Málfríður - 15.10.2007, Qupperneq 29
MÁLFRÍÐUR
Sumarnámskeið þýskukenn-
ara árið 2007 var haldið í
Lübeck í Þýskalandi dagana
7. – 13. ágúst og tóku sex
íslenskir kennarar þátt, ásamt
sex kennurum frá Noregi og
Finnlandi.
Sigrún
Aðalgeirsdóttir
Sigrún Aðalgeirsdóttir, þýskukennari og fagstjóri við MA
Sumarnámskeið þýskukennara og
EJournal í þýskukennslu
Það má segja að efni námskeiðsins hafi skipst í
tvennt. Annars vegar nýjustu upplýsingar um land
og þjóð, upplestur rithöfundar, umræður um þýska
tungu og dagsferð til borga í fyrrverandi Austur
Þýskalandi þar sem rætt var um lífið fyrir og eftir
sameiningu Þýskalands. Hins vegar var svo fjallað
um EJournal sem er vefumhverfi, sem heldur utan
um nemendasamskipti og textaskrif. Í þessari grein
ætla ég að segja aðeins frá EJournal námskeiðinu og
því sem ég gerði í kjölfar þess.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ilpo Halonen,
þýskukennari frá Vantaa í Finnlandi. Hann er einn
af aðalforsprökkum þess að nota upplýsingatækni
við þýskukennslu og hefur verið að prófa sig áfram
síðustu ár. Það eru eflaust margir þýskukennarar
sem kannast við nafnið hans. Hann heldur úti vef
um þýskukennslu sem heitir Dafnord og þar er
EJournalismus aðalumfjöllunarefnið eins og er.
Þessir tólf norrænu þýskukennarar sem sóttu
námskeiðið í Lübeck, voru ekki miklir tölvusnill
ingar og því má segja að við höfum upplifað á eigin
skinni hvernig það er að vera nemandi í blönduðum
hópi, þar sem sumir áttuðu sig strax á því hvað átti
að gera og aðrir þurftu lengri tíma til verkefnisins
og aðstoð kennara og samnemenda. Við vorum
mishrifin af þessu og sennilega hafði tölvukunn
átta okkar töluverð áhrif á skoðun okkar, því við
vorum svo upptekin af tækninni að við gleymdum
jafnvel að velta fyrir okkur hvernig þetta gæti nýst í
kennslu. Við sátum einn og hálfan dag við tölvurnar
og fórum eftir munnlegum fyrirmælum og gerðum
eins vel og við gátum við að leysa verkefnin. Það
kannast örugglega flestir við líðanina þegar aðrir á
tölvunámskeiðinu eru komnir lengra og við sitjum
eftir og skiljum ekki neitt, svona leið okkur til skiptis
þessa daga. En svo komu sem betur fer góðir sprettir
inn á milli. Við lærðum að nota gagnvirka spurninga
lista (fastwrite) til að auðvelda textaskrifin og hraða
þeim, síðan vistuðum við útkomuna og notuðum
hana til að búa til læsilegan texta um viðfangsefnið.
Við settum þessa texta inn í EJournal vefumhverfið
og lærðum að vista myndir í EJournal vefumhverf
inu og sækja þær og setja inn í textana. Við fengum
einnig að prófa netfundi bæði með tali og mynd og
eins bara með tali þar sem Ilpo Halonen hafði feng
ið félaga sína í nokkrum löndum til að leggja orð í
belg. Það verður að segjast eins og er að ekki voru
allir þátttakendur jafn hrifnir af þessum möguleika
en líklega eru nemendur okkar vanari því að nota
tæknina á þennan hátt og hefðu gaman af að prófa.
EJournal vefurinn veitir möguleika á að spjalla
saman (Live Online) en fyrir myndfund þarf betri
tækni. Þýskukennarar geta raunar skráð sig á spjall
fundi á hverjum þriðjudegi í vetur þar sem rædd
eru ýmis mál sem tengjast notkun upplýsingatækni
í þýskukennslu og að sögn Ilpo er eðlilegt að nýjir
þátttakendur sitji bara og hlusti fyrstu fundina á
meðan þeir eru að átta sig. Sennilega hefði verið
betra fyrir okkur að byrja þannig.
Deutsch macht Spaß –
Jugendliche in Europa
Þegar námskeiðið var skipulagt var áætlað að kenn
ararnir gætu unnið saman að námskeiðinu loknu
og skipulagt nemendasamskipti en þátttakendurnir
kenndu á mismunandi skólastigum, Íslendingarnir
í framhaldsskólum og hinir svo til allir í efstu deild
um grunnskólans, þannig að verkefnið mitt er eina
verkefnið sem hófst í kjölfar námskeiðsins.
Í Menntaskólanum á Akureyri eru regluleg sam