Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Leikararnir Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson eru góðir vinir. Þau leika saman í leiksýningunni Lífið sem segir frá tveimur forvitnum og áhugasömum börnum sem eru að uppgötva heiminn. Sólveig segir það skemmtilegasta við að leika í Lífinu vera að fá að drullumalla og Sveinn, eða Svenni eins og hann er kallaður, er sammála henni. Getið þið byrjað á að segja mér frá leikritinu sem þið leikið í og hvaða persónur þið leikið? Svenni: Við Sólveig leikum persónur sem eru að fæðast og læra allt frá grunni, svolítið eins og lítil börn. Við erum afskaplega forvitin og okkur finnst gaman að leika okkur. Sólveig: Já, við erum að uppgötva hvort annað og lífið í kringum okkur. Smám saman lærum við meira og meira og þorum meiru. Ég leik stelpuna og Svenni leikur strákinn. Um hvað er leiksýningin Lífið? Svenni: Sýningin fjallar um börnin og þann heim sem þau búa sér til. Sólveig: Mér finnst Lífið vera um hvað það er skemmtilegt að leika sér og ennþá skemmtilegra ef maður getur leikið við vin sinn. Fyrir hvern er leiksýningin Lífið? Sveinni: Sýningin er fyrir alla fjölskylduna, en alveg sérstaklega fyrir börn, því þau hafa svo gaman af að leika sér og drullumalla, alveg eins og við. Sólveig: Sammála! Hvernig er leikmyndin? Sólveig: Leikmyndin er mjög einföld. Hún samanstendur af einu stóru tjaldi, plastdúk og fullt af mold! Af hverju leikið þið ykkur með mold á sviðinu? Svenni: Af því að mold getur breyst úr einu í annað á augnabliki. Hún getur verið byggingarefni, málning, fjall, leðja og svo margt fleira. Sólveig: Einmitt! Við ákváðum að gera leiksýningu þar sem aðalefnið væri mold. Sagan eða verkið kviknaði út frá moldinni, við vorum lengi að æfa okkur í að drullumalla. Smátt og smátt skýrðist svo sagan og persónurnar. Útkoman er þessi moldarsýning. Eruð þið ekkert drullug eftir að hafa stigið á svið í Tjarnarbíói? Sólveig: Jú, við verðum sko mjög drullug! Svenni: Ég hef aldrei verið eins drullugur og í þessari sýningu en það er bara mjög gaman. Ég fer bara í sturtu eftir sýningu og skola vel úr eyrunum. Er einhver tónlist í leikritinu? Svenni: Já það er mikið af tónlist, það er hún Magga Stína sem sér um að semja hana. Hún samdi ofsalega skemmtilega og fallega tónlist við sýninguna. Sólveig: Já, tónlistin gerir líka svo mikið fyrir söguna því við tölum ekkert í leikritinu. Eruð þið góðir vinir? Svenni: Já, við Sólveig erum mjög góðir vinir og okkur finnst afskaplega gaman að leika saman, við lékum líka saman í barnasýningunni Horn á höfði. Ég hlakka alltaf til að hitta Sólveigu á sviðinu, hún er stjarna. Sólveig: Já, við erum sko góðir vinir og höfum oft unnið saman. Hvað er það skemmtilegasta við að leika börnin sem þið leikið í leiksýningunni Lífinu? Svenni: Við fáum að leika okkur svo mikið. Við fáum að búa eitthvað til, skemma það svo og búa svo til eitthvað annað. Hring eftir hring. Það er líka gaman að verða barn aftur þegar maður er orðinn fullorðinn eins og ég. Sólveig: Einmitt, það skemmtilegasta er líka að fá að verða svona drulluskítug og að leika sér við vin sinn. Hver eru áhugamál ykkar? Svenni: Ég hef svo mörg áhugamál, ég er í raun alltof áhugasamur um allt. Ég hef gaman að flestum íþróttum, bæði að stunda þær og horfa á þær. Svo hef ég áhuga á stangveiði, sjósundi, tónlist, kvikmyndum og leiklist. Ég gæti líka LÍFIÐ FJALLAR UM HVAÐ ÞAÐ ER SKEMMTILEGT AÐ LEIKA SÉR ,,Það er líka gaman að verða barn aftur þegar maður er o rðinn fullorðinn e ins og ég‘‘ Sólveig og Svenni eru góðir vinir. Það er sko gaman að drullumalla og leika sér.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.