Reykjanes - 30.10.2014, Blaðsíða 2
2 30. OktóBEr 2014
Reykjanes 20. Tbl. 4. áRganguR 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is
reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi.
Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk
ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið
okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779.
Viltu segja skoðun þína?
Lengst af hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið langstærsta stjórnmálaaflið á landsvísu.Flokkurinn naut stuðnings 35-45% kjósenda.Gæfa Sjálf-stæðisflokksins var að vera víðsýnn og frjálslyndur flokkur sem náði
til fólks sem aðhylltist grundvallarstefnu flokksins. Flokkurinn náði til miðj-
unnar í stjórnmálum með sinni stefnu. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var
langt í frá að vera einsleitur hópur. Innan flokksins var tekist á um aðferðar-
fræði og áherslur í einstökum málum. Forysta flokksins sýndi umburðarlyndi
og skilning á að sjónarmið gætu verið misjöfn. Innan stofnana flokksins s.s.
á Landsfundi tókst mönnum að finna leiðina sem allir gátu verið sáttir við.
Því miður hefur fylgi flokksins fallið verulega á síðustu árum.Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur tekið mun harðari afstöðu í ýmsum málum en áður var.
Flokkurinn hefur færst lengra á hægri kantinn. Nú er umburðarlyndi og
skilningur gagnvart fleiri en einni skoðun ekki eins og áður var. Nýlegt dæmi
er umræðan um hækkun matarskattarins. Margir efast um þessa aðgerð og
því eðlilegt að fólk láti í sér heyra. Einn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins
hefur haft miklar efasemdir og leyft sér að gagnrýna fyrirhugaða hækkun á
matarskatti.Í stað þess að taka umræðuna og ræða málin heyrðist frá framá-
mönnum í flokknum að þessi ungi þingmaður ætti að drífa sig í annað lið
ef hún væri eitthvað ósátt með tillögur forystunnar.
Það eru svona vinnubrögð,sem hafa orðið til þess að fæla marga kjósendur
frá flokknum.
Ekki benda á mig
Framsóknarmenn og þá sérstaklega Eygló Harðardóttir,núverandi félags-og
húsnæðismála töluðu mikið um húsnæðisvandann og ekki væri mikið mál að
leysa þau. Framboð þyrfti að vera á leigumarkaði af ódýru húsnæði. Sérstök
áhersla yrði á húsnæðissamvinnufélög.
Það er því athyglisvert að fylgjast með Eygló Harðardóttur,félags-og húsnæðis-
málaráðherra síðustu mánuðina. Eygló sagðist ekkert botna í að sveitarfélögin
væru ekki á fullu að byggja leiguíbúðir fyrir sitt fólk. Þessa dagana segir hún
að lausnin sé fólgin í að verkalýðshreyfingin byggi íbúðir fyrir sitt félagsfólk.
Þegar húsnæðissamvinnufélög spyrja húsnæðismálaráðherrann hvers vegna
þau eru ekki með í skuldaleiðréttingarpakkanum segir hún. Ekki benda á
mig. Það er fjármálaráðherra sem ræður þessu.
Á sama tíma og rætt er um húsnæðisvanda fólks er Íbúðalánasjóður með
mörg hundruð íbúðir sem standa auðar. Yfirmaður þeirrar stofnunar er
Eygló Harðardóttir,húsnæðismálaráðherra.
Sigurður Jónsson, ritstjóri
Leiðari
Farðu í
annað lið
Reykjanes kemur næst út
fimmtudaginn 13. nóvembernæsta blað
Sóknin sérstök aðgerðaráætlun
Bæjarráð Reykjanesbæjar sam-þykkir yfirmarkmið sem snúa að rekstri og aukinni framlegð
A-hluta bæjarsjóðs. Í því felst að ná
fram a.m.k. 900 milljón króna auk-
inni framlegð í rekstri bæjarsjóðs á
árinu 2015 og næstu ár þar á eftir. Til
að byrja með verði markmiðinu náð
með 500 milljón króna hagræðingu í
rekstri sveitarfélagsins og 400 milljón
króna auknum tekjum. Nánari útfær-
sla verður lögð fram á næstu vikum, í
síðasta lagi í fjárhagsáætlun ársins 2015
í lok nóvember n.k.
Lán til að greiða lán
Framkvæmdastjóri Atvinnu-og hafnarráðs Reykjanesbæjar lagði til á síðasta fundi að sækja
um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að
fjárhæð 56 m. kr. til að mæta afborg-
unum lána LSS þann 01.11.2014 eins
og kveðið er á um í fjárhagsáætlun fyrir
árið 2014 sem samþykkt var 15. nóv-
ember 2013.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir
hér með að taka lán hjá Lánasjóði
sveitarfélaga að fjárhæð 56.000.000
kr. til 10 ára, í samræmi við sam-
þykkta skilmála lánveitingarinnar
sem liggja fyrir fundinum. Er lánið
tekið til endurfjármögnunar afborg-
ana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði
sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf
verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun
opinbers hlutafélags um Lánasjóð
sveitarfélaga nr. 150/2006.
Fimm milljónir í breytingar
Eins og fram hefur áður komið í Reykjanesi samþukkti bæj-arstjórn Garðs að kaupa
ghúsnæðið Heiðartún 2b og 2c til
að koma fyrir félagsstarfi alraðra. Á
fundi bæjarráðs Garðs var lögð fram
kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra
breytinga á húsnæði áður en félagsstarf
aldraðra og öryrkja flytur inn í hús-
næðið. Kostnaðaráætlun hljóðar upp
á tæplega 5 milljónir króna.
Samþykkt að ráðast í verkefnið.
Fimleikadeildin vill
taka yfir reksturinn
Á fundi Bæjarráðs Reykjanes-bæjar 2. október s. l var rætt um Íþróttaakademíuna.
Erindi formanns fimleikadeildar
Keflavíkur varðandi rekstur Íþrótta-
akademíunnar
Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir
að taka yfir rekstur Íþróttaakademí-
unnar frá og með 1. janúar 2015. Bæj-
arráð óskar umsagnar íþrótta- og tóm-
stundaráðs og aðalstjórnar Keflavíkur,
íþrótta- og ungmennafélags.
Mikil samgöngubót
Þann 16. október s.l. var skrifað undir samning milli Strætó b. s. og Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Samningurinn felur í sér skipulagn-
ingu og framkvæmd almennings-
samgangna milli þéttbýliskjarna á
Suðurnesjum og tenginu þeirra við
höfuðborgarsvæðið. Hlutverk Strætó
b. s. verður að halda utan um upplýs-
ingar er varða akstur verktaka fyrir
S.s. S. Verður það gert með sama fyr-
irkomulagi og gildir varðandi samn-
inga Strætó við verktaka vegna aksturs
á þeirra vegum. Strætó b. s. tryggir
farþegum á þjónustusvæði S.s. S. að-
gang að vögnum í leiðarkerfi strætó á
höfuðborgarsvæðinu hafi þeir til þess
gild fjargjaldaform eins og þau eru skil-
greind af Strætó hverju sinni. Strætó
mun veita farþegum upplýsingar og
fyrirgreiðslu líkt og öðrum farþegum
á höfuðborgarsvæðinu.
Samningurinn tekur gildi 1. Jan-
úar 2015 og mun hafa í för með sér
mikla samgöngubót fyrir samfélagið
á Suðurnesjum og bæta tengingu íbúa
við höfuðborgarsvæðið.
Auglýsingasíminn er
578 1190