Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Qupperneq 6
6 19. apríl 2013
NÁM MEÐ
STARFI
Nám á netinu
D R E I F N Á M
l
l
l
l
l
l
Borgarholtsskóli býður upp á nám fyrir:
Skólaliða
Stuðningsfulltrúa í skólum
Leiðbeinendur í leikskóla
Félagsliða
Félags- og tómstundanám
Viðbótarnám félagsliða
Umsóknarfrestur er til 1. júní.
Upplýsingar um námið veitir
Þórkatla Þórisdóttir í síma 8561718
Netfang: thorkatla@bhs.is
Heimasíða skóla: www.bhs.is
Árni Páll Árnason skrifar:
Efnahagslegt sjálfstæði er í húfi
Brýnasta verkefnið sem liggur fyrir strax að loknum kosn-ingum er að verja efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki
verið setið föst í vasa lánardrottna
lengur. Þess vegna teljum við í Sam-
fylkingunni að ábyrgð í ríkisfjármálum
skipti öllu máli. Það er stærsta vel-
ferðarmálið.
Við verðum að forgangsraða og setja
efnahagslegan stöðugleika efst í röðina.
Við getum ekki endurtekið hagsöguna
þar sem bóla er blásin upp og hún spr-
ingur og þá kemur kreppa. Aldrei skal
aftur myndast hér bóla, heldur verður
að marka nýja leið, sem skapar okkur
öllum betri lífskjör.
Til þess að halda niðri vöxtum og
verðbólgu verður að skapa skilyrði fyrir
stöðugt gengi sem er mesta kjarabótin
fyrir íslensk heimili. Þegar ráðstöf-
unartekjur heimilanna hækka verða
forsendur kauppmáttar til og fyrir-
tækin geta ráðið mannskap samhliða
auknum verkefnum.
Stöðugleiki frekar en stöð-
ugar sveiflur
Tækifærið er núna. Eftir kosningar eigum
við ekki að þurfa að bíða eftir niður-
stöðum nefnda um verðtryggingu. Við
eigum heldur ekki að þurfa að bíða eftir
hagnaði af áhættuviðskiptum með eignir
búa föllnu bankanna.
Þegar orrustan við kröfuhafana var
háð um að færa erlendar eignir þeirra
undir höftin í marslögunum svonefndu,
greiddu Sjálfstæðismenn á móti og Fram-
sókn sat hjá. Flokkar sem þorðu ekki
einu sinni að taka slaginn með okkur
gegn kröfuhöfum, eiga ekkert erindi í
ríkisstjórn. Samfylkingin mun tryggja
að þegar kemur að samningum við kröf-
uhafa þá mun það nýtist allri þjóðinni til
hagsbóta, ólíkt því sem tillögur Fram-
sóknarflokksins gera ráð fyrir.
Samningsstaðan gagnvart kröfuhöf-
unum, sem við höfum skapað og ár-
angur í ríkisfjármálum, sem við höfum
líka skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn
mörg tækifæri. Ríkisstjórn Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks nýttu mörg slík
tækifæri til að hygla sínum einkavinum.
Treystum við t.a.m. þeim flokkum til að
selja eignarhluti ríkisins í bönkunum
hæstbjóðanda?
Næsta ríkisstjórn getur einnig nýtt þessi
sömu tækifæri í þágu þjóðarinnar allrar.
Heit mitt er það að Samfylkingin muni
nýta allt það svigrúm sem fæst við hag-
stjórnina á komandi misserum að fullu í
þágu íslenskra heimila og fyrirtækja.
Árni Páll Árnason er formaður Sam-
fylkingarinnar og skipar fyrsta sæti á
lista flokksins í suðvesturkjördæmi.
Björt framtíð heim-
sækir víkingaþorpið
Hafnfirðingarnir á framboðs-lista Bjartrar framtíðar kíktu í heimsókn til Jóhannesar
í Fjörukránni í vikunni. Þau Pétur
Óskarsson sem skipar 5. sæti listans
og Guðlaug Kristinsdóttir sem er í
þriðja sætinu fóru víða um bæinn í
góða veðrinu.
Margrét Tryggvadóttir skrifar:
Lýðræði er svarið
Á yfirborðinu virðist Ísland vera þróað, lýðræðisríki. Maður þarf þó ekki að kafa
djúpt til að sjá og skilja að það er í
raun blekking. Við erum komin mun
styttra í lýðræðislegum þroska. Saga
lýðveldisins Íslands er ekki löng. Við
vorum nýlenda öldum saman og sá
veruleiki virðist hafa haft dýpri og
meiri áhrif á okkur en margir vilja
viðurkenna. Oft finnst mér sem Ís-
lendingar virðist almennt upplifa sig
valdalausa.
Fyrir rétt rúmlega tvö hundruð
árum yfirtók Jörundur hundadaga-
konungur landið með því að hand-
taka Trampe greifa og hengja upp
miða á nokkurra daga fresti í miðbæ
Reykjavíkur. Þar stóð meðal annars
Ísland er laust og liðugt frá Dan-
merkur Ríkisráðum. Og það varð;
Íslendingar voru um stund lausir
undan oki nýlenduherranna.
En hvað svo? Tveimur mánuðum
síðan undirritaði embættismanna-
stéttin yfirlýsingu sem ógilti auglýs-
ingar Jörundar og þjóðin varð aftur
undir stjórn Dana. Og hvað gerðu
landsmenn í því? Ekki neitt. Hversu
auðvelt hefði það verið skerast í leik-
inn? Sennilega hefði ekki þurft mikið
til þess.
Hefur þetta breyst mikið á síðustu
tvö hundruð árum? Hefur fólkið
tekið völdin í sínar hendur? Við
gerðum það í janúar 2009 en ætlum
við virkilega að afsala okkur þeim
aftur?
Við leyfum stjórnmálamönnum
að komast upp með loforðaflaum í
aðdraganda kosninga en svik daginn
eftir. Því verður að linna.
Staðreyndin er sú að í litlu samfé-
lagi geta einstaklingar haft mikil og
sterk áhrif. Það eina sem þeir þurfa
að gera er að rísa upp og láta til sín
taka. Því að vera borgari fylgja ekki
einungis réttindi heldur líka skyldur.
Sem borgarar berum við ábyrgð á að
grípa í taumana þegar stjórnmála-
menn eru úti á túni eða vilja ekki lúta
þjóðarvilja.
Allt vald er komið frá fólkinu. Við
framseljum það einungis tímabundið
til fulltrúa okkar á Alþingi og við
eigum að gera þá kröfu að þeir standi
við orð sín, standi við gefin loforð.
Við eigum að gera þá kröfu að þeir
vinni að þjóðarhag en ekki í þágu sér-
hagsmunaafla, hvaða nafni sem þau
nefnast eða í þágu eigin hagsmuna.
Fyrir síðustu Alþingiskosningar
lofuðu fjögur þeirra framboða sem
náðu kjöri endurskoðun á stjórn-
arskránni. Þau fjögur hlutu samtals
76,3% atkvæðanna. Auk þess sagð-
ist Sjálfstæðisflokkurinn vilja vinna
áfram að breytingum á stjórnarská
og flokkurinn tók þátt í upphafi þess
ferlis sem við sjáum nú fyrir endan á.
Eigum við ekki að gera þá kröfu að
þeir standi við stóru orðin?
Margrét Tryggvadóttir, skipar
1. sæti á lista Dögunar
í Suðvesturkjördæmi.
Margrét Tryggvadóttir.
Árni páll Árnason.
HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR
KEMUR ÚT ANNAN HVERN FÖSTUDAG
Næsta blað kemur út 3. maí