Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 6
Vertu með blýant við höndina og spreyttu þig! BARNABLAÐIÐ6 Ef þú lendir í vand- ræðum finnur þú lausnirnar aftast. Skemmtilegur klapp-leikur Gáta Hvað er það sem maður brýtum um leið og maður tala um það? Allir þátttakendur nema einn standa í hring með útréttar hendur og lófana upp. Sá sem ,,er hann’’ stendur í miðjunni og reynir að líta sakleysislega út. Allt í einu reynir hann að slá á lófa eins þátttakanda. Ef mann- eskjan er ekki nógu fljót að kippa lófunum í burtu fer sú mann- eskja í miðjuna og ,,er hann’’. LAUSN AFTAST Stjörnu-fróðleikur Veldu rétta tölu! Stjörnurnar eru svo langt í burtu að fjarlægðir til þeirra mælast í ljósárum. Eitt ljósár er jafnt þeirri vegalengd sem ljósgeisli ferðast á einu ári — 9.461.000.000.000 km! Stjarnan VY Canis Majoris er 500.000 sinnum bjartari en sólin. Þrátt fyrir það sést hún ekki með berum augum á himninum. Hún er nefnilega hulin ryki og er einnig mjög langt í burtu eða um 5.000 ljósár frá j zzörðinni. Í miðjum fréttalestrinum er blaði laumað til fréttamannsins. Hann býst við að þetta sé mjög áríðandi frétt og les samstundis af blaðinu. Við höfum fengið eftirfarandi tilkynningu: ,,Það situr grænkál fast á milli framtannanna á þér!‘‘ Ung móðir var að segja vinkonu sinni frá syni sínum. ,,Hann Óli minn er orðinn tveggja ára en hann er búinn að ganga síðan hann var níu mánaða.‘‘ Vinkonan rak upp stór augu og sagði: ,,Þú segir ekki! Blessaður drengurinn, hann hlýtur að vera orðinn þreyttur!‘‘ Brandarar 1 2 3 4 5 6 7 8 VELDU RÉTTA TÖLU!

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.