Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 ÍÞRÓTTIR Körfubolti Ingi Þór, þjálfari Íslandsmeistara Snæfells, sér fram á spennandi baráttu 5-6 liða um efstu sæti Dominos-deildarinnar. Eðlilegt að Keflavík sé spáð titlinum. Fallslagurinn einvígi Hamars og Breiðabliks 4 Íþróttir mbl.is FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is FH-ingurinn Atli Guðnason var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í knattspyrnu árið 2014 að mati Morgunblaðsins en Atli fékk flest M í ein- kunnargjöf Morgunblaðsins. Þetta er í þriðja sinn sem Atli er útnefndur besti leikmaður deildar- innar hjá Morgunblaðinu en hann hlaut þennan titil árið 2009 og 2012. „Það er gaman að fá viðurkenningar en ég átti ekki von á þessu þar sem ég var varamaður í nokkrum leikjum í sumar. Heilt yfir var ég nokk- uð ánægður með eigin frammistöðu en það má samt alltaf gera betur. Ég byrjaði tímabilið ekk- ert sérstaklega vel en mér gekk vel síðari hluta mótsins. Ég hefði svo sannarlega viljað setja eitt mark í lokaleiknum og verða Íslandsmeistari og þá hefði tímabilið verið fullkomið,“ sagði Atli við Morgunblaðið en hann skoraði 10 mörk í 22 leikj- um FH-inga í deildinni í sumar. Næstum því tímabil hjá okkur Atli segist enn vera að ná áttum og jafna sig eft- ir vonbrigðin í úrslitaleiknum á móti Stjörnunni þar sem Stjarnan fagnaði 2:1 sigri í Kaplakrika og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Ég held að við höfum jafnað stigametið hjá FH og að ná ekki að vinna titilinn með því að fá 51 stig er eiginlega sorglegt. Það var annað lið sem gerði aðeins betur og Stjarnan hlýtur því að eiga Ís- landsmeistaratitilinn skilinn. Þetta var svona næstum því tímabil hjá okkur og þegar maður skilur við það þá verður það að teljast vonbrigði fyrir okkur. Við duttum út úr bikarnum í 32-liða úrslitunum, áttum mikla möguleika á að komast í lengra í Evrópudeildinni en hentum því frá okkur með tapinu á móti Elfsborg og töpum svo á heima- velli fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslands- meistaratitilinn. Þegar kom að stærstu leikjunum þá klikkuðum við og við erum hundsvekktir að ná ekki stórum titli í hús annað árið í röð,“ sagði Atli. Klúðruðum þessu sjálfir Spurður hvað hafi að hans mati gert útslagið um að Stjörnunni tókst að landa titlinum eftir- sótta sagði Atli: „Það voru bara við sjálfir og engir aðrir. Við fengum fimm til sex góð tækifæri til að skora mark í stöðunni 1:1. Það er hluti af leiknum að dómarar geri mistök. Þeir gerðu augljóslega mis- tök sem féllu okkur í mót en stundum fellur þetta með manni og stundum á móti. Það var bara skrif- að í skýin að Stjarnan ætti að verða Íslandsmeist- ari. Það var eiginlega ekkert sem klikkaði hjá þeim í sumar. Ef það var jafnt hjá þeim á 90. mín- útu þá náðu þeir á einhvern hátt að lauma inn sig- urmarkinu. Ef meistaraheppni er til þá er það í þessu tilfelli,“ sagði Atli. Atli varð 30 ára á dögunum og hélt upp á daginn með eftirminnilegum hætti en hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í sigri á móti Val. Nú þegar löngu og ströngu tímabili er lokið getur Atli einbeitt sér að föðurhlutverkinu. Atli kennir stærðfræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ en hann er nú í feðraorlofi og sinnir 11 mánaða gam- alli dóttur sinni. Ekki fá Atli og samherjar hans langt frí því æfingar verða byrjaðar á nýjan leik fyrr en varir. Áfram með FH „Við munum klárlega læra af þessu tímabili. Við þurfum bara að gera aðeins betur heldur en í ár þótt það verði erfitt. Ef okkur tekst það þá hljót- um við að vinna,“ sagði Atli, sem verður áfram í herbúðum FH, félagsins sem hann er uppalinn hjá en um tíma lék hann sem lánsmaður með HK og Fjölni. Frá árinu 2006 hefur Atli verið í stóru hlutverki með FH-liðinu og hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu og tvívegis bik- armeistari. „Ég er með samning til loka næsta árs en ég veit að það eru nokkuð margir leikmenn samn- ingslausir hjá okkur núna. Menn munu setjast niður á næstu dögum og fara yfir stöðuna og ég held að flestir þeirra sem eru með lausa samninga vilji vera áfram. FH er frábær klúbbur og að- staðan sú besta á landinu í dag og á bara eftir að verða betri þegar fótboltahúsin verða risin.“ Atli segir að stundin inni í búningsklefanum eft- ir tapleikinn á móti Stjörnunni hafi verið erfið. „Eðlilega var þungt andrúmsloftið inni í klef- anum. Menn litu hver á annan og spurðu hvernig gátum við klúðrað þess. Það voru allar forsendur fyrir því að vinna leikinn og sérstaklega eftir að Veigar var rekinn útaf. Bökkuðum allt of mikið Innst inni þá held ég að menn hafi hugsað að þetta hafi verið okkur sjálfum að kenna. Því oftar sem við klikkuðum úr færunum þá drógum við okkur smátt og smátt aftar á völlinn og það þrátt fyrir að vera manni fleiri. Við bökkuðum allt of mikið og buðum bara hættunni heim. Reynt lið eins og FH hefði bara átt að halda boltanum og með því hefðu Stjörnumenn farið út úr stöðum sínum. Við áttum að skora sigurmarkið í stað þess að reyna að halda fengnum hlut,“ sagði Atli, sem er ekki búinn að sjá leikinn. „Ég mun ekki horfa á leikinn. Ég sá einhver brot úr leiknum en gafst upp á því að horfa.“ Má alltaf gera betur  Atli Guðnason úr FH besti leikmaðurinn 2014  Fékk flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins  Enn að ná áttum og jafna sig eftir vonbrigðin á laugardaginn Morgunblaðið/Eggert M Atli Guðnason leikmaður FH fékk flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins í Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu á nýafstöðnu Íslandsmóti. FH fékk jafnframt flest M samanlagt í einkunnagjöfinni í sumar. 8. október 1989 Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, spilar fyrstur Ís- lendinga deildaleik með tyrknesku liði og skorar eitt marka Genclerbir- ligi í sigurleik gegn Bursaspor, 3:1. Hann samdi við fé- lagið skömmu áður eftir að hafa leikið með Val um sumarið. 8. október 1994 Ísland bíður lægri hlut fyrir Eng- landi, 1:2, í fyrri leik liðanna í 8- liða úrslitum Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á Laugar- dalsvellinum en þar spila liðin jafnframt til úrslita um sæti á HM 1995. Margrét Ólafsdóttir skorar mark Íslands og jafnar þá metin en með sigrinum stendur England vel að vígi fyrir seinni leikinn í Brighton. Á ÞESSUM DEGI Miðasala á Evr- ópumótið í hóp- fimleikum sem hefst næsta mið- vikudag í Laug- ardalshöll hefur ekki bara gengið vel, heldur hefur Fimleika- sambandi Íslands tekist að fá 350 sjálfboðaliða til að starfa við mótið, þar af 32 heil- brigðisstarfsmenn sem verða við öllu búnir meðan á mótinu stendur. Sex af þeim eru læknar. „Það verða alltaf minnst tveir sjúkraþjálfarar og einn læknir í Laugardalshöll á meðan mótið stendur yfir,“ sagði Kristján Er- lendsson, yfirlæknir mótsins, en hann er jafnframt fyrrverandi for- maður FSÍ. Foreldrar og gamlir iðkendur Kristján segir að vel hafi gengið að fá sjálfboðaliða. „Já, það gekk bara vel. Þetta eru í mörgum til- vikum foreldrar fimleikafólks og svo nokkrir fyrrverandi iðkendur.“ „Það er ekki beint gerð nein krafa á okkur frá Evrópska fim- leikasambandinu, en við viljum hafa alla heilbrigðisþjónustu eins góða og hægt er og erum við öllum búin. Á undanförnum árum hafa menn ekki alltaf staðið sína plikt. Við vilj- um því gera þetta almennilega og getum vonandi gefið tóninn fyrir mótshaldara í framtíðinni,“ sagði Kristján sem vonast þó vitanlega eftir því að sem minnst verði að gera hjá honum og hans teymi á Evrópumótinu sem hefst eftir viku. thorkell@mbl.is 32 heilbrigð- isstarfsmenn sjálfboðaliðar Kristján Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.