því jafnt og spennandi en ég held að Breiðablik og Hamar verði í vandræðum, berjist á botninum og sú barátta verður eflaust hörkubar- átta um að halda sér uppi,“ sagði Ingi. Valskonur munu halda sjó „Petrúnella kemur aftur inn í Grindavíkurliðið og þær eru með góðan útlending [Rachel Tecca]. Tímabilið í fyrra var mikil vonbrigði og þær koma ákveðnar til leiks. Ég reikna með þeim í einu af fjórum efstu sætunum og eins Valskonum. Þó að þær hafi misst mannskap þá var það góður mannskapur til staðar að þær munu halda sjó og gera vel. Kaninn þeirra [Joanna Harden] er mikill skorari og ef Gústi [Ágúst Björgvinsson þjálfari] finnur lím- leysinn, þannig að hún spili líka á fé- laga sína, þá verður hún fjári góð,“ sagði Ingi. Aldrei auðvelt gegn Haukum Haukar léku til úrslita við Snæfell um Íslandsmeistaratitilinn í vor en hafa misst mikið frá síðasta vetri. „Haukarnir eru samt með Lele Hardy og svo ungar stelpur sem eru óhræddar við að spila. Þær eru alveg pressulausar. Lele hefur gert þetta allt áður og mun taka fjölda leikja hreinlega yfir, eins og hún gerði í bikarúrslitunum í fyrra. Maður get- ur aldrei reiknað með auðveldum leik gegn Haukum með hana innan- borðs,“ sagði Ingi. Erfitt að fylla skarð Sigrúnar KR-ingar komust ekki í úr- slitakeppnina síðasta vetur og hafa síðan misst Sigrúnu Sjöfn Ámunda- dóttur til Svíþjóðar, þar sem hún hefur strax sýnt hversu öflugur leik- maður hún er. „Sigrún var mjög góð fyrir þær í fyrra. Það er spurning hvort heildin nær að fylla í þetta gat sem Sigrún skilur eftir. Erlendi leikmaðurinn þarf að vera mjög góður til að KR geri betur en í fyrra,“ sagði Ingi. Hamar og Blikar í fallslag Allir virðast á einu máli um það að Breiðablik og Hamar hafni í neðstu sætunum tveimur, en Blikar unnu sér sæti í deildinni í vor og Hamar hafnaði í 6. sæti. „Þessi lið virðast vera mjög með- vituð um sína stöðu og ég held að þetta verði bara mjög spennandi barátta á milli þeirra um að halda sér uppi. Þær munu heldur ekkert gefa gegn sterkari liðunum og hafa náð ágætis úrslitum á undirbúnings- tímabilinu,“ sagði Ingi. Fyrsta umferðin er leikin í kvöld og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19.15. „Verður mjög jafnt mót“  Þjálfari Íslandsmeistara Snæfells segir eðlilegt að Keflavík sé spáð deildarmeistaratitlinum 2015  Sér fram á spennandi baráttu 5-6 liða  Fallslagurinn verði einvígi Hamars og nýliða Breiðabliks Morgunblaðið/Ómar Meistararnir Hildur Sigurðardóttir hampar hér bikarnum eftir að Íslandsmeistarar Snæfells unnu bikarmeistara Hauka í Meistarakeppninni á dögunum. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu síðastliðið vor þar sem Snæfell vann 3:0. Dominos-deildin » Lokastaðan síðustu leiktíð: Snæfell 50, Haukar 38, Kefla- vík 32, Valur 28, KR 22, Hamar 22, Grindavík 18, Njarðvík 14. » Haukar unnu Keflavík 3:0 í undanúrslitum, og Snæfell vann Val 3:2. Í úrslitum vann Snæfell Hauka 3:0. » Keflavík er spáð titlinum í ár, Snæfelli 2. sæti og Grinda- vík 3. sæti. Hamri er spáð falli. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Aftureldingarmenn í Mos- fellsbæ hafa farið frábærlega af stað í Olís-deild karla. Þeir hafa unnið fimm fyrstu leiki sína og virðist fátt ætla að stöðva hina lífsglöðu „kjúklinga“ sem sumir kalla svo. Leikgleði skín úr hverju andliti og ljóst er að hinn pollrólegi prestssonur úr Hafn- arfirði, Einar Andri Einarsson, sem tók við uppeldi „kjúkling- anna“ í sumar hefur góða stjórn á hóp sínum. Þeir virðast ekki bara hafa komið áhorfendum á óvart, heldur einnig þjálf- aranum, með góðri byrjun ef marka má orð Einars Andra á mbl.is. Spennandi verður að sjá hvað gerist þegar mosfellsku „kjúklingarnir“ gera þegar þeir mæta í „gettóið“ annað kvöld en svo hefur heimavöllur ÍR-inga í íþróttahúsinu í Austurbergi stundum verið kallaður í gamni. Bæði lið eru taplaus og sitja flestum að óvörum í efstu tveimur sætum Olís-deildarinnar eins skemmtilega ólík og þau eru á margan hátt í leik sínum. Undir stjórn sálfræðingsins, Bjarna Fritzsonar og „Svíagrý- lubanans“ Einars Hólmgeirs- sonar hafa ÍR-ingar endurheimt leikgleðina á aftur. Sömu sögu má segja um stuðningsmenn ÍR sem nú láta sig ekki vanta á heimaleiki en margir þeirra helt- ust úr lestinni á síðasta keppn- istímabili með þeim afleiðingum að stemningin orðin lítilfjörlega á áhorfendapöllunum. Ég bíð í eftirvæntingu eftir uppgjöri toppliðanna á leikvell- inum, baráttu litríkra stuðnings- manna beggja liða en síðast og ekki síst eftir rúllutertunni með hvíta kreminu sem oft verið boðið upp á með kaffinu í Aust- urbergi. Þó ekki í fyrrakvöld á leik ÍR og Hauka, mér til sárra vonbrigða. Hún átti að vera toppurinn á spennandi leik. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.