Reykjanes - 30.04.2014, Qupperneq 2

Reykjanes - 30.04.2014, Qupperneq 2
2 30. apríl 2014 Hundrað stunda taekwondo Myndarlegur hópur af krökkum æfir taekwondo í Keflavík. Þau hafa að undanförnu farið á mót til að keppa og staðip sig vel. Reykjanes heyrði aðeins í Helga þjálfara. -Hvað stunda margir taekwondo í Keflavík? Það eru um 100 manns sem stunda taekwondo með taekwondo deild Keflavíkur. Þeir sem æfa eru frá 6 ára og á fimmtugsaldurinn, frá Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði og Gríndavík, en einnig er deild í Grindavík. -Eru margir klúbbar á Íslandi sem eru starfandi? Það eru um 20 félög sem kenna taekwondo á Íslandi. Keflavíkur- deildin var stofnuð árið 2000 og er sigursælasta félag landsins síðustu ár. -Er þetta íþrótt jafnt fyrir stráka og stelpur? Íþróttin er bæði fyrir stelpur og stráka. Íþróttamaður Reykjanes- bæjar 2013 var t.a.m. ung taekwondo stúlka frá taekwondodeild Kefavíkur. Bæði kyn á öllum aldri stunda taekwondo hjá Keflavík. -Nú hafið þið verið að taka þátt í mótum. Hvernig hefur árangurinn verið? Árangurinn hefur verið ótrú- legur. Keflvíkingar hafa sigrað öll Bikarmót landsins nema eitt síðan árið 2006. Deildin er áttfaldur Ís- landsmeistari í liðakeppni, hefur átt yfir 150 Íslandsmeistara og tæplega 1.500 verðlaunasæti á tæpum 14 árum. Deildin er með stóran hluta af landsliðum Íslands og á m.a. 3 núverandi Norðurlandameistara. -Hvernig er aðstaðan sem þið hafið til að stunda taekwondo? Aðstaðan er ágæt en mætti vera mun betri. Við erum með fínan sal sem er þó heldur lítill fyrir starf- semina. -Hvernig fjármagnið þið reksturinn? Stærstur hluti fjármagnsins er í gegnum æfingagjöld iðkenda. Einnig geta styrkir frá íþróttahreyfingunni hjálpað til. Reykjanes 8. Tbl.  4. áRganguR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Eurovision þema á árshátíð Síðustu vikurnar hafa skólarnir haldið sínar árshátíðir. Reykjanes kíkti á hátíðina hjá Myllubakka- skóla. Árshátíðin var haldi í íþrótta-húsinu við Sunnubraut. Allir árgangar komu fram með eitt atriði. Að þessu sinni var þemað Eurovision. Einnig voru starfsfólk og nemendur með eitt atriði Frjálst afl býður fram í Reykjanesbæ Ný stjórnmálasamtök, Frjálst afl, munu bjóða fram í sveit-arstjórnarkosningunum 31. maí n.k. í Reykjanesbæ. Stefnumál þau sem Frjálst afl berst fyrir verða kynnt innan tíðar. Frjálst afl hefur listabók- stafinn Á og er nýi listinn skipaður neðangreindu fólki: Á- listi Frjálst afl 1. Gunnar Þórarinsson – viðskipta- fræðingur og bæjarfulltrúi, Vallar- ási 2 2. Elín Rós Bjarnadóttir – grunnskóla- kennari og yogakennari, Leirdal 42 3. Davíð Páll Viðarsson – markaðs- fræðingur, Suðurvöllum 16 4. Alexander Ragnarsson – húsa- smíðameistari, Gónhól 11 5. Jasmina Crnac – nemi við Keili, Ásgarði 2 6. Eva Björk Sveinsdóttir – grunn- skólakennari, Þórsvöllum 3 7. Guðni Jósep Einarsson – lögmaður, Djúpavogi 20 8. Guðbjörg Ingimundardóttir - sér- kennari og deildarstjóri, Dranga- völlum 3 9. Þórður Karlsson – rafvirki, Borg- arvegi 31 10. Reynir Ólafsson – viðskipta- fræðingur, Heiðarbakka 1 11. Gunnar Örlygsson – útgerðar- maður, Holtsgötu 37 12. Ásgeir Hilmarsson – útgerðar- maður, Gónhól 24 13. Baldur Rafn Sigurðsson – prestur, Starmóa 6 14. Örvar Kristjánsson – viðskiptastjóri, Lágseylu 21 15. Grétar Ólason – leigubílstjóri, Týs- völlum 1 16. Elínborg Ósk Jensdóttir – lögfræði- nemi, Dalsbraut 12 17. Hólmfríður Karlsdóttir – grunn- skólakennari, Gónhól 23 18. Geir Gunnarsson – stýrimaður , Hringbraut 79 19. Bryndís Guðmundsdóttir – íþrótta- fræðingur og flugfreyja, Heiðar- enda 6b 20. Ása Ásmundsdóttir – deildarstjóri, Suðurgötu 11 21. Kristján Friðjónsson – þjónustu- stjóri, Hlíðarvegi 80 22. Steinn Erlingsson – vélstjóri, Stekkjagötu 9 Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 15. maí 2014. næsta blað Hula hubba frá Ísrael. Sjöundi bekkur flutti með miklum tilþrifum vinsæla lagið frá ísrael sem sló í gegn á sínum tíma, Hula hubba. glæsilegir stjórnendur. Erna lína og Bragi kynntu atriði árshátíðarinnar af miklum skörungsskap. Rokk halelúja. Níundi bekkur túlkaði vel lagið rokk hal- elúja sem hljómsveitin lordi flutti á sínum tíma og sigraði. enga fordóma. Nemendur í 1.bekk fluttu Enga fordóma af mikilli innlifun. Vonandi fá þeir í polla pönk eins góðar viðtökur í Danmörku og 1.bekkur fékk í íþróttahúsinu.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.