Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Page 12
12 19. apríl 2013
KJÖRFUNDUR
Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis,
er fram eiga að fara 27. apríl 2013 verður í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og í Álftanesskóla.
Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Aftanhæð – Bjarkarás
(Íslendingar búsettir erlendis)
II. Kjördeild Blikanes - Fífumýri
III. Kjördeild Frjóakur - Holtsbúð
IV. Kjördeild Hraunás - Langafit
V. Kjördeild Langalína – Marargrund
VI. Kjördeild Markarflöt - Stórás
VII. Kjördeild Strandvegur – Ögurás
(Húsanöfn og bæir)
Í Álftaneskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi
II. Kjördeild Litabæjarvör – Þóroddakot
(Húsanöfn og bæir)
Athygli er vakin á því að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og áttu
síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eru á kjörskrá í
I. kjördeild í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.
Kjörstjórn Garðabæjar mun hafa aðsetur á kennarastofu
Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hverfisstjórn Álftaness
á kennarastofu Álftanesskóla meðan á kjörfundi stendur.
Talning atkvæða fer fram hjá Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis
sem hefur aðsetur í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Kjörstjórn Garðabæjar
Sjálfstæðismenn
opna kosninga-
skrifstofu sína
Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem skipar annað sætið á lista Sjálf-stæðismanna í kjördæminu
opnaði kosningaskrifstofuna sem er
í húsnæði flokksins við Norðurbakka
Hún flutti að því tilefni ljóðið Lífsþor
eftir Árna Grétar Finnssson úr bókinni
Ljóðspor
Sjóræningjar í Hafnarfirði
Leikritið Sjóræningjaprinsessan eftir Ármann Guðmundsson var frumsýnt fyrir fullum sal
í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 6.
apríl síðastliðinn. Leikstjóri verksins er
Lárus Vilhjálmsson. Eins og titill leik-
ritisins bendir til gerist það á þeim tíma
þegar sjóræningjar sigldu um höfin blá
og komu víða við þegar fylla þurfti á
rommbirgðirnar í landi. Soffía er alin
upp á friðsælli eyju í Suðurhöfum ásamt
Matta bróður sínum. Ævintýraþrá
hennar er mikil og hún er fullviss um að
hún sé sjóræningjaprinsessa. Það fær
hún staðfest þegar nokkrir sjóræningjar
koma á eyjuna og upphefst mikið ævin-
týri sem ber áhorfendur meðal annars á
sjóræningjaskip og á eyju eina þar sem
mannætur eiga bústað sinn.
Söguþráðurinn er skemmtilegur
og fjörugur og leikararnir snöggir að
bregða sér í önnur hlutverk. Persón-
urnar eru litskrúðugar og margar þeirra
mjög fyndnar. Tónlistin undirstrikar
stemninguna sem er ríkjandi hverju
sinni og líflegt er að sjá hljóðfæraleik-
arana á sviðinu. Leikmyndin er útfærð
á sérlega hugmyndaríkan hátt. Sýn-
ingartjaldið er notað sem bakgrunnur
auk þess sem nokkur atriði fara fram
,,á bak við tjöldin‘‘ og stækkar þannig
sviðið um leið. Leikritið er hin besta
fjölskylduskemmtun og eru allir hvattir
til að tryggja sér miða. LHÞ
Margrét Gauja Magnúsdóttir sem skipar 4. sætið á lista Samfylk-
ingarinnar og Gunnar axel axelsson hittu kjósendur og fjölskyldur
þeirra í Firði, meðal annars feðginin anton og lovísu.
ragnheiður ríkharðsdóttir.
Sædís Enja Styrmisdóttir leikur Soffíu
sjóræningjaprinsessu. Sædísi finnst
gaman að leika og ætlar að leggja
leiklistina fyrir sig í framtíðinni.
leikstjórinn ásamt fjölskyldu sinni. ragnhildur, Embla Sól, Sirrý Margrét, Smári og lárus