Reykjanes - 30.04.2014, Page 2
2 30. apríl 2014
Hundrað stunda
taekwondo
Myndarlegur hópur af krökkum æfir taekwondo í Keflavík. Þau hafa að
undanförnu farið á mót til að keppa
og staðip sig vel. Reykjanes heyrði
aðeins í Helga þjálfara.
-Hvað stunda margir taekwondo í
Keflavík?
Það eru um 100 manns sem
stunda taekwondo með taekwondo
deild Keflavíkur. Þeir sem æfa eru
frá 6 ára og á fimmtugsaldurinn,
frá Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði
og Gríndavík, en einnig er deild í
Grindavík.
-Eru margir klúbbar á Íslandi sem
eru starfandi?
Það eru um 20 félög sem kenna
taekwondo á Íslandi. Keflavíkur-
deildin var stofnuð árið 2000 og er
sigursælasta félag landsins síðustu
ár.
-Er þetta íþrótt jafnt fyrir stráka og
stelpur?
Íþróttin er bæði fyrir stelpur og
stráka. Íþróttamaður Reykjanes-
bæjar 2013 var t.a.m. ung taekwondo
stúlka frá taekwondodeild Kefavíkur.
Bæði kyn á öllum aldri stunda
taekwondo hjá Keflavík.
-Nú hafið þið verið að taka þátt í
mótum. Hvernig hefur árangurinn
verið?
Árangurinn hefur verið ótrú-
legur. Keflvíkingar hafa sigrað öll
Bikarmót landsins nema eitt síðan
árið 2006. Deildin er áttfaldur Ís-
landsmeistari í liðakeppni, hefur átt
yfir 150 Íslandsmeistara og tæplega
1.500 verðlaunasæti á tæpum 14
árum. Deildin er með stóran hluta
af landsliðum Íslands og á m.a. 3
núverandi Norðurlandameistara.
-Hvernig er aðstaðan sem þið hafið
til að stunda taekwondo?
Aðstaðan er ágæt en mætti vera
mun betri. Við erum með fínan sal
sem er þó heldur lítill fyrir starf-
semina.
-Hvernig fjármagnið þið reksturinn?
Stærstur hluti fjármagnsins er í
gegnum æfingagjöld iðkenda. Einnig
geta styrkir frá íþróttahreyfingunni
hjálpað til.
Reykjanes 8. Tbl. 4. áRganguR 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is
reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi.
Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk
ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið
okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779.
Viltu segja skoðun þína?
Eurovision þema á árshátíð
Síðustu vikurnar hafa skólarnir haldið sínar árshátíðir. Reykjanes kíkti á hátíðina hjá Myllubakka- skóla. Árshátíðin var haldi í íþrótta-húsinu við Sunnubraut. Allir árgangar komu fram með eitt atriði. Að þessu sinni var þemað Eurovision. Einnig voru starfsfólk og nemendur með eitt atriði
Frjálst afl býður
fram í Reykjanesbæ
Ný stjórnmálasamtök, Frjálst afl, munu bjóða fram í sveit-arstjórnarkosningunum 31.
maí n.k. í Reykjanesbæ. Stefnumál þau
sem Frjálst afl berst fyrir verða kynnt
innan tíðar. Frjálst afl hefur listabók-
stafinn Á og er nýi listinn skipaður
neðangreindu fólki:
Á- listi Frjálst afl
1. Gunnar Þórarinsson – viðskipta-
fræðingur og bæjarfulltrúi, Vallar-
ási 2
2. Elín Rós Bjarnadóttir – grunnskóla-
kennari og yogakennari, Leirdal 42
3. Davíð Páll Viðarsson – markaðs-
fræðingur, Suðurvöllum 16
4. Alexander Ragnarsson – húsa-
smíðameistari, Gónhól 11
5. Jasmina Crnac – nemi við Keili,
Ásgarði 2
6. Eva Björk Sveinsdóttir – grunn-
skólakennari, Þórsvöllum 3
7. Guðni Jósep Einarsson – lögmaður,
Djúpavogi 20
8. Guðbjörg Ingimundardóttir - sér-
kennari og deildarstjóri, Dranga-
völlum 3
9. Þórður Karlsson – rafvirki, Borg-
arvegi 31
10. Reynir Ólafsson – viðskipta-
fræðingur, Heiðarbakka 1
11. Gunnar Örlygsson – útgerðar-
maður, Holtsgötu 37
12. Ásgeir Hilmarsson – útgerðar-
maður, Gónhól 24
13. Baldur Rafn Sigurðsson – prestur,
Starmóa 6
14. Örvar Kristjánsson – viðskiptastjóri,
Lágseylu 21
15. Grétar Ólason – leigubílstjóri, Týs-
völlum 1
16. Elínborg Ósk Jensdóttir – lögfræði-
nemi, Dalsbraut 12
17. Hólmfríður Karlsdóttir – grunn-
skólakennari, Gónhól 23
18. Geir Gunnarsson – stýrimaður ,
Hringbraut 79
19. Bryndís Guðmundsdóttir – íþrótta-
fræðingur og flugfreyja, Heiðar-
enda 6b
20. Ása Ásmundsdóttir – deildarstjóri,
Suðurgötu 11
21. Kristján Friðjónsson – þjónustu-
stjóri, Hlíðarvegi 80
22. Steinn Erlingsson – vélstjóri,
Stekkjagötu 9
Reykjanes kemur næst
út fimmtudaginn
15. maí 2014.
næsta blað
Hula hubba frá Ísrael. Sjöundi bekkur flutti með miklum tilþrifum vinsæla lagið frá ísrael sem sló í gegn á sínum
tíma, Hula hubba.
glæsilegir stjórnendur. Erna lína og Bragi kynntu atriði
árshátíðarinnar af miklum skörungsskap.
Rokk halelúja. Níundi bekkur túlkaði vel lagið rokk hal-
elúja sem hljómsveitin lordi flutti á sínum tíma og sigraði.
enga fordóma. Nemendur í 1.bekk fluttu Enga fordóma
af mikilli innlifun. Vonandi fá þeir í polla pönk eins góðar
viðtökur í Danmörku og 1.bekkur fékk í íþróttahúsinu.