Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Um hvað fjallar bíómyndin Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum? Gói: Myndin fjallar um okkur vinina. Sveppi: Já, og um einn vondan kall sem kom mjög illa út úr hruninu. Hann ætlar að taka yfir Ísland, en við strákarnir ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hann nái því ekki. Villi: Það gefur augaleið að þennan vonda kall þarf að stoppa strax. Þetta er sami vondi gaurinn og rændi mér í fyrstu myndinni. Hann er rosalegur. Er ekkert erfitt að þurfa alltaf að bjarga málunum? Gói: Jú, það getur verið ótrúlega erfitt og slítur alveg í sundur hjá manni daginn. Sveppi: Maður þarf bara að gera það með bros á vör. Villi: Það er líka oft þannig að fullorðnir trúa ekki börnum. Það er ekki gott, þess vegna þarf maður stundum að taka málin í sínar hendur og láta vaða. Hvað er það skemmtilegasta við myndina? Sveppi: Það er bara allt skemmtilegt við hana! Hún er svolítið eins og að fara í rússíbana, maður spennir bara beltin og leggur af stað án þess að vita neitt. Svo brosir maður þegar allt er búið. Gói: Hún er svo vel gerð enda er Bragi Þór, leikstjóri myndarinnar, algjör snillingur. Í myndinni er fullt af spennu og húmor! Villi: Einmitt! Þetta er sannkölluð stórmynd og í henni er mikið af tæknibrellum. Hún er stór og spennandi. Er myndin ekkert óhugnanleg, vegna þess að í henni er dómsdagsvél? Gói: Jú, en hún er samt svo skemmtileg og fyndin þannig að maður er aldrei hræddur í langan tíma í einu. Sem er gott. Sveppi: Jú, hún er stundum svolítið hræðileg. En hún er samt bara ævintýri og við vitum hvernig þau enda. Villi: Já, það endar allt vel þó þetta líti illa á út á köflum. Fyrir hvern eru bíómyndirnar um ykkur? Gói: Alla þá sem hafa gaman af ævintýrum og spennu. Villi: Myndin er sko fyrir alla krakka og mömmur þeirra og pabba, afa og ömmur og nokkrar geimverur líka. Sveppi: Einmitt, við reynum alltaf að búa til myndir fyrir alla fjölskylduna, það er best þegar allir í fjölskyldunni geta skemmt sér saman. Þið fenguð að ferðast um Ísland í bíómyndinni, var það ekki gaman? Gói: Það var ótrúlega gaman. Við fengum til dæmis að mynda ofan í vatnshelli úti á Snæfellsnesi, það er magnaður staður. Þar fórum við djúpt ofan í jörðina og fengum að heyra sögur frá skemmtilegum hellaleiðsögumönnum sem vinna þar. Sveppi: Já, það var æði, við skoðuðum líka í Kerið í Grímsnesi. Villi: Já, þetta var alveg frábært. En maður er eiginlega allan tímann að gera eitthvað svo það er ekki eins og maður geti farið í kaffi á næsta bæ. Eruð þið sannkallaðar hetjur? Sveppi: Hmmm...jaaa, allavega pínu hetjur, svona hversdagshetjur! Gói: Við gerum nú bara það sem þarf að gera til að bjarga heiminum. Ef þið viljið kalla okkur hetjur þá er það ykkar val. Villi: Fyrsta regla hjá alvöru hetju er að segjast ekki vera alvöru hetja! Hver eru áhugamál ykkar? Gói: Mér finnst ótrúlega gaman að leika mér og spila á hljóðfæri. Svo eru gamlir bílar líka í uppáhaldi hjá mér. Villi: Ég hef mjög mikinn áhuga á heimspeki og vísindum og svo finnst mér líka gaman að teikna. En fyrst og fremst finnst mér gaman að hugsa um heiminn okkar og gera tilraunir. Sveppi: Bíómyndir, fótbolti, kakódrykkja og svo auðvitað geimferðir eru mín áhugamál. Er ekki gaman að fá að vera í bíómynd? Gói: Það er algjör draumur. En ég viðurkenni að mér finnst alltaf skrýtið að horfa á mig í bíó eða sjónvarpi. Ég fæ nefnilega svona kjánahroll af því að ég er svo feiminn. Sveppi: Já, mér finnst mjög gaman að fá að vera í bíómynd. Það er líklega eitt af því skemmtilegasta í heimi. Villi: Jú, það er mjög gaman vegna þess að maður hittir svo Þetta er sannkölluð stórmynd o g í henni er m ikið af tæknibrellu m TAKA MÁLIN Í SÍNAR HENDUR Í NÝRRI OG ÆSISPENNANDI BÍÓMYND Sumir eru bara alltaf í stuði! Það er gaman að leika myndastyttuleik. Þeir Sveppi, Gói og Villi eru aðalhetjur bíómyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum en hún kemur í bíó um næstu helgi. Bíómyndin um þá vini er alveg svakalega spennandi og skemmtileg. Myndin er fyrir alla sem hafa gaman af spennu og ævintýrum, geimverur mega meira að segja líka horfa á hana.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.