Reykjanes - 30.10.2014, Blaðsíða 11

Reykjanes - 30.10.2014, Blaðsíða 11
30. OktóBEr 2014 11 Grindavík: Ungmennaráð vinnur að skemmti- legum verkefnum Grindavíkurbær býður upp á fjölbreytt tómstunda- og æskulýðstarf í góðri samvinnu við ýmsa aðila. Grindavíkurbær er nú í stefnumótunarvinnu um frístunda- starf á vegum Grindavíkurbæjar og er stefnt að því að henni ljúki á næstu vikum. Vinnan er komin vel á veg en við höfum kallað helstu hagsmunaðila að borðinu í þessa vinnu með okkur. Við höfum haldið þrjá stefnumótunar- fundi, fyrst með fulltrúum ungmenna, svo með eldri borgurum og nú síð- ast með fötluðum og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að fá fram það sem vel er gert, hvað mætti gera betur, fá fram hugmyndir o. fl. sem allt nýtist í þessa vinnu til að svara þeirri spurn- ingu hvert skuli stefna í framtíðinni í frístundamálum. Einnig fengum við tómstundafræðing til að gera úttekt á starfinu. Ef við stiklum á því helsta sem Grindavíkurbær kemur að í dag þá hefur starfsemi félagsmiðstöðvar- innar Þrumunnar tekið nokkrum breytingum. Þruman flutti í sumar úr húsnæði Kvennó yfir í Grunnskóla Grindavíkur. Félagsmiðstöðin er því opin á skólatíma fyrir unglingastigið og geta þau því eytt bæði frímínútum og eyðum í stundatöflu í félagsmið- stöðinni sinni. Hefðbundið starf er síðan á kvöldin fyrir 8. -10. bekk eins og hefð er fyrir. Þruman ætlar að leggja aukna áherslu á Klúbbastarf í vetur og verða fjórir klúbbar í boði. Starfið hefur farið mjög vel af stað og m.a. búið að halda nokkra viðburði sem gengið hafa vel. Ljóst er að þessi breyting, að færa Þrumuna inn í grunnskólann, hefur mælst mjög vel fyrir hjá ung- mennunum. Hins vegar á eftir að lag- færa aðstöðuna í skólanum til að skapa meira pláss fyrir starfsemina. Verður ráðist í þær framkvæmdir á næsta ári og verður starfsemin og aðstaðan þróuð áfram í samstarfi við ungmennin því þetta er jú starfsemin þeirra. Þruman er einnig í góðu samstarfi við félags- miðstöðvar á Suðurnesjum og halda þær nokkrar skemmtanir á starfsárinu undir merkjum Samsuð. Síðan verður farið á stærstu Samfés viðburðina en það eru samtök allra félagsmiðstöðva á Íslandi.5. -7. bekkurÞruman bíður einnig upp á starfsemi fyrir 5. - 7. bekk tvisvar í viku eftir skóla: • Miðviku- dögum kl. 17: 00-18: 30 - Skipulögð dagskrá• Föstudögum kl. 13: 30-15: 00 Opið húsÞar er ýmislegt skemmti- legt gert t. d ratleikir, kappát, bíókvöld, bingó og margt fleira. Opið er alla daga frá 8: 00-14: 00 8. - 10. bekkur kl. 20: 00-22: 00 Mánudaga - Stelpu og Strákaklúbbur (annan hvern mánudag) Þriðjudaga - Opið húsMiðvikudagar - Fjölmiðlakúbbur, Ævintýra-klúbbur (annan hvern miðvikudag)Fimmtu- daga - LokaðFöstudaga - Opið hús Þá styður Grindavíkurbær við bakið á fé- lagasamtökum sem eru með skipulagt tómstunda- og æskulýðsstarf, svo eftir er tekið. Bærinn hefur gert samninga við UMFG sem sér um íþróttastarfið í bænum, sem gerir það að verkum að foreldrar þurfa aðeins að greiða rúmar 20 þúsund krónur í æfingagjald fyrir hvert barn og það getur æft allar þær íþróttir sem það vill. Einnig eru samningar við Golfklúbb Grindavíkur, unglingadeildina Hafbjörgu og Grinda- víkurkirkju sem einnig bjóða upp á öflugt tómstunda- og æskulýðsstarf. Ungmennaráð Grindavíkur sem var endurvakið í upphafi árs vinnur nú að nokkrum skemmtilegum ver- kefnum. Þar má nefna viðburðar-app Grindavíkurbæjar sem reyndar hefur þróast yfir í allsherjar app fyrir bæinn. Hefur m.a. verið leitað til vinabæjarins Piteå sem hefur þróað sambærilegt app en aðrar áherslur verða í okkar appi. Þá er ungmennaráð að vinna að hug- myndavinnu vegna ungmennagarðs þar sem yrði að finna ýmis leiktæki og afþreytingu fyrir unglinga. Í vor lagði Ungmennaráð til við bæjarstjórn að setja meira fjármagn í Vinnuskólann til þess að lengja vinnutímann og það varð gert. Var veitt 10% aukafjárveiting í skólann. Þá fór hluti ráðsins á ráðstefnu á Ísafirði í vor. Þá hefur bæjarstjórn samþykkt að Ungmennaráð verði hér eftir launuð nefnd, líkt og aðrar nefndir bæjarins. Ungmennaráð Grindavíkur skipa: Lárus Guðmundsson, formaður, Nökkvi Már Nökkvason, Katrín Lóa Sigurðardóttir, Nökkvi Harðarson, Elsa Katrín Eiríksdóttir, Katrín Óla Eiríksdóttir og Þórveig Hulda Frí- mannsdóttir. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs Fyrsta sinn borgaraleg ferming á Suðurnesjum Næsta vor verður í fyrsta sinn borgarleg ferming á Suðurnesjum. Það er Sið- mennt sem sér um fræðslu og ferm- ingu. Umsjónamaður með fermingar- námskeiðunum er Jóhann Björnsson, en hann er fæddur og uppalinn á Hr- ingbrautinni í Keflavík. Fram að þessu hafa mjög fáir af Suðurnesjum tekið þátt í fræðslu og borgaralegri fermingu hjá Siðmennt. Í vor verður breyting á og verður þá í fyrsta sinn haldin borgaraleg ferming hér á Suðurnesjum hjá okkur sagði Jóhann í samtali við Reykjanes. Sjálfur hef ég haft umsjón međ undirbún- ingsnámskeiđinu síđan 1997 og séđ þátttakendafjöldann fara úr 49 ung- mennum upp í 310 á síđasta ári. Jóhann sagði að námskeið yrði haldið hér á Suðurnesjum eftir ára- mót og fer það fram á tveimur löngum helgum. Á námskeiðunum er lögð áhersla á heimspekileg mál, gagn- rýna hugsun og siðfræði. Borgaraleg ferming minnir á útskrift úr skóla. Afhent eru skjöl til staðfestingar á að viðkomandi hafi fengið borgaralega fermingu. Fram kom hjá Jóhanni að aldur skipti ekki máli við borgaralega fermingu. Á síðustu árum hefur borgaraleg ferming verið á landsbyggðinni á Flúðum, Höfn og Akureyri. Jóhann sagði að svona borgaraleg ferming tíðkaðist í Noregi allt frá ár- inu 1951 og í Danmörku væri þetta byrjað aftur. Jóhann sagði að áhugi væri til staðar hér á Suðurnesjum fyrir borgaralegu fermingunni í vor. Markmið fermingarnámskeiðsins Að nemendur vinni með lífs-viðhorf, viðhorfin til sjálfra sín og annars fólks. Viðhorf og afstaða skipta miklu um það hvernig lífi fólk lifir, hvernig því líður í daglegu amstri og hvernig lífsstíl það temur sér. Þess vegna er brýnt að rækta afstöðu sína til lífsins þegar á unglingsárum. Að nemendur öðlist skilning á mik- ilvægi gagnrýninnar hugsunar. Að nemendur læri á eigin tilfinningar, jafnt gleði sem sorg. Þeir búi sig jafnt undir að njóta gleðistunda og mæta áföllum, stórum og smáum. Að nemendur læri að treysta eigin dómgreind, bera ábyrgð á lífi sínu og taka ábyrga afstöðu. Þeir skilji nauðsyn þess að þykja vænt um sjálfa sig og hugsa vel um bæði líkama og hug. Að nemendur læri að þekkja hvatir sínar og þrár og að virkja þær í stað þess að láta stjórnast af þeim í blindni. Þeir temji sér m.a. þá afstöðu að sækjast ekki eftir því sem ekki fæst. Að nemendur þjálfist í samskiptum við félaga sína og fjölskyldu. Þeir læri að greina tvöföld skilaboð og keppist við að láta orð og athöfn fara saman, að standa við orð sín og hvetja aðra til hins sama. Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum réttindum og skyldum í sam- félaginu. Dæmi: almenn mannréttindi, réttindi barna, ökuréttindi, kosninga- réttur, reglur um útivist, kynlíf, áfengi og tóbak. Að nemendur læri að líta á sjálfa sig sem hluta af heild; sem hluta af hópnum, þjóðinni, mannkyninu, lífrík- inu, jörðinni og óravíðum alheimi. Í því felst m.a. friðsamlegri sambúð fólks og þjóða og umhverfisvernd, jafnt í nán- asta umhverfi sem heiminum öllum. Að nemendum verði ljóst mikilvægi þess að þekkja ólík trúarbrögð og ver- aldlegar lífsskoðanir til að skilja hugs- anir og gerðir fólks og virða þá sem eru frábrugðnir þeim sjálfum. Hvað er borgaraleg ferming? Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum ferm-ingum. Borgaralega ferming er valkostur sem nýtur sífellt meiri vin- sælda og stendur öllum unglingum til boða. Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu sam- félagi en megintilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Nánari umfjöllun um orðanotkun og hugtök í veraldlegum athöfnum Siðmenntar má sjá hér og frekari um- fjöllun um orðið ferming má lesa á heimasíðu Siðmenntar, sidmennt.is. Fyrir hverja? Með kirkjulegri fermingu staðfestir einstaklingur-inn skírnarheit og ját- ast kristinni trú. Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðu- búin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. Fjölmargir þátt- takendur með ólíkar lífsskoðanir fermast borgaralega ár hvert. Sumir tilheyra trúfélögum og aðrir ekki. Öryggi í gæðum neysluvatns Mengunar varð vart í vatnsbóli sveitarfélagsins Voga í upphafi september 2014. Mengunin hvarf á nokkrum dögum. Lögð fram greinar- gerð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 16. september 2014 um málið. Í greinargerðinni er fjallað um aðgerðir bæði til skemmri og lengri tíma. Bæjarráð Voga álítur mikilvægt að málefni vatnsveitu og öryggi í gæðum neysluvatns séu höfð í fyrir- rúmi. Óskað er eftir viðræðum við HS Veitur um framtiðarlausn í málefnum neysluvatns, þ. e. öflunar, miðlunar og dreifingar þess.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.