Reykjanes - 30.04.2014, Qupperneq 6
6 30. apríl 2014
Þjónustumiðjan á Nesvöllun
orðin að einum stærsta
vinnustað á Suðurnesjum
Um 160 manns starfa í þjón-ustumiðjunni fyrir eldri borgara á Nesvöllum.
Starfsmenn koma frá fjórum
sveitarfélögum á Suðurnesjum. Með
myndun þjónustumiðju með Þjón-
ustumiðstöð aldraðra, öryggisíbúðum
og nú síðast samtengdu hjúkr-
unarheimili er myndaður sterkur at-
vinnukjarni sem hefur það markmið
að veita þjónustu við eldri borgara á
Suðurnesjum.
Þar er nú miðstöð heimaþjónustu
í Reykjanesbæ, stór hluti félags- og
tómstundastarfs aldraðra á vegum
bæjarfélagsins, aðstaða stjórnar fé-
lags eldri borgara á Suðurnesjum
og ýmis einkarekin þjónusta fyrir
eldri borgara, eins og hárgreiðslu-
og snyrtistofur. Þá er veitingastaður
í þjónustumiðstöðinni, sem býður
íbúum svæðisins og gestum heimil-
ismat. Þar er einnig aðstaða til ýmissa
uppákoma, veisluhalds og skemmt-
ana. Útgengt er á verönd og þaðan á
skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nes-
valla, þar sem m.a. er skrúðgarður
í mótun, lítill púttvöllur og fleira.
Nýjasta viðbótin er 60 rúma hjúkr-
unarheimili sem rekið er af Hrafnistu.
„Við getum öll verið stolt af því að
hér sé komin slík aðstaða í miðjum
bænum okkar“ segir Árni Sigfússon,
bæjarstjóri. Með sterkri framtíðarsýn,
sem við höfum við ekki hvikað frá,
þótt tafir hafi orðið á leiðinni, hefur
okkur tekist að byggja þetta allt upp
á 10 árum. Hér er líka kominn einn
af stærstu vinnustöðunum í bænum.“
segir Árni
Af hverju Bein leið – XY ?
Senn líður að sveitarstjórnarkosn-ingum og hvert stjórnmálaaflið á fætur öðru undirbýr sig af kappi
fyrir þær. Í Reykjanesbæ eru nú þegar
komnir fram fjórir listar og von er á
a.m.k tveimur til viðbótar. Ég er einn
af aðstandendum framboðs Beinnar
leiðar og mig langar í fáeinum orðum
að fara yfir ástæður þess að þetta fram-
boð er tilkomið. Hreinn meirihluti
sjálfstæðismanna hefur stjórnað
sveitarfélaginu Reykjanesbæ sl. þrjú
kjörtímabil eða í 12 ár. Sú staðreynd
hefur haft talsverð áhrif á málefnalega
samstöðu hér í bænum eins og oft vill
gerast við slíkar aðstæður.
Þorri fólks í sveitarfélaginu telur sig
ekki eiga hlut í þeim ákvörðunum sem
teknar hafa verið og vill breytingar.
Margar þessara ákvarðana hafa verið
mjög umdeildar sem hefur aftur aukið
á það pólitíska samstöðuleysi sem hér
ríkir.
Ein leið til þess að styrkja þá sam-
stöðu sem þarf að ríkja þegar um-
deildar og erfiðar ákvarðanir eru
annars vegar, er að fjölga þeim aðilum
sem taka þær. Það eitt veitir aðhald og
eykur möguleika á að réttar ákvarðanir
séu teknar því það kemur í veg fyrir
að hópurinn sé einsleitur og einsýnn
á sjónarmið.
Það er við aðstæður sem þessar sem
eftirspurn eftir nýjum vinnubrögðum
og nýju fólki verða til.
Þess vegna verður Bein leið til.
Loforðalisti.
Bein leið mun ekki birta langan lof-
orðalista, heldur setja sér skýr mark-
mið um hvernig við viljum að samfé-
lagið þróist. Við gerum okkur grein
fyrir þeirri fjárhagslegu stöðu sem
sveitarfélagið er í og viljum bregðast
við með breyttri forgangsröðun, hag-
ræðingu og öguðum vinnubrögðum
í rekstri.
Um þetta þarf ekki langar ræður né
greinar. Yfirskrift framboðsins segir í
raun allt sem segja þarf.
„Bein leið er framboð íbúa í
Reykjanesbæ sem hafa áhuga á að taka
þátt í mótun á sínu nánasta umhverfi.
Framboðið tengist ekki hefðbundnum
stjórnmálaflokkum heldur kemur fram
í nafni einstaklinganna sem á listanum
sitja og með fullri ábyrgð þeirra. Bein
leið telur brýnt að sjónarmið sem
flestra heyrist og vill með framboði
sínu fjölga valkostum í komandi sveit-
arstjórnarkosningum. Kjörorð Beinnar
leiðar er „Fyrir fólkið í bænum“ því
áhersla verður lögð á þjónustu við
íbúa, velferð þeirra og möguleika til
þátttöku í daglegu lífi, þar sem flestir
fái notið sín á eigin forsendum.“
Stuðningur við Beina leið er stuðn-
ingur við breytt vinnubrögð, opnari
stjórnsýslu og aukið samráð. Stuðn-
ingur við Beina leið er stuðningur við
fólkið í bænum.
Guðbrandur Einarsson
frambjóðandi hjá Beinni leið - XY
Ósátt með ráðningu starfsmanns
Reykjanesi barst eftirfarandi bréf
vegna ráðningar í starf í Hljómahöllinni
Sæll Þóranna heit ég og bý í Njarðvík ég sótti um starf í Hljómahöllinni sem ég fékk
ekki „tel að sá sem sótti um hafi fengið
starfið út af fjöldskyldu tengslum,
vinar tengslum og systra tengslum
er mjö ósátt og bað um rökstuðning
sem ég fékk en hann var bara brandari
og það bendir hver á annann svo er
svo margt fleira bara spá í hvort þú
viljir birta þetta í þínu blaði
Kveðja Þóranna Gunnlaugsdóttir
Átta hundruð
nemendur
í Tónlistar-
skólanum
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er nú fluttur í glæsilegt húsnæði í
Hljómahöllinni. Haraldur Árni Har-
aldsson skólastjóri sagði að öll aðstaða
væri eins og best væri á kosið. Í skól-
anum eru 800 nemendur sem stunda
nám þetta skólaárið.
Auglýsing um
sveitarstjórnarkosningar 2014
Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí 2014
Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn
10. maí 2014.
Kjörstjórn veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl.
12:00 á hádegi á skrifstofu sveitarfélagsins, Sunnubraut 4
Kjörstjórn vill vekja sérstaka athygli á 22. gr. laga nr. 5/1998 en þar er
kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum sem skulu vera
að lágmarki 20 og hámarki 40 í Sveitarfélaginu Garði.
Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs
Allir í boltanum
Eins og fram hefur komið áður hér í blaðinu er fjöldi fólks sem mætir alla morgna á virkum
dögum í Reykjaneshöllina og gengur
hring eftir hring sér til heilsubótar.
Á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum kl.9:30 mætir Kjartan
Másson, kennari, og stjórnar nokkrum
léttum æfingum. Fyrir stuttu kom Haf-
steinn Ingibertsson framkvæmdastjóri
íþróttahúsanna í Reykjanesbæ færandi
hendi með bolta. Kjartan sagði gott
fyrir alla að nota boltana á meðan horft
er á sjónvarpið heima til að þjálfa hend-
urnar.
Allir eru velkomnir í Reykjaneshöll-
ina og það kostar ekkert að eiga þar
ánægjulega og hressandi stund.