Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Page 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Page 8
8 19. apríl 2013 Margrét Tryggvadóttir, Dögun: 1 Að mati Dögunar er það algjört for- gangsmál að leiðrétta skuldir heimil- anna. Sýnt hefur verið fram á að margar leiðir eru færar til þess og gerum við ekki upp á milli þeirra. Ein er leið sem Hreyfingin lagði til á sínum tíma þar sem hækkun á skuldum heimila um- fram verðbólgumarkmið Seðlabankans eru teknar af skuldunum og settar til hliðar í sérstakan skuldaafskriftasjóð sem greiddur er upp á 20 árum. Önnur leið er svokölluð skiptigengisleið sem felur í sér myntskipti með upptöku annars gjaldmiðils (erlends eða nýrrar krónu) þar sem miklum eignum og skuldum er skipt á mismunandi gengi. Slík aðgerð var framkvæmd í Þýska- landi eftir seinni heimstyrjöld og er grunnur þess sem síðar var nefnt þýska efnahagsundrið. Þá er einnig mögulegt fyrir ríkið að ná þessu fé inn, ýmist með afslætti þegar kemur að afléttingu "snjóhengjunnar" eða skattheimtu á ógnarhagnað fjármálafyrirtækja en bankarnir þrír hafa hagnast um yfir 200 milljarða frá hruni. Allir sem skulda verðtryggð lán (sem og gengislán hjá Íslandsbanka en þau hafa ekki verið dæmd ólögleg) urðu fyrir forsendu- bresti og hann ber að leiðrétta, óháð því hvenær lán voru tekin eða hvaða hóp skuldarinn tilheyrir. Til að ráðast í þessar aðgerðir þarf kjark og hann hefur Dögun. 2 Verðtryggingin er eins og krabbamein í hagkerfinu og hún sjálf veldur verð- bólgu. Um hver mánaðarmót verða til peningar í bankanum þegar lán heimilanna hækka án þess að nokkur verðmætasköpun hafi átt sér stað. Þá peninga geta fjármálafyrirtækin lánað út aftur, ekki bara einu sinni heldur margoft sem eykur enn á peningamagn í umferð og verðbólgu. Verðtryggingu ber að afnema með lögum en einnig þarf að skipta út þegar gerðum samn- ingum og koma á nýju kerfi með vaxta- þaki þannig að það skapist hvati til að halda verðbólgu niðri. Og já, það þarf að leiðrétta fyrir eignabrunanum, sjá svar við lið 1. 3. Það fylgir því gríðarlegur fórnarkostn- aður að búa á Íslandi. Í samfélaginu viðgengst mikil sóun. Skýrasta dæmið er fjármagnskostnaður sem er þungur baggi á bæði heimilum og fyrirtækjum og skýrist af ofskuldsetningu, verð- tryggingu og vaxtaokri. Við hrunið breyttist Ísland einnig í láglaunasvæði á svo til einni nóttu og þar erum við enn. Laun á Íslandi eru engan veginn sambærileg við launakjör í nágranna- ríkjunum og því verðum við að breyta. Dögun vill lögfesta lágmarksframfær- sluviðmið sem ættu að tryggja öllum viðunnandi framfærslu. 4. Dögun leggur til að lögð verði upp samsett aðgerð til að takast á við gjaldeyrishöft og ósjálfbæra skulda- og eignastöðu í efnahagskerfinu; með myntskiptum á mismunargengi (mismunandi skiptigengi), eða annars konar leiðréttingum eigna/skulda, með bröttum og tímabundnum skatti á útstreymi gjaldeyris – og með því að leggja á „uppgripaskatt“ (windfall- tax). Jafnhliða verði leitað allra færra leiða til að koma á heilbrigðum gjald- eyrisbúskap og annað hvort tengja íslenska krónu við körfu erlendra gjaldmiðla eða taka upp nýja íslenska krónu. Dögun hefur því ekki viljað loka neinum leiðum í gjaldmiðlamálum. Íslenska krónan er ónýt og ætti heima á Þjóðminjasafninu. Upptaka evru í gegnum Evrópusambandsaðild gæti verið framtíðarlausn en það ferli er seinlegt og verðtryggð króna er óá- sættanlegur kostur á meðan á þeirri bið stendur. Eygló Harðardóttir, Fram- sóknarflokki: 1 Já, Framsóknarmenn hafa lagt til almenna skuldaleiðréttingu á höf- uðstól verðtryggðra húsnæðislána. Fyrstu tillögur okkar um almenna skuldaleiðréttingu komu fram árið 2009, þar sem við vildum að afsláttur- inn á lánasöfnum bankanna yrði látinn ganga áfram til þeirra sem skulduðu. Það tækifæri var ekki nýtt. Síðan þá hafa bankarnir bókfært hagnað sem nemur samanlagt hátt á þriðja hundrað milljörðum frá hruni, fyrst og fremst vegna uppfærslu á lánasöfnum. Allar götur síðan höfum við leitað leiða til að koma til móts við skuldsett heimili. Sú leið sem okkur hugnast best til þess er að samhliða uppgjöri föllnu bank- anna og afnámi gjaldeyrishaftanna verði svigrúmi sem þá skapast nýtt til handa heimilunum. 2 Já, Framsóknarmenn vilja afnema verðtryggingu á nýjum neytenda- lánum. Aðeins þannig rjúfum við þann vítahring verðbólgu og skuldasöfnunar sem sligar heimilin. Innleiða þarf nýtt húsnæðiskerfi þar sem fólk með verð- tryggð lán getur skipt yfir óverðtryggð, lántakendum bjóðast stöðugir vextir og áhættunni er skipt eðlilega á milli lán- veitenda og lántaka. Vextir eru verð á peningum. Núverandi lánafyrirkomu- lag felur raunverulegan kostnað lán- anna og skekkir eðlilega verðmyndun á peningum. Því verður að breyta. 3 Heimilin eru gangverk efnahagslífsins. Ef þau eru að drukkna í skuldum geta þau ekki keypt vöru eða þjónustu. Fyr- irtæki geta þá ekki hækkað laun, ráðið nýja starfsmenn eða fjárfest í nýjum atvinnutækifærum. Tekjur ríkissjóðs standa þá í stað eða dragast saman og við getum ekki tryggt velferðina. Þess vegna hafa fjárfestingar í atvinnulífinu verið í algjöru lágmarki, þess vegna ganga spár um hagvöxt ekki eftir og þess vegna nær tæpur helmingur heim- ila vart eða ekki saman endum milli mánaða. 4. Framsóknarmenn telja að íslensk króna verði gjaldmiðill landsins í nálægri framtíð og vilja efla umgjörð hennar. Undir þetta tók samráðshópur allra þingflokka um gjaldmiðlastefnu. Því þarf að endurskoða umgjörð peninga- stefnunnar, til að tryggja meiri stöð- ugleika og koma í veg fyrir óeðlilegar sveiflur í gengi íslensku krónunnar. Hákon Einar Júlíusson, Pírötum: 1 Já ég tel það, ekki spurning. Það þarf fyrst og fremst að skoða þá hópa sem nú eru tekjulægstir eða þá sem lifa undir fátæktarmörkum, ráða ekki lengur við afborganir af sínum lánum og hafa ekki fengið neinar úrlausnir á sínum skuldavanda. Það er út í hött að afborganir af húsnæðislánum eða leiga sé jafn há og útborguð laun þessara einstaklinga. Flestir úr þessum hóp stóðu vel undir skuldbindingum sínum fyrir efnahagshrunið sem olli slíkum forsendubresti að ekki er hægt að krefja lántakendur um að greiða niður lán sem ennþá ríkir lagaóvissa um. Þrotabú ónýtu bankanna var keypt út af erlendum vogunarsjóðum á rúmum 70-90% afslætti en enginn slíkur var gefinn af kröfunum gagn- vart einstaklingum, minni og meðal- stórum fyrirtækjum. Þess vegna er það sanngjörn krafa að fólk fái tækifæri til þess að greiða af sínum lánum miðað við greiðslugetu, koma í veg fyrir að lánveitendur geti gengið að heimilum og eignum fólks með þeim ólöglega hætti sem hefur fengið að viðgangast og efla þarf fjölbreytni á atvinnutæki- færum og í gjaldmiðlamálum. Þetta er hægt að gera til dæmis með því að taka upp fjölmyntakerfi, slíkt dregur úr miðstýringu á fjármálamarkaði, styrkir og verndar kaupmátt fólks. Efla þarf sérstaklega upplýsingaskyldu fjármála- fyrirtækja gagnvart viðskiptavinum sínum, stórum og smáum og efla þarf neytendavernd á fjármálamarkaði. Píratar taka sérstaklega á þeim málum. 2. Verðtryggð lán hafa hækkað um fjórð- ung síðan eftir efnahagshrunið, þetta hefur bitnað sérstaklega á húsnæðis- lánum, s.s. á heimilum og fyrirtækjum. Helsti vandinn við verðtrygginguna er að hvatinn hjá lánafyrirtækjum og hag- stjórnum til þess að halda verðbólgu lágri verður mun minni og meiri líkur eru á því að eignir fólks brenni upp. Ég tel að það þurfi tvímælalaust að breyta eða afnema verðtrygginguna þannig að bæði lántakendur og lánveitendur deili ábyrgðinni og koma þannig í veg fyrir að forsendubrestur geti átt sér stað. Það þarf að auðvelda lántakendum að leita réttar síns í kerfinu og tryggja að þeir dómar sem kvaðnir eru upp verði framfylgt, þ.e.a.s. Komi lagalegur forsendubrestur í ljós á fjármálafyrir- tækjum að vera skylt að bæta upp það eignartjón sem þau hafa ollið. 3. Ég vísa helst í svar mitt við spurn- ingu nr 1. Ástæðan er margþætt en þá helst vegna hækkandi útgjalda heim- ila vegna húsnæðislána, húsnæðisleigu og annarra skulda. Laun á íslandi eru heldur ekki alveg í takt við það sem er að gerast annað staðar í nágranna- löndum okkar og vinnutími er lengri. Á sama tíma er stór hluti af matvörum og öðrum nytjavörum innfluttar og ís- lendingar þurfa að greiða það sama eða meira fyrir þessa hluti hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Við þetta má bæta við að ríkissjóður skuldar mikið og hafa stjórnvöld verið dugleg við að hækka gjöld og skatta á almenning. Það þarf að skoða þessi mál ítarlega og ekki gáfulegt að aðeins stjórnmálamenn og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja sjái eingöngu um að finna lausnir á því. Til þess þurfa fleiri að koma að borðinu. 4. Það er ekki til ein töfralausn svo koma megi stöðugleika á gjaldmiðil þjóðar- innar, hvort sem það heitir Kanada- dollar, Evra eða Króna. Ég held að það þurfi fyrst og fremst að draga úr mið- stýringu á gjaldmiðlamarkaði og fjár- málakerfið þarf að vera fjölbreytt svo að við séum ekki að setja öll eggin í eina körfu. Það þurfa margir að koma að borðinu til þess að móta lausnir á þessu málum og auka þarf ákvarðanatöku almennings þar sem þessi mál snerta hvern og einn á grundvallarstigum. Hvaða lausnir hafa flokkarnir? Frambjóðendur eru duglegir að skrifa greinar til birtingar í fjölmiðlum en lítið fer fyrir spurningum til þeirra um helstu mál þessara kosninga. Bæjarblaðið Hafnarfjörður-Garðabær sendi því öllum framboðum sem skiluðu inn framboðslista í suðvesturkjördæmi spurningalista. Forystumenn flokkanna fengu það verkefni að svara fjórum spurningum sem hér eru tilteknar hér að neðan. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki, Hægri-grænum, Regnboganum né Flokki heimilanna. 1. Teljið þið það til forgangsmála að taka á skuldavanda heimilanna? Ef svo er, hvaða leið ætlið þið að fara að því marki og hverjir eiga að njóta leið- réttinganna/aðgerðanna (allir/sumir)? 2. Teljið þið nauðsynlegt að afnema eða breyta verðtryggingunni? Ef svo er hvaða leiðir viljið þið fara? Teljið þið nauðsynlegt að lagfæra þann eignabruna sem varð hjá skuldugum heimilum vegna hárrar verðbólgu og þar með hækkunar vísitölu í kjölfar forsendubrests vegna hrunsins? 3. Ný lífskjarakönnun sýnir að tæpur helmingur heimila nær vart eða ekki saman endum milli mánaða. Hvaða ástæður telur þinn flokkur vera fyrir þessari stöðu? 4. Eigum við á nýju kjörtímabili að vinna að því að koma upp nýjum og stöðugri gjaldmiðli en óverðtryggðu íslensku krónuna.? Greinið frá útfærslu ykkar á því X2013 Hafnarfjörður Garðabær auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.