Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Blaðsíða 9

Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Blaðsíða 9
919. apríl 2013 Samfylkingin 1 Árni Páll Já, bætt staða heimilanna og lífskjör verður áfram forgangs- verkefni. Mark- vissar aðgerðir á borð við 110% leiðina og endurútreikning erlendra lána, hafa lækkað skuldir heimilanna um rúmlega 200 milljarða og sem hlut- fall af landsframleiðslu eru þær í sömu stöðu og 2006. En rannsóknir sýna að ákveðnir hópar eru enn í erfiðri stöðu og þeirra þörfum þarf að mæta. Þetta eru þeir sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þau heimili sem þurftu lánsveð til íbúðarkaupa. Auk þess hafa þeir sem eru með lán hjá Íbúðarlánasjóði ekki fengið jafn miklar niðurfærslur og aðrir, þar þarf að tryggja sambærilegar úrbætur. Til að mæta greiðsluvanda heimilanna hafa að auki 100 milljarðar runnið til fjölskyldna í barna- og vaxta- bætur á kjörtímabilinu. Þar viljum við enn bæta í. Til framtíðar er besta umhverfið fólgið í stöðugu gengi og vörn gegn verðbólgu, kjararýrnun og eignaupptöku. Því boðum við ábyrga hagstjórn sem miðar að stöðugleika og möguleika á inngöngu í myntsam- starf ESB. Í Evrópu býr fólk við mun lægri vexti og verðbólgu og það væri ábyrgðarleysi að loka dyrunum að slíkum kjörum fyrir íslensk heimili. 2. Katrín Já, við jafnað- armenn viljum afnema verð- tryggingu með upptöku evru. Verðtryggingin er fylgifiskur ís- lensku krónunnar vegna áhættunnar sem henni fylgir. Gengi krónunnar hefur því bein áhrif á íbúðaverð og verð- lag almennt á Íslandi. Við viljum stöð- ugt umhverfi þar sem fjölskyldurnar í landinu geta gera áætlanir fram í tímann sem standast. Það hefur aldrei tekist í krónuhagkerfinu. Ef þjóðin segir já við ESB verður strax hægt að flytja inn stöð- ugleika með tenginguna krónu við evru. Við viljum að gengið verði lengra í niðurfærslu skulda með því að tryggja að Íbúðalánasjóður útfæri 110% leiðina með sama hætti og aðrar lánastofnanir. Þessi leið hefur þegar fært niður skuldir nær 12.000 heimila. Þá þarf að mæta þeim sérstaklega sem keyptu á versta tíma fyrir hrun sá hópur stendur enn illa og það gengur ekki. Þá eru þau heimili sem eru með lánsveð jafnframt í forgangi. 3 Magnús orri Hrun gjaldmið- ilsins árið 2008 setti fjárhag fjölda heimila í uppnám vegna mikils samdráttar í kaupmætti, þyngri byrði vegna skulda og í mörgum tilfellum atvinnumissis. Skuldir heimila og fyrirtækja voru miklar þegar áfallið reið yfir. Eftir aðgerðir síðustu ára eru skuldir heimila svipaðar og 2006. Þrátt fyrir þetta er enn verk að vinna, ekki síst gagnvart þeim sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Við þurfum að komast í stöðu þar sem þetta gerist ekki aftur. Því þurfum við að tryggja stöðugleika með losun fjármagnshafta, ábyrgð í ríkisfjármálum og að lokum upptöku evru. Til framtíðar er það verðmæta- sköpun með aukinni fjárfestingu í atvinnulífinu sem mestu skiptir fyrir afkomu heimilanna. Fyrirtækin, heim- ilin og hið opinbera greiða árlega um 150 milljarða vegna kostnaðar sem fylgir krónunni. Hagsmunirnir af því að stefna markvisst að því að vinna okkur út óstöðugu verðlagi og hærri vöxtum eru miklir fyrir bæði atvinnulíf og heimili. Því er stefna okkar jafn- aðarmanna í Evrópumálum um leið atvinnu- og lífskjarastefna. 4. Margrét gauja Já, í Evrópu býr fólk við helmingi lægri vexti og minni verðbólgu. Þar er hægt að gera áætlanir til langs tíma um að koma sér upp þaki yfir höfuðið án þess að verðbólgan éti upp eignirnar. Við tryggjum stöð- ugleika krónunnar með því að kom- ast inn í fordyri evrunnar að loknum aðildarviðræðum við ESB. Til þess þarf að byrja strax í dag. Markmiðið er að komast sem fyrst í þá stöðu að geta tengt krónuna við evru með stuðningi evrópska seðlabankans svo hægt sé að viðhalda lægri vöxtum og verðbólgu. Fram að þessum tíma- punkti verðum við að haga hagstjórn og ríkisfjármálum með ábyrgum hætti og vinna að losun fjármagns- hafta þannig að við náum að tryggja stöðugleika í gengismálum. Þannig uppfyllum við bæði skilyrði fyrir að- ild að myntsamstarfi ESB og verjum heimili og fyrirtæki fyrir verðbólgu og eignabólum. Þetta er engin töfralausn heldur þvert á móti vinna, agi og ábyrgð sem þarf að halda áfram að loknum kosningum. Ábyrgðarleysi og lausa- tök munu festa okkur í höftum og verðtryggðri krónu. Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð: 1 Við teljum það forgangsatriði að bæta lífskjör. Til þess þarf fjölbreytt atvinnu- líf sem borgar góð laun, stöðugleika sem lækkar vexti á lánum, lægra vöru- verð með inngöngu í ESB og opnara samkeppnisumhverfi, betri leigumarkað, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg heimili eiga í greiðsluvanda vegna þess að lán eru of dýr á Íslandi. Það er forgangsatriði að gera lánin ódýrari, að komast út úr verðbólguumhverfinu. Fram að því er hægt að gera ýmislegt til að hjálpa fólki í greiðsluvanda, s.s. greiða vaxtabætur, hugsanlega setja þak á verðtryggingu, leyfa inngreiðslum lífeyrissparnaðar að renna að hluta til greiðslu höfuðstóls, beina fólki til Umboðsmanns skuldara og í þau afskriftaúrræði sem þar bjóðast, afnema stimipilgjöld svo fólk geti skuld- breytt í hagstæðari lán þegar þau bjóð- ast. Við erum opin fyrir hugmyndum í þessum efnum og lítum að sjálfsögðu á það sem forgangsmál að koma fólki úr vandræðum. 2 Við teljum það algjört forgangsmál að koma Íslandi út úr verðbólguumhverfi og mynda stöðugt efnahagsumhverfi, þar sem verðtryggingin verður óþörf og hægt er að fá óverðtryggja húsnæðisvexti á viðunandi kjörum til langs tíma. Það er leið A. Allt annað er plan B, næst- besta leiðin. VIð eigum ekki að sætta okkur við hana. Vandinn við að lagfæra eignabruna skuldugra heimila, er að þau heimili sem eru skuldugust eru jafnframt þau eignamestu og með mestu ráðstöf- unartekjurnar. Almenn leiðrétting á höf- uðstól lána færi því að mestu til fólks sem er ekki í greiðsluvanda. Verðbólga gæti aukist í kjölfarið sem aftur myndi gera vanda fólks í greiðsluvanda enn verri. En aftur segum við: Að sjálfsögðu viljum við hjálpa fólki sem er í vandræðum. Al- menn leiðrétting er þó líklega ekki besta leiðin til þess. 3 Lán eru of dýr vegna þess að áhættan í hagkerfinu er of mikil. Það er algjört forgangsatriði að laga það, koma á stöð- ugleika með nýjum gjaldmiðli, auknu verðmæti útflutnings, aðhaldi í ríkisfjár- málum og pólitískri sátt um langtíma- markmið í efnahagsmálum. Auk þess er verðlag of hátt. Það er m.a. vegna þess að opið samkeppnis- og markaðsumhverfi skortir. Þá þurfa atvinnutækifæri að vera fjölbreytt og verðmæt störf þurfa að verða til í meiri mæli. Björt framtíð er með plan í þeim efnum. Auk þess þarf að efla fjármálalæsi á Íslandi sem hjálpar fólki að vinna betur úr þröngum fjárhagsað- stæðum, sem og neytendavitund. En lykilatriðið er að bæta kjör. Þau hrundu í hruninu. 4 Björt framtíð vill klára aðildarviðræð- urnar við ESB og landa það góðum samningi að þjóðin geti samþykkt hann. Skömmu síðar er hægt að fara í gjaldmið- ilssamstarf við evrópska seðlabankann í gegnum ERM II, sem heldur genginu stöðugu innan vikmarka. Þegar réttar aðstæður skapast er svo hægt að taka upp evru. Lýður Árnason, Lýð- ræðisvaktinni: 1 Já, við teljum það óumflúið. Lýðræðisvaktin vill rétta hlut heim- ilanna með því að færa niður höfuðstól almennt á verðtryggðum og gengis- tryggðum húsnæðislánum. Ennfremur tryggja að skipan húsnæðislána taki mið af ríkjandi reglum um neytenda- vernd sem Ísland hefur lögleitt gegnum EES. Allra fyrst vill Lýðræðisvaktin þó kortleggja raunverulega stöðu þjóðar- búsins og fá til þess óháða erlendra sér- fræðinga. Inni í því er staða bankanna, ríkissjóðs, sveitarfélaga, heimila og fyr- irtækja. Þegar sú úttekt liggur fyrir er betra að sjá hvernig framhaldinu skal háttað. 2 Lýðræðisvaktin vill afnema/breyta verðtryggingunni í núverandi mynd þar sem hún tekur bara til lánveitenda, ekki látakaenda. Lýðræðisvaktin vill sanngjarna áhættudreifingu milli lán- þega og lánveitenda, svo að lántak- endur skaðist ekki, þegar kaupmáttur launa minnkar og lánveitendur haldi sínu, þegar kaupmáttur launa vex. Þetta væri hægt að gera með því að endurreikna höfuðstóll verðtryggðra á grundvelli nýrrar vísitölu aftur í tím- ann, t.d. frá og með hruninu 2008, og rétta þannig hlut heimilanna. Aðrar leiðir eru líka færar að sama marki, t.d. viðmiðun húsnæðislána við verðbólgumarkmið Seðlabankans frekar en við núgildandi verðvísitölu. Kosti og galla ólíkra leiða og kostn- aðinn, sem af þeim leiðir, þarf að vega og meta. Lýðræðisvaktin telur mikinn akk í því fyrir þjóðfélagið að ná skuldugu heimilum aftur inn í hagkerfið, Lýðræðisvaktin viðurkennir þann forsendubrest sem varð en varar um leið við að kjósa yfir sig aftur Hrun- flokkana þrjá sem gengu á þessum viðsjárverða tíma erinda fjármagns- eigenda en ekki heimilanna í landinu. 3 Ástæður þess, hversu mörg heimili ná varla endum saman, eru einkum tvær: (1) Hrunið, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og einnig Samfylkingin bera höfuðábyrgð á, og (2) langvarandi óstjórn í efnahagsmálum, sem allir gömlu flokkarnir bera sameiginlega ábyrgð á. Þess vegna vill Lýðræðisvaktin veita gömlu flokkunum hvíld eða a.m.k. létta af þeim þungum byrðum. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn afhentu vinum sínum bankana á silfurfati 1998-2003, og vinirnir keyrðu bankana í kaf og efnahagslífið fram af hengiflugi 2008. „Enginn gekkst við ábyrgð,“ sagði formaður Rann- sóknarnefndar Alþingis að loknum yfirheyrslum yfir 147 meintum hrun- verjum. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn hafa ekki enn beðist afsökunar á sínum þætti hrunsins. 4 Nýja stjórnarskráin kveður á um, að aðild að ESB og þá um leið upptaka evrunnar verði ákveðin í bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Mál, sem þjóðin ræður til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu, þurfa ekki og eiga ekki að koma til kasta Alþingis, þar eð þjóðin er yfirboðari þingsins, eins og stendur skýrum stöfum í nýju stjórnarskránni. Þess vegna hefur Lýð- ræðisvaktin ekki tekið ákveðna stefnu í gjaldmiðilsmálinu. Lýðræðisvaktin mun virða stjórnarskrárbundna verkaskipt- ingu þings og þjóðar og lúta niðurstöðu allra þjóðaratkvæðagreiðslna, einnig um nýjan gjaldmiðil. Ögmundur Jónasson, vinstri-grænum Ögmundur svaraði fyrstu spurningunni 1. Ekki varð samstaða um að taka vísitöluna úr sambandi í upphafi hruns eins og hug- myndir komu fram um úr okkar ranni, né um almenna niðurfærslu skulda. Var þá horfið til þess ráðs að stórefla vaxta- bótakerfið. Á árunum 2011 til og með 2013 námu vaxtabætur samtals rúmlega 44 milljörðum króna. Um þennan stuðn- ing hefur munað þótt það vilji gleymast í umræðunni. Á árunum 2011 og 2012 var að jafnaði um 30% vaxtakostnaðarins endurgreiddur úr ríkissjóði en allt upp í 45% hjá tekjulægstu heimilunum. VG hefur teflt fram þeirri hugmynd að vaxtabætur verði greiddar í byrjun árs með hliðsjón af höfuðstóli lána, óháð því hvort viðkomandi hafi verið fær um að greiða afborganir og þar með vexti og þótt lán væru í frystingu. Vaxtabætur geti þannig nýst til að lækka höfuðstól. Þá höfum við unnið að samkomu- lagi við lífeyrissjóðina vegna lánsveða. Vonir standa til að okkur sé að takast að ná samkomulagi um niðurfærslu á lánsveðum. Það er réttlætismál. Allir verða að sitja við sama borð. Hvað varðar 110% leiðina og leið- réttingar vegna gengistryggðra lána, þá er einn hópur sem enn stendur út af og það eru viðskiptavinir fyrrum Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans. Þeir voru settir undir regnhlíf þrotabúa þessara banka, nú Dróma. Við vinnum að því að greiða götu þessa fólks sem engan veginn hefur fengið sanngjarna úrlausn sinna mála. Fjármálastofnanir litu á milljarða- tugina sem fóru í niðurfærslu samkvæmt 110% aðferðafræðinni sem þegar orðið tap. Því miður eru margir enn í vanda. Ljóst er að koma verður til móts við það fólk á komandi tíð af réttlætisástæðum en einnig af fjárhagslegri nauðsyn.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.