Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Qupperneq 4
4 19. apríl 2013
Byrjendanámskeið í skokki hjá Haukum hafin:
Fyrstu skrefin í átt að betri heilsu
Námskeiðin byrja kl. 17:30 og er hlaupið frá Ásvöllum, Íþrótta-miðstöð Hauka.
Þjálfarar á námskeiðinu eru þrír og
munu þeir skipta nýliðunum niður í
þrjá hópa allt eftir getu hvers og eins.
Markmið námskeiðsins er að nýliðar
geti á skynsaman hátt komið sér í það
form að geta hlaupið eða skokkað sér
til gleði og ánægju.
Fólk er reyndar afar mismunandi statt
og mælikvarði hvers og eins á því hvort
hann sé fær um að hlaupa er algerlega
einstaklingsbundinn. Mest um vert er
að fólk mæti og þeim er leiðbeint á rétta
braut. Þeir sem mæta og setja sér að
markmiði að koma á sem flestar æfingar
og vera með í stað þess að týna sjálfum
sér í hraða og lengd annarra, það eru
þeir sem ná árangri og endast.
HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR / vogAR
8. TbL. 3. ÁRgANgUR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang:
amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190,
netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@
vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær
Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot:
Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 14.000 eintök. dreifing: Póstdreifing. Veffang: fotspor.is
Fríblaðinu er dreiFt í 14.000 e intökum
í allar íbúðir í HaFnarFirði / ÁlFtanesi / Vogum
Í síðustu viku voru íbúakosningar í Reykjavík. Markmiðið var að virkja beint
lýðræði borgaranna við ákvarðanir um framkvæmdir í einstaka hverfum, enda
er það jú svo að þeir sem búa úti í hverfunum vita best hvað betur megi þar fara
og hvar áherslur þurfa að liggja til að gera gott umhverfi betra.
Þó bæjarfulltrúar reyni vafalítið að leggja sig alla fram við að láta gott af sér leiða
við stjórnun síns bæjararfélags, getur það ekki síður verið heilladrjúgt að leyfa
þeim sem búa úti í hverfunum að fá tækifæri til að móta sitt eigið nærumhverfi.
Á ritstjórn blaðsins hringdi t.d. í vikunni eldri maður sem býr á Völlunum í
Hafnarfirði og gengur ávallt til að ná sér í björg í bú eins og hann orðaði það.
Hann kvartaði sáran undan því hve fáir bekkir væru til að setjast á og hvílast á
leiðinni. Svona mál sem varða vissulega þennan eldri mann miklu, getur hæglega
yfirsést bæjarfulltrúum eða bæjarstjórum. Þeirra verkefni eru oft viðameiri og
í senn dýrari og minni málin falla í skugga. Hér held ég að við getum mikið
lært af beinu íbúalýðræði eins og unnið hefur verið með í Reykjavík um árabil.
Ísafold – glæsilegt hjúkrunarheimili í garðabæ
Nú fyrir skömmu opnaði nýtt og afar glæsilegt hjúkrunarheimili í Garðabæ
sem hlaut nafnið Ísafold. Fulltrúum blaðsins var boðið formlega á opnuhátíð
hússins sem er allt hið glæsilegasta. Herbergi heimilsmanna eru mjög rúmgóð,
35 fm með tveimur gluggum og fyrirkomulag og aðstaða öll hin besta en í
húsinu eru 60 herbergi.
Þarna sá maður hversu vel er hægt að hlúa að okkur elstu bræðrum og systrum
samfélagsins, þeim sem ruddu brautina, og maður fyllist aðdáun. Oftar en
ekki er raunveruleikinn nefnilega allt annar gagnvart þessum mikilvæga hópi
samfélagsins, eldri borgurum. Ævistarfið, reynsla þeirra og þekking er jú hverju
samfélagi afar dýrmætur þáttur.
Þeir sem komu að ákvörðunum um að þetta mannvirki yrði að veruleika, hvort
sem það er ríkisstjórnin, fulltrúar Garðabæjar og aðrir eiga mikið hrós skilið.
Menn þurfa ekki að kvíða aldrinum þegar svo vel er hlúð að eldri borgurum,
sem af einhverjum ástæðum þurfa að flytja á hjúkrunarheimili.
Ásókn stjórnmálamanna
Ásókn stjórnmálamanna með að fá birtar greinar í blaðið nú fyrir kosningar
er mjög mikil. Við á ritstjórninni höfum orðið að taka ákvarðanir er varða
birtingu greina þar sem fyrstur kemur fyrstur fær. Hinsvegar verður einnig að
spyrja frambjóðendur áleitinna spurninga og gefa kjósendum kost á að bera
saman svör þeirra. Því ákváðum við á ritstjórninni að senda spurningalista til
fulltrúa í kjördæminu, til að reyna að fá fram samanburð á skoðunum þeirra á
einstaka málum. Það er meðal þess sem er á opnu blaðsins í dag. Ekki sáu allir
flokkarnir ástæðu til að svara – en það kemur jú fram í blaðinu hverjir það voru.
Við heimsóttum einnig allar flokkskrifstofur bæjarins eða eltum frambjóðendur
uppi á vettvangi
Góða helgi
Sigurður Þ Ragnarsson, ritstjóri
Getum lært mikið af
stjórnsýslunni í Reykjavík
Leiðari
Bylting í málefnum aldraðra í Garðabæ:
Nýtt hjúkrunarheimili
tekið í notkun og þjónustu-
miðstöð opnuð á næstunni
Ísafold, nýtt hjúkrunarheimili í Sjá-landi í Garðabæ var vígt á dögunum. Húsið er rúmir 6000 fermetrar að
stærð og er á fjórum hæðum auk kjallara
og skjólgott útivistarsvæði er við húsið.
Þar er rými fyrir 60 heimilismenn sem
hver um sig hefur rúmgott herbergi með
sér baði og eldhúsi.
Heimilið skiptist í sex einingar og eru
10 íbúar í hverri einingu að jafnaði en ef
um hjón er að ræða er hægt að sameina
tvær einingar í eina stærri. Hver eining
hefur síðan sameiginlegt eldhús ásamt
borð- og setustofu.
Á jarðhæð er þjónustumiðstöð fyrir
eldri borgara þar sem verður meðal
annars iðjuþjálfun, dagdvöl fyrir 20
manns, eldhús, matstofa, hárgreiðsla,
fótaðgerðastofa, hreyfisalur, aðstaða
heimaþjónustu Garðabæjar og sjúkra-
þjálfun.
Bygging hússins tók tvö ár og sér
Garðabær alfarið um reksturinn.
Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði:
Víðavangshlaup, leikfangasýning og skátamessa
Hátíðin hefst samkvæmt venju á víðavangshlaupi Hafnarfjarðar
sem hefst klukkan 11 á Víðistaða-
túni. Keppt er í 7 aldursflokkum frá
6 ára og yngri, uppí 21 árs og eldri
hjá hvoru kyni. Allir keppendur fá
verðlaunapeninga og sigurvegarar
flokka fá bikara.
11:00-17:00 -opið í Byggðasafni
Hafnarfjarðar að Vesturgötu 8. Saga
Hafnarfjarðar og skemmtileg leik-
fangasýning í Pakkhúsinu. Einnig er
tilvalið að skoða elsta hús bæjarins
og Beggubúð sem stóð á Strandgöt-
unni í þá gömlu góðu daga. Ókeypis
aðgangur.
13:00 Skátamessa í Víðistaðakirkju.
13:45 Skrúðganga frá Víðistaða-
kirkju sem endar á Thorsplani, í
miðbæ Hafnarfjarðar.
14:00-16:00 Fjölskyldudagskrá á
Thorsplani í umsjá Hraunbúa.
Skátadagskrá og leikir á Thorsplani.
12:00- 21:00 Hafnarborg, menn-
ingar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar,
býður gesti velkomna á sýninguna
Hellisgerði, blóma og skemmti-
garður.
Á sýningunni verður mannlífið
í garðinum skoðað í spegli tímans,
sjónum beint að gróðri og stemn-
ingu á ólíkum tímum. Sýningar-
stjórar eru Berglind Guðmunds-
dóttir landslagsarkitekt og Magnea
Guðmundsdóttir arkitekt
Saga öldrunarþjónustu í Garðabæ
1946: Athafnamaðurinn Jóhannes J.
Reykdal á Þórsbergi og fjölskylda hans
gaf 10.000 til byggingar dvalarheimilis
aldraðra í Garðahreppi. Ekkert varð
úr framkvæmdum féð rann síðar í
orgelsjóð Garðakirkju
1953: Sólvangur rís á þáverandi
mörkum Hafnarfjarðar og Garða-
hrepps Garðbæingar fengu þar inni
sem og á Elliheimilinu Grund í
Reykjavík
1977: Hrafnista í Hafnarfirði tekin í
notkun. Á árunum 1981-84 kaupir
Garðabær þar 10 rými ætluð Garð-
bæingum, Lionsklúbbur Garða-og
Bessastaðahrepps kaupir þar eitt rými
í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins í
sama tilgangi.
1976: Hvíldar- og dvalarheimili St.
Jósefssystra við Holtsbúð í Garðabæ
tekið í notkun. Þar dvöldu systurnar
til ársins 1998.
2000: Hjúkrunarheimilið í Holtsbúð
tekur til starfa að undangengnum
nokkuð umfangsmiklum breytingum
og lagfæringum á húsnæðinu með
rýmum fyrir 40 heimilsmenn
2011: Ákveðið var að flytja starfsemi
Holtsbúðar að Vífilsstöðum. Velferð-
arráðuneytið lagði fram húsið endur-
gjaldslaust.
5.apríl 2013: Starfsemi Holtsbúðar
flyst í Ísafold.
(Samantekt Erling Ásgeirsson)
Ingibjörg Valgeirsdóttir, forstöðumaður ísafoldar tekur við lyklum að húsinu
úr hendi Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra. Guðbjartur Hannesson, velferð-
arráðherra, fylgist með.
Erling Ásgeirsson, formaður
bygginganefndar flytur ávarp við
vígslu hússins.
Hvað veistu um bæinn þinn eru laufléttar spurningar um
Hafnarfjörð og sögu hans. Ein spurning birtist í hverju
blaði og er svarið að finna á blaðsíðu 14 í blaðinu.
Hvað veistu um bæinn þinn?
HVAÐ VEISTU UM BÆINN ÞINN?
Spurningin í þessu blaði er:
Sædýrasafnið í Hafnarfirði var dýragarður sem
opnaði 8. maí 1969. Þar voru auk íslenskra hús-
dýra, m.a. selir, háhyrningar,mörgæsir, ísbirnir,
apar, ljón og kengúrur. Safnið var starfrækt í vel
á annan áratug uns rekstri þess var hætt.
Hvaða ár var það?
Öflugir félagar í hlaupahópi Hauka.